Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 6
Heiðursmaðurinn Dúddi Gísla Það er eitt sem er ekki hægt að stöðva og það er tíminn. Tíminn líður áfram og núna þegar þessi pistill kemur þá er desember við það að ganga í hönd. Nóvember hefur verið nokkuð góður fyrir sjósókn frá Suður- nesjum, þótt reyndar gerði frekar leiðindakafla núna í um viku og bátarnir, sem eru í Sandgerði á línu, gátu lítið róið. Þeir hafa nú reyndar náð að róa síðustu dagana í nóv- ember og fiskað vel. Ef við lítum á bátana sem hafa verið að róa frá Suðurnesjum þá er þetta svona: Margrét GK með 93 tonn í fjórtán róðrum, Sævík GK með 94 tonn í þrettán róðrum, Jón Ásbjörnsson RE 51 tonn í tíu róðrum; Hópsnes GK 32 tonn í sjö róðrum, Katrín GK með 20 tonn í fimm róðrum og Daðey GK 61 tonn í ellefu róðrum. Allir að landa í Sandgerði nema Daðey GK var með nokkra róðra í Grindavík. Í Grindavík er heimabáturinn Dúddi Gísla GK kominn en hann byrjaði nóvember á Skagaströnd og kom síðan suður – og kannski það merkilegasta við það var að hann byrjaði veiðar utan við Sandgerði og landaði þar um fimm tonnum. Dúddi Gísla GK er mjög sjaldséður bátur í Sandgerði því hann heldur sig að langmestu leyti í Grindavík. Reyndar er þetta nafn, Dúddi Gísla, nú komið frá Sandgerði og mjög þekkt þar. Nafnið kemur frá skipstjóra og hafnarstarfsmanni í Sandgerðishöfn sem hét Þórhallur Gíslason. Þórhallur, eða Dúddi Gísla, var skipstjóri á bátum frá Sandgerði og mikill aflakóngur, var t.d. aflahæstur í Sandgerði 1961, 1962, 1963 og 1965. Þess má geta að árið 1961 var Dúddi aflahæstur í Sandgerði á bátnum Hamar GK 32 með 976 tonn í 83 róðrum og var þá næstaflahæstur yfir allt landið, þá var Gullborgin VE aflahæst. Kannski er það merkilegast við þennan afla hjá Dúdda Gísla, á ver- tíðinni árið 1961, að þá réri Gullborg VE á línu og netum í Vestmanna- eyjum en Hamar GK, undir skip- stjórn Dúdda Gísla, var á línu alla vertíðina frá Sandgerði. Á vertíðinni 1964 voru tveir aflahæstu bátarnir á vertíðinni frá Sandgerði, þar sem Sigurður Sig- urðsson, skipstjóri á Náttfara ÞH, var hæstur og þar á eftir kom Dúddi Gísla GK á Sæunni GK, báðir með um 1.200 tonna afla. Eftir að skipstjórn Dúdda Gísla lauk þá vann hann lengi sem hafn- arvörður og leiðsagði þeim skipum og togurum sem það þurftu inn til Sandgerðis, enda þekkti hann innsiglinguna og höfnina eins og handarbakið á sér. Inni á Þekkingarsetrinu í Sand- gerði, á annarri hæð, er stór og mikill skjöldur sem ég vann fyrir börn Dúdda Gísla en ég safnaði saman öllum skipstjórum, bátum og afla á vertíðum frá 1941 til 1991 og ef þið eigið leið í Sandgerði þá hvet ég ykkur til þess að fara í Þekk- ingarsetrið þar á efri hæðina og skoða þennan skjöld. Kanski eru menn hundleiðir á því að ég sé alltaf að skrifa þetta en sagan er nú bara þannig að ein bestu fiskimið landsins eru á stóru svæði utan við Sandgerði og skjöldurinn ber þess merki, því að oft var það nú þannig að skipstjórar sem voru hæstir í Sandgerði voru oft á tíðum aflahæstir yfir Ísland á vetrarvertíðum og þessi mikli heiðursmaður, Dúddi Gísla, átti svo sannarlega þátt í því. aFlaFrÉttir á SuðurneSJuM Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ristjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson, Thelma Hrund Hermannsdóttir og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Ökuskóli allra landsmanna Finndu næsta námskeið inn á www.aktu.is Allir réttindaflokkar Verkleg kennsla í boði víða um land Bókleg kennsla á netinu MEIRAPRÓF Fjarkennsla Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.IS Í fyrsta skipti vinna nem- endur sjálfir að því að draga úr einelti á netinu Það er óhætt að segja að mörgum hafi brugðið við að hlusta á Eirík Guðna Ásgeirsson, rannsóknar- lögreglumann og sérfræðing í tölvurannsóknum, á málþingi Menntaskólans á Ásbrú (MÁ) um sam- skipti á stafrænum miðlum sem fór fram í síðustu viku. Eiríkur Guðni fór yfir hvaða afleiðingar óæskilegrar framkoma og samskipti geta haft. Eiríkur Guðni og Alda Hrönn Jó- hannsdóttir, yfirlögfræðingur, hófu málþingið með erindinu: „Fótspor inn í framtíðina – hvað geri ég og hvað skil ég eftir?