Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 23
Sveinn nýr formaður Golfklúbbs Suðurnesja Sveinn Björnsson var kjörinn formaður Golfklúbbs Suðurnesja en hann tekur við af Ólöfu Kristínu Sveinsdóttur sem gegnt hefur embættinu síðustu þrjú árin. Rekstur GS gekk vel á árinu. Aðalfundur klúbbsins var haldinn í golfskálanum 23. nóvember og sóttu rúmlega fjörutíu manns fundinn. Í skýrslu stjórnar fór fráfarandi for- maður yfir starf ársins sem var fjöl- breytt og gekk vel. Mótahald hefur þó oft gengið betur en veðrið var ekki upp á það besta og kom niður á aðsókn í mót. Kvennastarfið hefur verið vaxandi í all nokkur ár og blómstrar í klúbbnum. GS tók á árinu í notkun golfhermi í nýrri inniaðstöðu sem opnuð var í gömlu slökkvistöðinni í Keflavík í upphafi árs. Annar nýr golfhermir er tilbúinn og státar GS því af tveimur nýjum og fullkomnum hermum. Í inniaðstöðunni er einnig aðstaða til að slá í net og púttvöllur en Pútt- klúbbur Suðurnesja verður með aðstöðu í inniaðstöðu GS. Klúbb- urinn útnefndi í haust Gísla Grétar Björnsson sjálfboðaliða ársins en hann hefur farið fyrir vinnu við uppsetningu hermanna og inniað- stöðunnar í upphafi árs. Klúbburinn hefur fjárfest mikið í vélum og tækjum á síðustu þremur árum og er staðan góð í þeim efnum. Samstarf GS við Reykjanesbæ var gott en í sumar var skipt um þak á golfskálanum og framundan er lag- færing á Tjarnarkoti, sem er lítið hús m.a. með snyrtiaðstöðu við 10. teig. Íþróttastarfið gekk mjög vel en yngsta afreksfólkið, þau Fjóla Mar- grét Viðarsdóttir og Logi Sigurðsson, náði mjög góðum árangri á árinu. Þau unnu nokkra stóra titla og voru valin kylfingar ársins hjá GS. Fjárhagur klúbbsins er traustur og rekstur ársins skilaði 4,5 milljónum króna í hagnað. Félögum fækkaði aðeins og tekjur minnkuðu lítillega. Aðstæður í heimsfaraldri voru starf- semi GS hagfelldar tvö síðustu ár á undan. Í máli Sveins Björnssonar sem var einn í kjöri til formanns kom fram að nú standi til að fara í framkvæmdir á Hólmsvelli og horfa til framtíðar með masterplan. Skipað hefur verið fagráð sem mun stýra þeirri vinnu í samvinnu við Edwin Roald, golfarki- tekt. Í stjórn GS fyrir komandi starfsár eru: Sveinn Björnsson, formaður, Karitas Sigurvinsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Örn Ævar Hjartarson, Róbert Sigurðsson, Guðrún Þorsteinsdóttir, Ólöf Einarsdóttir, Gunnar Ellert Geirsson. Auk nýs formanns þá hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn, Sverrir Auðunsson, en Andrea Ás- grímsdóttir, sem gegnt hefur starfinu í fjögur ár, sagði upp störfum á árinu. Sveinn Björnsson er nýr formaður GS og tekur við af Ólöfu Kristínu Sveinsdóttur. Fjóla M. Viðarsdóttir og Logi Sigurðsson eru afrekskylfingar GS og náðu mjög góðum árangri á árinu. VF-myndir: pket Störf í boði hjá Reykjanesbæ Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að notast við QR kóða til að fara beint inn á vefinn Hefur þú áhuga á að starfa við liðveislu? Háaleitisskóli - Grunnskólakennari á miðstig Háaleitisskóli - Kennari í Nýheima Umhverfissvið - Verkefnisstjóri hjá byggingarfulltrúa Viltu starfa hjá Reykjanesbæ? Almenn umsókn Viðburðir í desember HLJÓMAHÖLL 30. DESEMBER Valdimar - Áramótatónleikar Loksins, loksins, loksins, loksins verða hinir margrómuðu Áramótatónleikar Valdimar aftur á dagskrá. Þessa tónleika þekkir Suðurnesjafólk