Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 14
Tvær nýjar sýningar voru opn- aðar í Listasafni Reykjanesbæjar síðastliðinn laugardag. Annars vegar sýningin Línur, flækjur og allskonar sem er einkasýning Guð- rúnar Gunnarsdóttur. Guðrún er er frumkvöðull á sviði þráðlistar og gefur sýning hennar góða mynd af þróun listamannsins frá mynd- vefnaði á áttunda áratug síðustu aldar, til þrívíddarmynda sem ein- kennir myndlist hennar í dag. Hins vegar opnaði sýning Vena Naskręcka og Michael Richardt sem kallast You Are Here / Jesteś tutaj / Du er her / Þú ert hér. Þau eru gjörningalistamenn og mun sýningin verða vitnisburður um hvar þau eru stödd á þessum ákveðna tímapunkti og skrásetning á því sem þeim er nú hugleikið. Þau eru hér og nú, erlendir ríkisborgarar á Íslandi, að setja mark sitt á Listasafn Reykjanesbæjar þar sem þau ríkja í ákveðinn tíma. Vena er fædd í Póllandi en býr og starfar í Reykjanesbæ. Michael er fæddur í Danmörku og á einnig ættir að rekja til Níger, hann býr og starfar í Reykjavík. Listasafn Reykjanesbæjar hefur stofnað krakkaklúbb sem hefst með vinnustofum einu sinni í mánuði fram á vor. Safnið lítur á vinnu- stofurnar sem fyrsta áfanga í markvissu myndlistarstarfi sem opið er öllum almenningi og mun vonandi efla áhuga barna á myndlist. Fyrsta vinnustofan verður haldin sunnudaginn 11. desember næst- komandi í umsjón Gunnhildar Þórðardóttur, myndlistarmanns. Áætlaður tími er um ein klukkustund, allir velkomnir og aðgangur ókeypis, segir í fundargerð menningar- og atvinnuráðs Reykjanesbæjar. Kristinn Már Pálmason (f. 1967), myndlistarmaður, hefur afhent Listasafni Reykjanesbæjar veglega gjöf sem telur tuttugu myndverk. Gjöfin samanstendur af verkum frá fyrstu sýningu listamannsins allt til dagsins í dag. Með gjöfinni varðveitir Listasafn Reykjanes- bæjar myndverk sem ná yfir allan feril listamannsins en Kristinn er fæddur og uppalinn í Keflavík. Guðný Margrét Skarphéðins- dóttir, tengdadóttir Eggerts Guð- mundssonar, listmálara, afhenti Listasafni Reykjanesbæjar tuttugu og eitt myndverk eftir Eggert Guð- mundsson (1906–1983) sem fæddur var í Stapakoti í Innri-Njarðvík 30. desember 1906. Menningar- og atvinnuráð Reykja- nesbæjar færir Kristni og Guðnýju kærar þakkir fyrir veglegar gjafir sem falla vel að 1. gr. söfnunarstefnu listasafnsins sem kveður á um að stefnt skuli að því að listaverkaeign safnsins gefi góða mynd af verkum eftir listamenn Suðurnesja frá öllum tímum. Listasafn Reykja- nesbæjar fær 41 myndverk að gjöf Listasafnið stofnar krakkaklúbb Tvær nýjar sýningar í Listasafni Reykjanesbæjar Nú hafa ljósin logað í fallega Aðventu- garðinum í Reykjanesbæ um nokkurra daga skeið og lýst upp svartasta skamm- degið. Á laugardaginn opnar garðurinn með skemmtilegri jóladagskrá og sölu á jólalegum varningi og kræsingum í jólakof- unum. Garðurinn verður opinn alla laugar- daga og sunnudaga í desember frá kl. 14-18 og á Þorláksmessu frá kl. 18-21 og þar geta íbúar og gestir átt saman notalegar stundir í aðdraganda jóla, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Loksins tímasett dagskrá Ef hægt er að segja að heimsfaraldurinn hafi leitt af sér eitthvað jákvætt má með sanni segja að Aðventugarðurinn sé eitt af því. Hann var settur á laggirnar í miðjum far- aldri þar sem fjárhagslegt svigrúm skapaðist vegna viðburða sem hafði þurft að aflýsa. Vegna samkomutakmarkana var einungis um ótímasetta „pop-up“ viðburði að ræða og því happa og glappa hvort fólk hitti á þá. Nú getum við loks boðið upp á tímasetta dag- skrá í garðinum og því engin ástæða til að missa af neinu. Alla laugardaga og sunnudaga verður lifandi dagskrá í garðinum og verður hún auglýst í Víkurfréttum og á vefsíðunni Visitreykjanesbaer.is sem og á öðrum miðlum Reykjanesbæjar. Ljósin tendruð á jólatrénu Á fyrsta opnunardegi garðsins, laugardaginn 3. desember, verða ljósin tendruð á jólatrénu í Aðventugarðinum kl. 14:30. Það eru synir Grýlu og Leppalúða, sjálfir jólasveinarnir sem ætla að gera það eins og þeim er einum lagið. Það er upplagt að hefja daginn með því að taka þátt í Aðventugöngu sem hefst og endar í garðinum og vera svo viðstödd þegar ljósin á jólatrénu verða kveikt. Jólakofarnir verða á sínum stað og þar er hægt að festa kaup á skemmtilegum varningi, heitu súkkulaði og fleiru. Aðventusvellið opnar Aðventusvellið sem opnaði í fyrra verður á sínum stað og þar gefst fjölskyldum ein- stakt tækifæri til að upplifa saman gleðilegar stundir með hressandi útivist og hreyfingu. Alltaf verður opið á svellinu