Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 20
Ljósmyndasafn Byggðasafnsins á Garðskaga er nú opið til skoðunar sarpur.is. Búið að setja inn um 800 ljósmyndir og upplýsingar. Til vinstri á síðunni eru tveir val- gluggar: öll söfn og öll aðföng. Þar er valið Byggðasafnið á Garðskaga og síðan ljósmyndir. Í aðalvalmynd er svo hægt að setja inn efnisorð t.d. Garður, Sandgerði, bíll, verslun eða nafn á einstaklingi o.s.frv. og smella á leita. Byggðasafnið á Garðskaga leitar til almennings um að fá lánaðar gamlar ljósmyndir til að skanna og skila eða ljósmyndir til varðveislu, myndir sem segja frá lífinu í Garði og Sandgerði hér áður fyrr. Hægt er að hafa samband með tölvupósti byggdasafn@sudurnesjabaer.is í skilaboðum á Facebook eða í síma 425 3008. Byggðasafnið fékk styrk frá Safnaráði fyrir árið 2022 til að skanna og skrá ljósmyndir í varðveislu safnsins inn í Sarp.is. Safnið er afar þakklátt fyrir þann stuðning, segir í tilkynningu. Sarpur.is er menningarsögulegt gagnasafn sem flest söfn á Íslandi skrá í þá muni og ljósmyndir sem þau varðveita. Allur almenningur hefur aðgang að Sarpi og getur skoðað fjársjóðina sem þar eru skráðir. Jólaljósin verða tendruð í Suðurnes- jabæ á Fullveldisdaginn 1. desember líkt og síðustu ár. Dagskrá verður í báðum byggðakjörnum, Garði og Sandgerði, þar sem boðið verður upp á skemmti- dagskrá í kjölfar þess að yngstu nem- endur grunnskólanna ásamt bæjar- stjóra kveikja jólaljós á jólatrjám. Dagskrá: 17.00 kveikt á jólatrénu við Sandgerðis- skóla. Skólakór Sandgerðisskóla syngur nokkur lög. Jólaálfar verða á staðnum, jólasveinar og heitt súkkulaði og pipar- kökur. Glaðningur fyrir yngstu börnin. 18.00 kveikt á jólatrénu við Ráðhúsið í Garði. Jólaálfar verða á staðnum, jóla- sveinar og heitt súkkulaði og piparkökur. Glaðningur fyrir yngstu börnin. Jónatan Jóhann Stefánsson var fæddur 15. febrúar 1943. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víði- hlíð í Grindavík 29. október síð- astliðinn. Útförin fór fram í Foss- vogskirkju þann 21. nóvember. Ég sat við eldhúsborðið og fékk mér morgunkaffi. Skyndi- lega heyrist bílflaut fyrir utan, þrjú flaut í röð. Ég gekk að glugg- anum. Á miðju hlaðinu stóð bif- reið með bílnúmerinu H. Betty. Bílrúðan var skrúfuð niður og það var kallað; „Er þingmaðurinn ekki vaknaður? Þetta er nú meiri lúx- usinn hjá þessum þingmönnum.“ Út úr bílnum steig Tani vinur minn, kominn í kaffi. Jæja, nú er ég með fréttir sagði hann. Svo hófst ræðan. Mér fannst ég vera komin á pólitískan framboðs- fund. Ræðan bar þess vel merki að sá sem hana flutti hafði póli- tískt nef, eins og sagt er. Pólitíska hjartað sló hjá Vinstri grænum, enda maðurinn einn stofnenda flokksins, númer sjö. Tani var ná- tengdur stjórnmálamönnum úr flest öllum flokkum. Sjómaður, vélstjóri og leigubifreiðastjóri. Hafði brennandi áhuga á stjórn- málum og var í beinu sambandi við forsætisráðherra, forseta Al- þingis og þingmenn. „Sestu, þrjár mínútur í viðbót svo er ég farinn“ og ræðan hélt áfram. Rúmum klukkutíma síðar kvaddi hann. Síð- degis hringdi hann svo og þá tók við önnur pólitískt ræða; „Jæja nú er ég með fréttir úr pólitíkinni, ég hitti mann.“ Við Tani áttum dagleg símtöl um árabil og enduðu þau öll á sama veg. Hann lagði símtólið á án þess að kveðja. Allra síðustu ár sagði hann þó einstöku sinnum, „ég þakka fyrir“ og lagði svo á. Það var að sjálfsögðu ég sem átti að þakka fyrir þessar sögustundir, sem voru í raun list. Tilsvörin gátu verið eftirminnileg. Eins og túrinn með Garðari frá Patró sem stóð í rúmar þrjár vikur. Þegar í land var komið bauð skipstjórinn Tana að fara í bað heima hjá sér enda þrjár vikur langur tími baðleysis. Tani afþakkaði kurteisilega og sagði: „Það tekur því nú ekki það eru bara tvær vikur eftir af túrnum.“ Leiðir okkar Tana lágu fyrst saman þegar ég var unglingur. Kynnin voru eftirminnileg, ég sá þennan fyrirferðamikla og hrausta mann í fyrsta sinn á hlýrabol með axlabönd að gera að stórum steinbít á miðju eldhúsborðinu. Ég og faðir minn voru komnir í matarboð. Honum lá hátt rómur og sagði: „Borðaðu meira maður, þú ert að vaxa.