Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 24
Mundi Vei! Kaninn er kominn aftur og aðeins tekið við dollurum á Hafnargötunni. Upplifðu – Vertu – Njóttu OPNUNARTÍMAR Mán–Fös 12–18 Lau 11–16 Hólmgarður 2A 230 Keflavík s. 861 7681 marionehf@gmail.com Á Íslandi búa bara eskimóar í snjó- húsum, var sú mynd sem margir út- lendingar drógu upp af Íslandi fyrir ekki svo mörgum ártugum síðan. Nú virðist sú mynd vera að dragast upp að nokkru leyti á ný. Suðurnesin eru að verða að Alaska og Hafnar- gatan okkar í Keflavík að komast á heimskortið sem aðalgatan í Ennis, ímynduðum smábæ í Alaska. Hér munu semsagt miklir atburðir gerast í þessari viku, sérfræðingar hverfa sporlaust af yfirborði jarðar og rannsóknarlögreglumenn sem leiknir eru af stórleikurunum Jodie Foster og Kali Reis munu þurfa að kafa ofan í myrka fortíð sína til að komast til botns í málinu skv. því sem segir á Google. Þessu öllu fylgir 400 manna tökulið og leikarar. Eflaust hefur það ráðið einhverju um staðarval kvikmyndaframleið- endanna að hér væri stærstur hluti leikmyndarinnar til staðar á þessum tíma ársins. Nægur snjór sem ryðja mætti upp í skafla svo umgjörðin væri sem líkust því sem gerist í Alaska. En svo er ekki. Í stað snjó- storma eru komnir sjóstormar, loka þarf Ægisgötunni orðið reglulega fyrir ágangi sjávar sökum hækkandi sjávarstöðu, og virðulegir trésmiðir með sómakennd hafa horfið frá húsasmíðum og byggja nú í akkorði snjóskafla svo leikmyndin verði sem raunverulegust. Þær breytingar sem orðið hafa á veðurfari undanfarin ár eru orðnar áþreifanlegar og óumdeilanlegar. Fari svo fram sem horfir mun seðla- bankastjóri brátt beina augum sínum að Keflavík í stað Tenerife í leit sinni að óviðbúnum landsmönnum taka myndir af tánum af sér til rökstyðja stýrirvaxtarhækkunarblæti sitt. Það hefur verið gaman og veitt okkur gleði að fylgjast með hvernig leikmyndateiknarar hafa breytt ásýnd hluta Hafnargötunnar á nokkrum dögum, kannski ekki alveg eins við viljum sjá hana, en eitthvað sem okkur hefur ekki tekist að gera á áratugum. Þeir hafa leyft sér að láta hugmyndaflugið flögra út frá fyrir- framgefnu handriti og búið til um- hverfi sem hentar því sem þeir vilja sjá. Svipað hefur verið gert á Sel- fossi þar sem nýr taktur hefur verið sleginn hvað varðar miðbæjarkjarna bæjarins. Er ekki kominn tími til að bæjaryfirvöld, fjárfestar og versl- unarmenn við Hafnargötu skrifi sitt handrit að því hvernig þeir vilji sjá að aðalverslunargata bæjarins skuli líta út í framtíðinni? Er ekki komin tími til að Hafnargatan fái upplyft- ingu? LO KAO RÐ HANNESAR FRIÐRIKSSONAR Er ekki kominn tími á að Hafnargatan fái upplyftingu? lindex.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.