Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 30.11.2022, Blaðsíða 4
w Áratuga reynsla Sjónmælingar Góð þjónusta Linsumælingar Falleg vara Sjónþjálfun Nýjungar í sjónglerjum og tækjum Tímapantanir í síma 420-0077 og á heimasíðu www.reykjanesoptikk.is Fylgdu okkur á Instagram og Facebook @reykjanesoptikk.is Verið velkomin í nýja og glæsilega gleraugnaverslun Margir geta varla hugsað sér jólin án þess að vera með bók í hönd. Stefanía Gunnarsdóttir, forstöðu- maður Bókasafns Reykjanes- bæjar, segir jólatímann alltaf vera skemmtilegan á bókasafninu enda sé mikið um að vera á safninu í kringum jólin. „Allar jólabækurnar koma í hús og lesendur spenntir að fá nýju bækurnar í hendurnar. Einnig njótum við þess að margir nemendur eru að nýta sér aðstöðu safnsins til að lesa undir próf á þessum tíma.“ Í kringum aðventuna er safnið skreytt og jólabókaflóðið hefst, auk þess býður bókasafnið upp á fjöl- breytta viðburði í aðdraganda jóla. „Við reynum að hafa flesta viðburði í lok nóvember eða byrjun desember vegna þess að okkur finnst mikil- vægt að fólk geti notið aðventunnar og tekið því rólega,“ segir Stefanía. Á síðustu árum hefur skapast sú hefð að bókasafnið bjóði upp á jóla- sýningu í Átthagastofu safnsins. „Í ár verður Jóla-kósý en þar má finna jólahús, jólatré og pakka og flottar skreytingar með amerísku ívafi,“ segir Stefanía. Þá vil hún minna á að öll börn í Reykjanesbæ geta fengið frí bóka- safnskort sem má nálgast á safninu. „Við minnum á að lestur góðra bóka er á við bestu núvitund. Við eigum öll bókasafnið saman, það er okkar hlutlausa og trausta rými þar sem allir eiga sinn stað. Ef bæjarbúar vilja fylgjast með því sem er að gerast í bókasafninu, minnum við á vef- síðuna okkar og samfélagsmiðla. Og auðvitað hvetjum við alla til þess að njóta aðventunnar með bók. Gleðileg bókajól,“ segir Stefanía að lokum. Jólasýningar DansKompaní hafa vakið mikla lukku síðustu ár. Nú verður sagan um Pólarhraðlestina sögð í leik, söng og dansi á hátíðar- sýningu DansKompaní þann 3. desember næstkomandi í Andrews Theater. Á Instagram-síðu Dans- Kompaní segir að sýningin verður sú stærsta til þessa en nóg verður af metnaðarfullum dansatriðum. Þá verða haldnar tvær sýningar, annars vegar kl. 11 og hins vegar kl. 16:30, og er miðaverð 3.200 krónur. Miðasala fer fram dagana 30. nóv- ember til 3. desember, nánari upp- lýsingar um tímasetningar og stað- setningu hennar má finna á miðlum DansKompaní. Jólatíminn er skemmtileg- astur í bókasafninu DansKompaní með hraðlest til Norðurpólsins Jóladagskrá Bókasafns Reykjanesbæjar: 1. desember kl. 18:00. Christmas fun – Heimskonur/ Women of the world Heimskonur hittast og halda sinn árlega jólahitting í Bókasafni Reykja- nesbæjar. Boðið verður upp á vöfflur og kakó. 1. desember kl. 20:00. Bókakonfekt 2022 Á Bókakonfekti Bókasafnsins í ár koma rithöfundarnir Úlfar Þor- móðsson, Sigríður Hagalín Björns- dóttir og Jóhann Helgason og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Einnig verður boðið upp á tónlistar- atriði með frá Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar. Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. 2.–16. desember. Þitt nafn bjargar lífi | Aðgerðakort Amnesty International Bréfamaraþon gengur út á það að senda stjórnvöldum, sem brjóta mannréttindi, bréf og þrýsta um leið á umbætur. Einnig eru þolendum mannréttindabrota sendar stuðn- ingskveðjur og þannig minnt á þeim hefur ekki verið gleymt. Tilbúin bréf til stjórnvalda verða til staðar í Bóka- safni Reykjanesbæjar. Bréfamara- þonið stendur til 16. desember og eru allir hvattir til að kíkja við og kynna sér málið. 2.–23. desember. Umhverfisvæn innpökkunarstöð Öllum er velkomið til að nýta til að pakka inn gjöfum fyrir jólin. Við hvetjum ykkur til að huga að um- hverfisvænum aðferðum við inn- pökkunina með því að endurnýta gömul dagblöð, fjölpóst og bækur sem gjafapappír. Allt efni á staðnum. 1.–31. desember. Jóla-kósý í Átthagastofu Bóka- safnsins Þar má finna jólahús, jólatré og pakka og flottar skreytingar með amerísku ívafi. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins. Sjón er sögu ríkari! Kertatónleikar Karlakórs Keflavíkur Karlakór Keflavíkur getur nú á ný boðið upp á sína margrómuðu Kertatónleika á aðventunni. Á söngskránni eru falleg jólalög úr ýmsum áttum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Að þessu sinni mun barnakórinn Regnboga­ raddir, undir stjórn Freydísar Kneifar Kolbeinsdóttur og Arnórs Vilbergssonar, leggja karlakórnum lið. Einsöngur verður í höndum félaga úr karlakórnum. Komið og njótið notalegra tónleika í ljúfri jólastemmningu. Tónleikarnir verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 6. desember og fimmtudaginn 8. desember og hefjast kl. 20:00 bæði kvöldin. Stjórnandi er Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari, og undirleik annast Sævar Helgi Jóhannsson. Miðasala fer fram á Tix.is og við innganginn. Forsala hjá kórmeðlimum og með skilaboðum á fésbókarsíðu Karlakórs Keflavíkur. Miðaverð 3.900 kr. Miðaverð í forsölu 3.500 kr. Góður stuðningur frá Oddfellowfólki Oddfellowfólk á Suðurnesjum af- henti nokkra styrki nú á aðvent- unni til góðra málefna á Suður- nesjum. Oddfellowstúkan Eldey, stúka nr. 18 styrkti Fjölsmiðjuna á Suður- nesjum, Hjálpræðisherinn í Reykja- nesbæ og Krabbameinsfélag Suður- nesja. Oddfellowstúkan Njörður, stúka nr. 13, Oddfellowstúkan Jón forseti, stúka nr. 26, Oddfellow- stúkan Eldey, stúka nr. 18 og Odd- fellowbúðirnar Freyr styrktu sam- eiginlega Velferðarsjóð Suðurnesja. Myndirnar voru teknar í vikunni þegar styrkirnir voru afhentir. 4 // vÍkurFrÉttir á SuðurneSJuM

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.