Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 16
Sveitarfélagið Vogar hefur óskað eftir tilboðum í 1593 fermetra at- vinnuhúsnæði og byggingarrétt á lóðinni Hafnargötu 101 í Vogum. Verkefni þess aðila sem samið verður við er að vinna deiliskipulag fyrir svæðið ásamt því að full hanna og byggja nýjar byggingar með öllum frágangi að utan sem innan ásamt því að ganga frá full- búinni lóð á sinn kostnað. Á lóðinni, sem er um einn hektari að stærð, er 1593 fermetra atvinnu- húsnæði sem bæjarstjórn hefur heimilað niðurrif á. Ekki er gerð krafa um að halda í núverandi hús en það telst tillögum til tekna ef hægt er nýta núverandi hús að ein- hverju leyti eða útlit nýrra bygginga hafi skírskotun til eldra húsnæðis og sögu svæðisins. Á lóðinni er spennistöð og forn- leifar ásamt því að gert er ráð fyrir nýju hreinsimannvirki fráveitu sveitarfélagsins innan lóðarinnar. Taka þarf tillit til þessara þátta við skipulag og hönnun svæðisins. Svæðið umhverfis lóðina ein- kennist í dag af smábátahöfn, at- vinnustarfsemi og íbúðabyggð. Við val á umsækjendum verður sérstak- lega horft til þess að hugmyndir um hönnun, skipulag og framkvæmdir taki mið af einkennum, ásýnd og sögu svæðisins og að uppbygging styðji við jákvæða atvinnuþróun í ört stækkandi sveitarfélagi. Mikil- vægt er að nýting reitsins taki mið af nærliggjandi starfsemi og mikil- vægi staðsetningar gagnvart fram- þróun menningar- og ferðaþjón- ustu. Í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að á lóðinni verði blanda af íbúðar- húsnæði og verslunar- og þjónustu- starfsemi. Litið er á það sem kost ef verslun, þjónusta og önnur starfsemi yrði jafnvel ráðandi á reitnum. Þar sem aðalskipulagið hefur ekki öðlast gildi ennþá er möguleiki á að breyta skilgreiningu lóðarinnar komi fram góðar hugmyndir um annað fyrir- komulag lóðarinnar. Á vef Sveitarfélagsins Voga segir að tilboð verða metin með tilliti til verðs, hugmynda um nýtingu lóðar- innar, fjárhagslegrar getu og faglegs bolmagns til að standa undir hönnun og framkvæmd fyrirhugaðra hug- mynda. Sveitarfélagið Vogar áskilur sér rétt til að velja hvaða umsókn sem er eða hafna öllum. Umsóknar- frestur er til og með 10. janúar 2023. Kauptilboð Sveitarfélagsins Voga í þrjá eignarhluta í Iðndal 2 hefur verið samþykkt af selj- anda. Kauptilboðið var gert með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar. Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tók málið fyrir á síðasta fundi. Bæjarráð leggur til við bæjar- stjórn að staðfest verði kaup sveitarfélagsins, sbr. fyrirliggjandi kauptilboð. Með kaupunum er stigið mikilvægt skref í að bæta þjónustu við bæjarbúa og því mikilvæga verkefni að koma á fót þjónustu heilsugæslu í Vogum. Bæjarráð samþykkir jafnframt að vísa fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2022 til bæjar- stjórnar og felur bæjarstjóra að undirbúa afgreiðslu lánasamn- ings vegna kaupanna sem jafn- framt verður lagður fram til af- greiðslu bæjarstjórnar. Yfirferð á framkvæmd Fjöl- skyldudaga 2022 ásamt full- trúum félagasamtaka var á fundi frístunda- og menningar- nefndar Sveitarfélagsins Voga á dögunum. Fulltrúar félagasamtaka sem tóku þátt í Fjölskyldudögum voru