“ Ég þorði ekki að leifa soðnum steinbít og afþakkaði ábótina. Tani hafði dálæti á hefð- bundnum íslenskum mat. Eitt sinn hringdi ég í hann og bauð honum í gúllas. Hann vildi þá fá að vita hvers konar gúllas það væri, ég lýsti þá matargerðinni fyrir honum í stuttu máli. Þegar því var lokið lagði hann símtólið á. Hann lét síðan ekki sjá sig í gúllasið, enda rétturinn með austurlensku ívafi. Ókvæntur og barnlaus með stórt hjarta. Æskuástin H. Betty. Hann þekkti marga, greindur, minnugur, sagði margar sögur og eldaði sér kjötsúpu á jólum. Horfði á Alþingisrásina og fékk jólakort frá Bessastöðum á hverju ári í tuttugu ár. Eitt sinn ók Tani á leigubílnum niður Laugarveginn, sá þá Ólaf Ragnar og frú á gangi. Sveigði bílnum að gagnstéttinni, í áttina að þeim hjónum, skrúfaði niður bíl- rúðuna og kallaði: „Ólafur, nú ferð þú í forsetann.“ „Nei, Tani minn,“ sagði frúin, „það verður aldrei, hann er svo óvinsæll.“ Tani hafði hins vegar á réttu að standa eins og svo oft áður í pólitíkinni. Ólafur varð forseti og Tani fékk jólakortin góðu. Að endingu sat ég við rúm- stokkinn hjá þessum góða og trygga vini. Það var komið að leið- arlokum. Handarbandið sem eitt sinn var þétt og ákveðið var orðið veikt. Ég bað fyrir Guðs blessun. Hann lagði aftur augun í hinsta sinn. Sáttur og hvíldinni feginn. Þögnin var djúp og friðurinn sæll. Hafðu þökk fyrir allt og allt kæri vinur, ég mun sakna þín. Guð blessi minningu Tana. Birgir Þórarinsson Báturinn Stafnes GK-274 við fiskverkunarhúsin í Sandgerði. Ljósmyndasafn Byggðasafnsins á Garðskaga komið á Sarp Vörubíll Volvo G1747 Sigurjón Kristinsson.Jólaljósin tendruð í Suðurnesjabæ á Fullveldisdaginn Jónatan Jóhann Stefánsson – minningarorð Áhōfnin á varðskipinu Þór skipti á dōgunum um ōldudufl við Garð- skaga. Landhelgisgæslan segir frá þessu á fésbókarsíðu sinni og birtir myndir sem Sævar Már Magnússon tók af aðgerðinni. Ölduduflið við Garðskaga hefur komist í fréttirnar fyrir risastórar öldur sem það hefur mælt. Öldu- mælingardufl við Garðskaga mældi ítrekað öldur yfir 30 metra í óverðrinu sem gekk yfir landið síðdegis þann 7. febrúar og aðfara- nótt mánudags 8. febrúar nú í vetur. Fyrra met í ölduhæð við Ísland var síðan árið 1990 á sama dufli. Ein aldan var svo kröftug að mælirinn sló út en hann mælir mest 40 metra ölduhæð og því óvíst hversu há sú alda var. Heppilegt var að lágstreymt var og sjávarstaða því hagstæð. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Fyrir þetta veður hafði ölduspá gert ráð fyrir að um væri að ræða stóran atburð sem gæti leitt til þess að mjög háar öldur nái landgrunni. Líkur voru á því að ölduhæð gæti náð sömu hæðum og voru mældar þann 9. janúar 1990 þegar Garð- skagaduflið mældi 25 metra háa, staka öldu, sem er sú hæsta sem mælst hefur við strendur Íslands. Þar sem það var lágstreymt og sjávarstaða því hagstæð var fyrirséð að öldur myndu ekki valda miklum skemmdum á mannvirkjum þar sem þær brotna langt fyrir utan grynn- ingarnar. Vegagerðin rekur ellefu öldumæl- ingaduflum í kringum Ísland og einnig vefupplýsingakerfið um veður og sjólag, www.sjolag.is Skipt um öldudufl við Garðskaga – mældi risaöldur í vetur SUÐURNESJABÆR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kirkjum nú rétt fyrir jólin en í ár verða líka tónleikar á Suðurnesjum og er það í fyrsta sinn. Tónleikar verða í Hvalsneskirkju 15. desember kl. 20:00. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í þrjátíu ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jóla- ösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Eydís Franzdóttir, óbóleikari, Hildi- gunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir, fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari, og Sigurður Hall- dórsson, sellóleikari. Á dagskránni verða tvær af perlum Mozarts, Óbókvar- tettinn kv. 370 og hinn margrómaði Klarinettukvintett kv. 581. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarc- tica leikur jólasálminn góða, Í dag er glatt í döprum hjörtum úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónleikarnir eru um klukkustundar langir. Aðgangs- eyrir er 2.500 krónur og frítt fyrir átján ára og yngri. Miðar við innganginn. – í Hvalsneskirkju 15. desember kl 20:00 Mozart við kertaljós 20 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.