Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 6
Ég er mjög hugsi yfir þessari framgöngu ríkissáttasemjara. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA Þetta geta verið nokkuð vandræðaleg augnablik. Gísli Einarsson Eftir langa leit að því sem olli nýtilkomnu máttleysi sagna- meistarans Gísla Einarssonar í skrokknum kom í ljós að hann er með taugasjúkdóm sem hrjáir einn af hverri milljón manna. Dæmigert að ég skuli vera þessi eini, segir Gísli sjálfur. gar@frettabladid.is FÓLK Sjónvarpsmaðurinn lands- kunni og einn rómaðasti sögu- maður þjóðarinnar, Gísli Einarsson, tekst nú á við nýja áskorun í lífinu eftir langan og farsælan feril í öllum sínum hlutverkum á sviði og í sjón- varpi. Hann reynir núna afar sjald- gæfan taugasjúkdóm á eigin skinni. „Þessi sjúkdómur hrjáir einn af hverri milljón manna – og það er nú þannig í mínu lífi að ég er yfirleitt þessi eini,“ segir Gísli í nýjasta við- talsþætti Sigmundar Ernis Rúnars- sonar, Mannamáli, sem frumsýndur var á Hringbraut í gærkvöld. Hann varð krankleikans var fyrir fáum árum, en tíma tók að greina nákvæmlega hvað amaði að – og segir Gísli það mega þakka einum margra lækna sem hann hafi gengið til, en sá hafi hreinlega ekki gefist upp fyrr en nafn var komið á meinið. Það reyndist bera skammstöfun- ina PAF (e. Pure Autonomic Failure) og lýsir sér með þeim hætti að blóð- þrýstingur fellur við áreynslu í stað þess að hækka. „Þetta gerir það að verkum að ég verð máttlaus og missi fótanna,“ útskýrir Gísli og bætir við: „Þetta geta verið nokkuð vandræðaleg augnablik.“ Og stundum kalli þetta á mis- skilning, ekki síst á mannamótum þar sem hann er tíður gestur, en til að halda sér uppi þurfi hann oft og einatt að klemma saman fótleggina – og fólk haldi fyrir vikið að hann sé að pissa á sig þegar hið rétta er að hann er að reyna að halda uppi blóðþrýstingnum. Gísli segir dæmigerða sögu af þessum nýju áskorunum í lífi sínu, en einu sinni sem oftar hafi hann verið að stjórna fjölmennri veislu. Hann hafi gengið full til rösklega inn í salinn, í ljósi þessara nýju veikinda sinna sem hann er enn að venja sig við, og fallið fyrir vikið kyllif latur í gólfið frammi fyrir öllum fjöldanum sem horft hafi á stjörnuna hrapa með þessum eftir- minnilega hætti. Eftir fallið hafi veislustjórnin farið fyrir lítið. „Það gilti einu hvaða brandara ég var að reyna að segja. Allir áhorfendur biðu bara eftir því að ég dytti aftur,“ segir Gísli. Eins haldi þetta auðvitað aftur af honum í íþróttum og útivist sem hann hafi unnað alla tíð. Bumbu- boltinn sé að baki, sem að vísu leik- félagar hans kunni að þakka fyrir, jafnt mótherjar sem samherjar, en verra sé með fjallgöngurnar. „Núna er ég lengur upp brekkurn- ar og þarf að fara hægar um,“ segir Gísli sem farið hefur fyrir ferða- félagi sveitunga sinna í Borgarfirði um árabil. „Þetta er auðvitað íþyngjandi, en eitthvað sem ég þarf bara að lifa við,“ bætir hann við, fullra fimmtíu og sex ára í gærdag þegar viðtalið var upphaflega sent út. Viðtalið er endursýnt á Hring- braut í dag, aftur á sunnudag klukk- an 18.30 og aftur 20.30. n Gísli glímir við máttleysi og missir stundum fótanna Ferðabók Gísla slær í gegn Enda þótt Gísli takist nú á við sjaldgæfan taugasjúkdóm af fádæma æðruleysi heldur hann áfram að koma fram sem sjónvarpsmaður, svo og veislustjóri og sögumaður á mannamótum. Fáir dagar eru liðnir frá því hann frumsýndi einleik sinn Ferðabók Gísla – en hvorki Bjarna né Eggerts á Söguloftinu í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þar