þegar opið er í Aðventugarðinum og á ýmsum öðrum tíma einnig. Upplýsingar um opnunartíma og bók- anir eru á adventusvellid.is Best skreytta húsið og gatan Fljótlega verður kynntur léttur leikur þar sem fólk getur sent inn tillögur að best skreyttu húsum bæjarins og verður fyrir- komulag hans kynnt á næstu dögum. Eru allir hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega uppátæki sem er fyrst og fremst til gamans gert en mikið er af fallega skreyttum húsum og götum í bænum og um að gera að taka rúnt og skoða skreytingarnar. Það er fjölbreytt jóladagskrá í boði í stofn- unum Reykjanesbæjar og eru íbúar hvattir til að njóta alls þess sem boðið er upp á í bænum á aðventunni. Alla dagskrá er að finna á visitreykjanesbaer.is Aðventugarðurinn opnar Nokkrir íbúar Suðurnesja voru beðnir um að koma í samtal um lýðheilsu á Suðurnesjum. Þar kom fram ánægja með þá þróun sem hefur orðið með heilsustíga og útisvæði og virtist vilji til enn frekari framkvæmda í þær áttir. Nýverið kom út skýrsla út frá viðtalsrannsókn sem unnin var af Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands fyrir velferðarsvið Reykjanesbæjar og er rannsóknin framhald af stærra samfélagsgreiningar- verkefni fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum. Meginmark- miðið var að leita eftir leiðum til þess að auka lífsgæði, efla heilsu og draga úr heilsufars- legum áhættuþáttum meðal íbúa á Suðurnesjum, í sam- ræmi við áherslur Heilsu- eflandi samfélags. Markmið rannsóknarinnar var að kanna reynslu og viðhorf íbúa til ákveðinna lýðheilsu- þátta og kalla eftir tillögum að aðgerðum sem gagnast geta til að bæta og auka vitund um lýðheilsu í sveitarfélög- unum Reykjanesbæ, Suður- nesjabæ, Grindavíkurbæ og Vogum. Kallaðir voru saman fjórir ólíkir rýnihópar, með yngri íbúum og eldri, íbúum Suðurnesja utan Reykjanes- bæjar og íbúum af pólskum uppruna. Áhersla var lögð á að skoða eftirfarandi lýð- heilsuþætti; hreyfingu, um- hverfi og skipulag, mataræði, svefn, andlega heilsu, félagsleg tengsl og virkni. Helstu niðurstöður sýna að flestir íbúar stunduðu einhvers konar heilsurækt og nýttu nærumhverfi sitt til að ganga og hreyfa sig. Margir voru ánægðir með heilsustígana og útisvæðin og fannst það hvetjandi til aukinnar hreyfingar. Þátt- takendur bentu þó á að lífga mætti enn frekar upp á bæinn með trjám og plöntum og voru flestir sammála um að byggja ætti miðbæjarkjarna sem gæti sameinað bæjarbúa. Þátttakendur virtust vera með nokkuð góða meðvitund um mikilvægi mataræðis þó ávaxtaneysla væri lítil heilt yfir hópana, fiskneysla var meiri meðal eldri en þeirra yngri og orkudrykkjaneysla var mikil hjá yngsta hópnum en engin hjá þeim eldri. Kallað var eftir fríum skólamáltíðum og hærri niðurgreiðslu í tóm- stundir. Hópurinn sem sam- anstóð af íbúum af pólskum uppruna hvatti til fræðslu um heilsu og heilbrigði á pólsku. Allir þátttakendur voru með- vitaðir um mikilvægi svefns fyrir góða heilsu en elsti hóp- urinn var ánægðastur með svefninn sinn og átti gott með að sofa á meðan yngsti hópurinn forgangsraðaði síst svefninum umfram annað heilsutengt. Góð andleg heilsa, félagsleg tengsl og virkni skipti þátttak- endur máli í tengslum við lífs- stíl og heilbrigt líferni. Yngsti hópurinn lagði áherslu á geð- heilsu og óskaði eftir aukinni sálfræðiþjónustu. Eldra fólkið vildi meiri og betri kynningu á framboði af félagsstarfi og afþreyingu fyrir þeirra aldurshóp. Íbúar af pólskum uppruna óskuðu eftir því að skapaður yrði vettvangur til þess að hittast og kynnast til að auðvelda aðild að sam- félaginu. Þátttakendur komu fram með ýmsar gagnlegar ábend- ingar um hvernig megi efla lýðheilsu á Suðurnesjum. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að yfirfæra niðurstöðurnar yfir á alla íbúa Suðurnesja veita þær engu að síður vísbend- ingar um heilsu ákveðinna hópa og gefa hugmyndir um hvernig megi auka lýðheilsu íbúa. Reykjanesbær hefur farið yfir þær ábendingar sem komu fram og borið saman við þær framkvæmdir sem þegar hefur verið ráðist í og framundan eru og sett aðrar góðar tillögur í réttan farveg innan sveitarfélagsins. Reykjanesbær þakkar þátt- takendum kærlega fyrir þeirra framlag í rannsókninni. Ásdís Ragna Einarsdóttir, verkefnastjóri lýðheilsu- mála hjá Reykjanesbæ. Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefna- stjóri fjölmenningar hjá Reykjanesbæ. Hvað segja íbúar um lýðheilsu á Suðurnesjum? Hér má lesa nánar um rannsóknina í rafrænni útgáfu Víkurfrétta. 14 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.