Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Tuttugu verslanir og þjónustuaðilar á Suðurnesjum eru með í Jólalukku Víkurfrétta 2022 sem hefst 1. desember en þetta er í tuttuguasta og fyrsta skipti sem Víkurfréttir standa fyrir þessum vinsæla skaf- miðaleik í samvinnu við verslanir og þjónustuaðila í desember. Fimm þúsund og sexhundruð vinn- ingar eru í Jólalukkunni en auk þess verða glæsilegir vinningar dregnir út þrisvar sinnum í desember, m.a. tvö 65“ LG UHD sjónvörp, tvö 100 þúsund króna gjafabréf, þrjú 50 þúsund og tutugu 15 þúsund króna gjafabréf í Nettó appinu. Þá verður dreginn út hótelgisting og kvöld- verður fyrir tvo á Dimond Suites á Hótel Keflavík og hótelgisting og morgunverður á Courtyard by Mar- riott í Reykjanesbæ. Þá má nefnda fleiri veglega vinninga, m.a. pizzaofn frá Nettó, háþrýstidæla frá Múrbúð- inni og jólakonfekt frá Nóa/Síríus og Nettó. Margir veglegir vinningar eru á skafmiðum, m.a. gjafabréf frá Bláa lóninu og Retreat lúxus spa, gjafabréf frá fjölda veitingastaða í Reykjanesbæ, vinsælustu jólabæk- urnar í ár, jólamatur, fimmtíu átta þúsund króna gjafabréf frá tuttugu verslunum og margt, margt fleira. Vinningar eru frá yfir fimmtíu fyrir- tækjum og aðilum á Suðurnesjum. Jólalukkan hefst 1. desember en í þessum vinsæla jólaleik fá viðskipta- vinir tuttugu verslana og fyrirtækja sem bjóða Jólalukku, skafmiða þegar verslað er fyrir 7.000 kr. Listi yfir þá aðila sem bjóða Jólalukku VF má sjá í auglýsingu í blaði vikunnar. Útdrættir verða þrisvar í des- ember og er fólk hvatt til að fara með skafmiða með engum vinningi í kassa sem eru í verslunum Nettó í Reykjanesbæ og Grindavík. Nöfn vinningshafa verða birt í Víkur- fréttum og á vf.is. Fimmþúsund og sex hundruð vinningar frá fimmtíu fyrirtækjum á Suðurnesjum auk veglegra útdráttarvinninga, m.a. tvö 65“ LG sjónvarpstæki, 25 gjafabréf í Nettó appi, 100, 50 og 15 þúsund kr. , gisting á Dimond Suites og á Courtyard by Marriott og háþrýstidæla frá Múrbúðinni. Skafmiðaleikur Víkurfrétta 2022 Jólalukka Sýningu á bátaflota Gríms Karlssonar í Bryggjuhúsi Duus safnahúsa verður tímabundið lokað frá og með 28. nóvember 2022 vegna framkvæmda. Lyfta verður sett í húsið sem mun bæta aðgengi gesta að sýning- unni. Þá hefur bæjarráð Reykja- nesbæjar samþykkt erindi þar sem óskað er eftir að fá að nýta fjárheimildir sem ætlaðar voru í framkvæmdir í Duus Safnahúsum til að styrkja gólf í Bryggjuhúsi svo tryggja megi áframhaldandi sýningarhald þar og aðgengi fyrir alla. Pólsk menningarhátíð Reykja- nesbæjar var haldin með góðum árangri í fimmta sinn dagana 10. til 13. nóvember. Helsta markmið hátíðarinnar er að hvetja íbúa af pólskum uppruna til aukinnar virkni og þátttöku í samfélaginu en einn af hverjum sex íbúum Reykja- nesbæjar hefur pólskt ríkisfang. Annað markmið með pólsku menningarhátíðinni er að lyfta upp menningu þessa stóra hóps og sýna hversu fjölbreyttur hann í raun er. Þetta var í síðasta sinn sem Reykjanesbær stendur fyrir hátíð- inni með þessum hætti og afhendir nú keflið til íbúa. Reykjanesbær vonast eftir áframhaldandi ríkri þátttöku íbúa í hátíðarhaldi sveitar- félagsins, óháð aldri, uppruna, kyni eða öðru. Menningar- og atvinnuráð Reykjanesbæjar þakkar þeim stóra hópi sem kom að skipulagi, undir- búningi og framkvæmd hátíðarinnar. Fyrir hefur legið í nokkurn tíma nauðsyn þess að færa Þjóðbraut, sem liggur á landi GG Bygg sem vinnur nú að uppbyggingu Hlíðar- hverfis II í Reykjanesbæ. GG Bygg hefur undanfarið þrýst á það að vegurinn verði færður. Þjóðbraut er þjóðvegur í þéttbýli og sem slíkur á ábyrgð og forræði Vegagerðar. Reykjanesbæ hafa nú borist svör frá Vegagerðinni um að Þjóðbraut væri mögulega að detta út af lista yfir þjóðvegi í þéttbýli vegna þess að afli sem kemur um hafnir sem tengjast Þjóðbraut, Keflavíkur- og Njarðvíkurhöfn, væri undir þeim mörkum sem Vegagerð setur sér sem viðmið um þjóðvegi í þéttbýli. Vegna tímapressu hefur Guð- laugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfissviðs, lagt til við bæjar- yfirvöld Reykjanesbær að þau kosti þessa framkvæmd og eigi þá kröfu á Vegagerðina þegar tryggt verður að Þjóðbraut verði áfram þjóðvegur í þéttbýli, m.a. vegna uppbyggingar við Njarðvíkurhöfn. Hönnun liggur fyrir og farið er eftir öllum stöðlum sem Vegagerðin gerir til slíkra vega. Þá hefur GG Bygg gefið sveitarfélaginu tölu í verkið þar sem þeir eru með tæki og tól á staðnum. Niðurstöður tilboðs og kostnaðaráætlun var lögð fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar, sem hefur samþykkt erindið og falið sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarstjóra að undirrita samninga við GG Bygg. Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt umsókn BRONS 230 ehf. um rekstur veitingastaðar að Sólvallagötu 2 í Keflavík fyrir sitt leyti með vísan til fyrirliggj- andi umsagna. Umsókn BRONS 230 ehf. var tekin fyrir í erindi Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna umsóknar um leyfi til að reka veitingastað í flokki II. Lagðar voru fram um- sagnir byggingarfulltrúa Reykja- nesbæjar, Brunavarna Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja sem mælir með að Brons ehf verði veitt leyfi til eins árs þar sem óvissa er um grenndaráhrif. Síðasta sinn sem Reykjanesbær stendur fyrir pólskri menningarhátíð Færa Þjóðbraut í Reykjanesbæ sem er að missa titil vegna lítils afla Brons fær leyfi Setja lyftu í Bryggju- húsið og styrkja gólfið JÓLALUKKA VF Í TUTTUGASTA OG FYRSTA SINN Í 20 VERSLUNUM 2 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.