vel og því óþarfi að fara út í smáatriði. Það eina sem þarf að hafa hugfast er að þetta verður stórkostlegt. LISTASAFNIÐ Í DESEMBER Sýningar og vinnu- stofa í listasafninu Tvær glæsilegar sýningar voru opnaðar um síðustu helgi sem allir ættu að sjá. Sunnudaginn 11. desember verður boðið upp á vinnustofu krakkaklúbbs Listasafns Reykjanesbæjar. Gunnhildur Þórðardóttir heldur fyrstu vinnustofuna en fleiri koma í kjölfarið. Kynnið ykkur alla dagskrána í desember á Visit Reykjanesbær Skoðaðu viðburðadagatalið okkar á Visit Reykjanesbær til að sjá hvaða áhugaverðu viðburðir eru framundan. Á heimasíðunni má einnig finna fjölbreyttar upplýsingar um Reykjanesbæ og hvað er í boði fyrir bæjarbúa og gesti. www.visitreykjanesbaer.is Aðventugarðurinn og Aðventusvellið Við opnum Aðventugarðinn laugardaginn 3. desember. Í Aðventugarðinum er leitast eftir að skapa jólalegt andrúmsloft þar sem fólk getur komið saman, fundið fyrir jólaandanum og gert góð kaup í jólakofunum. Aðventusvellið er frábær viðbót við Aðventugarðinn en það er staðsett í skrúðgarðinum í Keflavík. Þar gefst fjölskyldum einstakt tækifæri til að upplifa saman gleðilegar stundir með hressandi útivist og hreyfingu.  Upplýsingar um svellið er að finna á adventusvellid.is Heimskonur koma saman og verða í jólaskapi, Bókakonfektið verður á sínum stað og Jóla-kósí í Átthagastofu. Boðið verður upp á umhverfisvæna innpökkunarstöð ásamt fjölbreyttum viðburðum – kynntu þér málið á Visit Reykjanesbær. BÓKASAFNIÐ Í DESEMBER Jóladagskrá í Bókasafni Aðventan einkennir desember og eru fjölbreyttir viðburðir í boði í Reykjanesbæ. Aðventugarðurinn fangar jólaandann með notalegum jólailm, fallegum vörum í jólakofunum og jólasveinum sem gleðja börnin. Aðventusvellið opnar á sama tíma þar sem gefst kjörið tækifæri til að stunda skemmtilega hreyfingu. Sex stórkostlegir viðburðir eru á dagskrá í Hljómahöll þar sem finna má tónleika frá bæði erlendum og innlendum aðilum sem og uppistand. Nýjar glæsilegar sýningar hafa opnað í Listasafni Reykjanesbæjar og í Byggðasafninu. Við hvetjum íbúa til að eiga notalegar stundir í aðdraganda jóla, taka þátt í jólaföndri í Bókasafninu og Duus Safnahúsum með börnunum, sækja stórkostlega tónleika í Hljómahöll og áhugavert Bókakonfekt í Bókasafni Reykjanesbæjar. Byggðasafnið verður með sérstaka jólasýningu. Það verður hægt að taka af sér flottar myndir í anda ársins 1900. Þá er boðið upp á jólaföndur alla aðventuna og geta fjölskyldur komið og átt jólalega stund í notalegu umhverfi. Upplýsingar á Visit Reykjanesbær. BYGGÐASAFNIÐ Í DESEMBER Byggðasafnið í hátíðarskapi Þorláksmessutónleikaröð Bubba Morthens er ein allra langlífasta tón- leikahefð í aðdraganda jóla. Árið hefur verið einstaklega viðburðaríkt hjá Bubba og mætir hann því tvíefldur í ár. Húsið opnar kl. 19:00 en tónleikarnir hefjast kl. 20:00 HLJÓMAHÖLL 9. DESEMBER Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens Ari Eldjárn kveður árið 2022 með ógleymanlegri uppistandssýningu. Ari er einn allra vinsælasti uppistandari þjóðarinnar og hefur auk þess getið sér góðs orðs víða erlendis fyrir gaman- sýningar sínar. í boði verða tvær sýningar; kl. 19:00 og kl. 22:00. HLJÓMAHÖLL 15. DESEMBER Ari Eldjárn - Áramótaskop 2022 vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM // 23

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.