“ Erindið var flutt fyrir fullum sal af nemendum og starfsfólki MÁ ásamt námsráð- gjöfum úr öðrum skólum á Suður- nesjum. Að sögn þeirra Eiríks Guðna og Öldu Hrannar var þetta að öllum líkindum í fyrsta skiptið sem slíkt málþing hefur verið haldið í fram- haldsskóla hér á landi. Málþingið er samstarfsverkefni starfsfólks MÁ, nemendafélagsins Örgjörvans og Lögreglunnar á Suð- urnesjum. Fulltrúar MÁ leituðu til embættisins í haust um að koma að málþinginu. Að sögn þeirra Eiríks Guðna og Öldu Hrannar var mikil- vægt að fá tækifæri til að eiga samtal við nemendur um alvarleika ofbeldis, eineltis og annars konar neikvæðrar hegðunar á stafrænum miðlum því það hefur veigamikið forvarnargildi í för með sér. „Lögreglan er ánægð og þakklát fyrir að hafa fengið að hitta þennan flotta nemendahóp og ræða þetta mikilvæga málefni. Frá- bærar viðtökur frá salnum á meðan á erindinu stóð og algjörlega magn- aður hópur sem var ófeiminn við að spyrja og taka þátt.“ Að erindi loknu tóku nemendur MÁ til sinna ráða og völdu fjórar spurningar til að vinna með í vinnu- hópum. Starfsfólk sammældist um það að þetta væri vinna nemenda, þeirra hugmyndir og gáfu þeim frelsi til að velja og vinna með spurning- arnar án nokkurra fordóma eða inn- grips. Starfsmenn voru ritarar og hópstjórar en að öðru leyti var um- ræðan algjörlega nemenda. Spurn- ingarnar voru eftirtaldar: 1. Hvernig eiga nemendur í MÁ að haga sér í samskiptum á netinu? 2. Hvað er neteinelti og hvernig áttu að bregðast við því? 3. Hvernig ætlum við sem skóli að bregðast við óviðeigandi hegðun á netinu? 4. Hver er þín tillaga að texta í sáttmála MÁ um betri samskipti á netinu? Að þingi loknu fékk nemendaráð Ör- gjörvans og hagsmunafulltrúi nem- enda niðurstöðu umræðna afhenta og munu vinna áfram með hana í samvinnu við starfsmenn skólans. Ingigerður Sæmundsdóttir, for- stöðumaður MÁ, sagði að erindi lögreglunnar hefði verið sláandi og margt komið sér á óvart í umræðum milli nemenda og lögreglu. „Nem- endur voru mjög hreinskilnir og áttu opið og gott samtal við lögregluna sem svaraði þeim af virðingu og fróð- leik. Það var svo margt sagt og rætt á þessum klukkutíma og ég efast ekki um að þau hefðu getað haldið áfram að ræða við lögfræðinginn og rann- sóknarmanninn miklu lengur.“ Að sögn eins nemanda sem tók þátt í vinnuhóp var mikil ánægja með þingið af hálfu nemenda skólans: „Við gátum sagt svo margt sem skiptir okkur máli og það var gott að fá skólann til að hlusta á það sem við höfum að segja.“ Geir Finnsson, kennari og félags- málafulltrúi skólans, var fundarstjóri á þinginu og kvaðst afar ánægður með daginn: „Fréttir undanfarin misseri af alvarlegum afleiðingum neteineltis hafa vegið þungt á okkur öllum og því var frábært að geta átt þetta opinskáa samtal við nemendur. Það skiptir máli að veita nemendum tækifæri og traust til að láta rödd sína heyrast um mikilvæg mál sem þessi því það hefur marktæk áhrif. Ég hvet aðra skóla til að gera slíkt hið sama.“ Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur Karlakór Keflavíkur getur nú á ný boðið upp á sína margrómuðu Kertatónleika á aðventunni. Á söng- skránni eru falleg jólalög úr ýmsum áttum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Að þessu sinni mun barnakórinn Regnboga- raddir, undir stjórn Freydísar Kneifar Kolbeinsdóttur og Arnórs Vilbergs- sonar, leggja karlakórnum lið. Ein- söngur verður í höndum félaga úr karlakórnum. Komið og njótið nota- legra tónleika í ljúfri jólastemmningu. Tónleikarnir verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 6. desember og fimmtudaginn 8. desember og hefjast kl. 20:00 bæði kvöldin. Stjórnandi er Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari, og undir- leik annast Sævar Helgi Jóhannsson. Miðasala fer fram á Tix.is og við innganginn. Forsala hjá kórmeð- limum og með skilaboðum á fés- bókarsíðu Karlakórs Keflavíkur. Miðaverð 3.900 kr. Miðaverð í for- sölu 3.500 kr. 6 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.