leggur hann út af mannlýsingum þeirra Bjarna Pálssonar og Eggerts Ólafssonar sem fóru um landið á átjándu öld og drógu upp mynd af landi og þjóð sem reynst hefur einstök heimild um lifnaðar- hætti þjóðarinnar á þeim tíma. Skemmst er frá því að segja að sýning Gísla á Söguloftinu hefur slegið í gegn og er uppselt á næstu sýningar og næsta ljóst að fjölga verður fyrirhuguðum sýningum vegna mikillar að- sóknar. „Það gilti einu hvaða brandara ég var að reyna að segja. Allir áhorfendur biðu bara eftir því að ég dytti aftur,“ segir Gísli um uppákomu við veislustjórn. mynd/hringbraut „Það fyrsta sem við gerðum var að leita til Krafts. Við vitum ekki hvað gerist en njótum þess sem lífið hefur upp á að bjóða“ Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Kaupum kolluna á lifidernuna.is Kolluna upp fyrir okkur og fjölskylduna! ragnarjon@frettabladid.is KjaramáL Ríkissáttasemjari lagði í gær fram miðlunartillögu í von um að höggva á hnútinn í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA). Til- lagan gengur út á að félagar í Eflingu fái sömu kjarabætur og félagar í öðrum stéttarfélögum Starfsgreina- sambandsins og fái launahækkanir afturvirkar frá 1. nóvember rétt eins og önnur félög. Efling og SA hafa verið gagnrýnin á tillöguna og lýsti Ef ling meðal annars yfir vantrausti á ríkissátta- semjara í kjölfar ákvörðunar hans og hafnar einnig lögmæti hennar. Til- lagan hafi verið lögð fram í flýti og án samráðs við Eflingu. Ríkissátta- semjari hefur vísað fullyrðingum Eflingar um ólögmæti á bug en vildi ekki tjá sig um vantrauststillöguna. „Ég er mjög hugsi yfir þessari framgöngu ríkissáttasemjara. Sam- tök atvinnulífsins hafa um áratuga- skeið tala gegn íhlutun ríkisvaldsins í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Það á líka við í þessu tilviki,“ segir Halldór Benjamín Þor- bergsson, framkvæmdastjóri SA, en hann telur að Efling hafi fyrirgert rétti sínum á afturkræfni með því að boða til verkfalla. Ekki náðist í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, við vinnslu fréttarinnar. Félagsmenn Eflingar kjósa um miðlunartillöguna á laugardag og stendur kosning fram á þriðjudag klukkan 17.00. Til að fella tillöguna þarf meira en helmingur atkvæða að vera á móti henni. Einnig þurfa atkvæði sem falla á móti tillögunni að vera fleiri en fjórðungur atkvæða samkvæmt atkvæða- og félagaskrá. Þá mega greidd atkvæði ekki vera færri en 5.153 ef fella á tillöguna. n Efling og SA ósátt við miðlunartillögu Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari tilkynnti miðlunartillögu sína í gær. Fréttablaðið/Ernir helgisteinar@frettabladid.is PaLestína Níu Palestínumenn lét- ust í gær eftir árás ísraelska hersins í bænum Jenín á Vesturbakkanum. Árásin var sú mannskæðasta í Pal- estínu í mörg ár. Að sögn ísraelska hersins höfðu hermenn umkringt byggingu til að handtaka íslamska hryðjuverka- menn sem hygðust skipuleggja stórárásir. Ísraelski herinn hefur sótt hart að meintri hryðjuverka- starfsemi síðan í apríl á seinasta ári. Forseti Palestínu hefur hins vegar ásakað herinn um fjöldamorð, en Jenín hefur verið miðpunktur fyrir ítrekuð átök undanfarna mánuði. Meira en 150 Palestínumenn létu lífið á Vesturbakkanum árið 2022 og voru nær allir drepnir af ísraelska hernum.. n Níu létust eftir árás Ísraela í Palestínu Forseti Palestínu ásakar herinn um fjöldamorð. 6 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 27. jAnúAR 2023 fÖStUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.