Rökkur - 01.01.1940, Page 4

Rökkur - 01.01.1940, Page 4
4 RÖKKUR af augum sér „dapurleg ský“, þau er dulið hafi fyrir lienni „liciminn og fremdarljós ný.“ Þjóð- in þurfi að lita í kring um sig í morguns-árinu, ihuga hvar hún sé stödd og hvert henni beri að stefna. Dagur sé upp kominn, húmskýin rofin, sól á fjöllum, vor um alla jörð. Og skáldið spyr: Hver óskar nú lengur á blindninnar bás, að bolast af þrælkun frá tímanna rás? Þjóðin má ekki láta bugast, þó að hún hafi lengi setið í þröngum stakki og illa verið að henni búið. Hún á að rísa á legg, sýna fullan manndóm, heimta rétt sinn, láta afkomöndun- um í té fagurt fordæmi. Hún þarf að láta sér skiljast, að feðranna dáðleysi er barnanna böí og bölvun í nútíð er framtíðar kvöl. „En bót er oss lieitið, ef bilar ei dáð . .. .“ Ef þjóðin sækir rétt sinn í hendur Dönum, von- djörf og samtaka — hinn heilaga rétt frelsis og fullveldis, þá mun vel fara um siðir. Góð- ur málstaður er sigursæll og einhuga þjóð verð- ur alt að vopni: Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannleiks og frelsisins þjónustu gerð. Síðasta erindi þessa prýðilega kvæðis er þannig: Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog, sem vötn þin með straumunum þungu, sem himins þins bragandi norðljósalog og ljóðin á skáldanna tungu. Og aldrei, aldrei bindi þig bönd, nema bláfjötur Ægis við klettótta strönd. Skáld, er svo kveður, verður ekki með orð- um vegið og ekki þagað í hel. Kvæðið „Vor-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.