Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 15
FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURNESJA SJÚKRALIÐABRÚ n Kennt þrisvar í viku seinnipartinn n Fyrir ófaglært fólk sem hefur starfsreynslu í umönnunarstörfum n Tækifæri til þess að öðlast starfsréttindi sjúkraliða samhliða vinnu n Námið fer af stað ef næg þátttaka næst n Einnig er boðið upp á hefðbundna kennslu í dagskóla Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu skólans www.fss.is Sótt er um á www.menntagatt.is Innritun lýkur 10. desember Áheyrnarprufur fyrir stúlkna- kórinn Draumaraddir, stúlknakór Söngskóla Alexöndru, fara fram 3. desember næstkomandi. Kórinn er fyrir stúlkur á aldrinum átta til sextán ára og kennt verður í Reykjanesbæ einu sinni í viku. Áhugasamir þátttakendur þurfa að undirbúa eitt lag fyrir áheyrnar- prufuna og hefjast stúlknakórsæf- ingar strax á eftir en þær verða á laugardögum á milli 10:30–11:30. Kennt verður einu sinni í viku í 12 vikur frá og með 3. desember. Æfingarnar fara fram á Guðnýjar- braut 21 í Reykjanesbæ. Fyrirhugað er á dagskrá Draumaradda í vetur að taka þátt í Nýárstónleikum Gala í Reykjanesbæ í janúar, jólasöng í Reykjanesbæ, tónlistarmyndbandi við eitt lag og hátíðarsöng á alþjóða- degi kvenna, 8. mars. Þá verður lögð sérstök áhersla á fjölbreytta klass- íska- og dægurlagakórtónlist. Kórstjóri og stofnandi Drauma- radda er Alexandra Chernyshova sópransöngkona, tónskáld, kennari, kórstjóri og skólastjóri Söngskóla Alexöndru. Árið 2020 fékk hún Menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir framlag sitt til menningarmála, þá hefur hún einnig unnið mörg al- þjóðleg verðlaun og keppnir fyrir söng sinn og tónsmíðar. Á Suður- nesjum hefur hún stýrt skólakór Stóru-Vogaskóla og stúlknakór í Grindavík. Áður fyrr stýrði hún skólakórnum Spangólandi úlfar í Hvalfjarðarsveit, Stúlknakór Norður- lands Vestra og óperukórnum Ópera Skagafjarðar. Skráning í kórinn fer fram í gegnum tölvupóstfangið alexandra- dreamvoices@icloud.com fyrir 1. desember. Nafn og aldur þátttak- anda sem og nafn, sími og netfang forráðamanns þurfa að koma fram í tölvupóstinum. Heimasíðu Alexöndru má finna hér: www.alexandrachernyshova.com Áheyrnarprufur fyrir stúlknakór Bjartmar Guðlaugsson kemur fram á tónleikum í Stapa í Hljómahöll þann 1. desember ásamt Bergris- unum. Bjartmar þarf vart að kynna fyrir nokkrum tónlistarunnanda en lög hans og texta þekkja allir! Bjartmar hefur gefið út sextán sólóplötur á ferli sínum og er því af nægu að taka. „Hver veit nema að lög á borð fyrir Týnda kynslóðin, Ég er ekki alki, Súrmjólk í hádeginu, Fimmtán ára á föstu, Járnkarlinn, Sumarliði er fullur, Þannig týnist tíminn, Negril eða hans nýjasta lag Af því bara fái að hljóma í Stapa þann 1. des- ember?,“ segir í tilkynningu. Bergrisarnir eru: Bjartmar Guðlaugsson, Júlíus Freyr Guð- mundsson, Arnar Gíslason, Birkir Rafn Gíslason og Daði Birgisson. Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikar hefjast kl. 20:00. Miðasala er hafin á tix.is. Bjartmar og Bergrisarnir í Hljómahöll 1. desember Jólasælkeramarkaður Eldeyjar Oddfellowsystra verður á Park Inn hótelinu 1. desember frá kl. 17. Ýmist góðgæti er á boðstólum, s.s. sörur, kleinur, leiðisgreinar, jóla- möndlur og fleira sem systur hafa útbúið. Allur ágóði rennur til líknar- mála. Jólasælkera- markaður hald- inn á Park Inn Félag eldri borgara á Suðurnesjum gefur dvalarheimilum Suðurnesja fimm hægindastóla. Þá munu þrír þeirra koma til með að vera í dag- dvölinni á Nesvöllum, einn í Víði- hlíð í Grindavík og einn á Garðv- angi í Suðurnesjabæ. Þau Guðrún Eyjólfsdóttir og Jón Ólafur Jónsson, formaður og varaformaður fé- lagsins, afhentu þeim Ásu Eyjólfs- dóttur, forstöðumanni öldrunar og stuðningsþjónustu hjá Reykja- nesbæ, og Kristínu Finnsdóttur, deildarstjóra dagdvalar, hæginda- stólana fyrr í vikunni. „Þetta er virkilega kærkomin gjöf og kemur til með að nýtast dagdvalargestum mjög vel,“ segir Ása. FEB gefur dvalarheimilum Suðurnesja fimm hægindastóla Íslenskir endurskoðendur óska eftir að ráða starfsmann í bókhaldsþjónustu í Reykjanesbæ. Helstu verkefni eru færsla bókhalds, afstemningar og önnur tengd verkefni. Hæfniskröfur eru reynsla af vinnu við bókhald, góð tölvukunnátta, hæfni í mannlegum samskiptum, og áhugi á að ná árangri í starfi. Nákvæmni og vandvirkni nauðsynleg. Umsóknir óskast sendar á netfangið gudni@isend.is fyrir 9. desember. vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM // 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.