gestir fundarins undir þessum lið. Rætt var vítt og breitt um dagskrána og framkvæmd hátíð- arinnar. Margar góðar hugmyndir komu fram sem teknar verða til athugunar fyrir næsta ár. Frístunda- og menningarnefnd þakkar öllum félagasamtökum sem komu að hátíðinni í ár fyrir sitt framlag. Einnig íbúum sem settu svip á hátíðina, m.a. með flottum skreytingum, segir í fundargerð nefndarinnar. Íþróttamaður ársins og hvatningarverðlaun Sveitarfélagið Vogar hefur óskað eftir tilnefningum á íþróttamanni ársins fyrir árið 2022. Íþrótta- maður ársins verður að vera bú- settur í Vogum eða keppa fyrir hönd íþróttafélags í sveitarfélaginu. Tilnefndir íþróttamenn skulu vera orðnir sextán ára eða eldri. Heimilt er að nefna ungling fjórtán til sextán ára sem keppir í flokki full- orðinna og hefur náð það góðum ár- angri að hann teljist á meðal þeirra bestu í sinni íþróttagrein. Allar tilnefningar skulu vera rökstuddar. Íþróttamaður ársins í Vogum hlýtur við útnefningu farand- bikar til eins árs og bikar til eignar. Val á íþróttamanni ársins verður til- kynnt sunnudaginn 8. janúar 2023 við hátíðlega athöfn í Tjarnarsal. Hvatningarverðlaun sveitar- félagsins verða einnig veitt við sama tækifæri. Öllum íþróttafélögum og einstaklingum í Vogum er heimilt að tilnefna til hvatningaverðlauna. Verðlaunin hlýtur einstaklingur eða einstaklingar sem er framúrskar- andi í ástundun, áhugasemi, hegðun innan vallar sem utan og er góður félagi og fyrirmynd annarra barna og unglinga. Tilnefningar ásamt rökstuðningi sendast á gudmundurs@vogar.is eða í lokuðu umslagi á bæjarskrifstofu, stílað á íþrótta- og tómstundafull- trúa, fyrir 10. desember. Óska eftir tilboðum í þróun- arreit við Hafnargötu 101 Mikilvægt skref í að bæta þjónustu við bæjarbúa Margar góðar hug- myndir til athugunar fyrir næsta ár Hreinn Sigmarsson hefur sent inn erindi til skipulagsyfirvalda í Sveitar- félaginu Vogum vegna Hlýraeldis á Keilisnesi. Skipulagsnefnd tekur vel í erindið og óskar eftir frekari kynningu á verkefninu fyrir nefndarmönnum. Hlýraeldi á Keilisnesi? Það var nóg um að vera í Vogunum á fyrsta sunnu- degi í aðventu. Minjafélagið var með opið í skólahúsinu Norðurkoti sem búið var að klæða í jólabúning. Minja- félagið var einnig með glæsilegan jólamarkað í Skjaldbreið, sem er hlaða frá 1850, og þar ríkti hinn sanni jólaandi. Þá var kven- félagið Fjóla með sinn margrómaða kökubasar þar sem borðin svignuðu undan tertum og öðru heimagerðu góðgæti. Skemmtilegheit dagsins náðu hámarki þegar kveikt var á jólatré bæjarins. Þá söng kór Kálfatjarnarkirkju tvö sígild jólalög fyrir gesti sem gafst einnig færi á að taka þátt í söngnum. Arnór Bjarki Blom- sterberg, sóknarprestur, fór með stutta hugvekju. Eftir hugvekju Arnórs voru svo ljós trésins tendruð. Birtan var svo mikil að hún dró að tvo rauðklædda bræður, þá Stúf og Giljagaur. Þeir héldu uppi stuðinu það sem eftir lifði viðburðarins með söng, dansi, gríni og glensi. Myndir: Vogar.is Fjör á fyrsta í aðventu Þróunarreiturinn að Hafnargötu 101. Skjáskot: vogar.is FIMMTUDAG KL. 19:30 HRINGBRAUT OG VF.IS VOGAR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is 16 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.