Fréttablaðið - 27.01.2023, Page 29

Fréttablaðið - 27.01.2023, Page 29
Í öllu falli verður einhver látinn hverfa! Ég er enn þá í fullu fjöri, þótt þetta sé kannski ekki eins rokkað. Þetta verður töluvert lágstemmdara en í gamla daga. Músíkin er lífið, að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR. Hann hittir reglulega gamla vini úr hljóm- sveitabransanum og er kominn í nýja grúppu. gar@frettabladid.is „Þetta er mjög gott meðal við öllu álaginu sem fylgir verkalýðshreyf- ingunni,“ segir Ragnar Þór Ingólfs- son, formaður VR, sem á morgun tekur upp tvö lög með nýju hljóm- sveitinni Fjöllum. Frá unga aldri hefur Ragnar Þór verið í ýmsum hljómsveitum. „Ég var að hitta gamla félaga sem voru að spila saman í gamla daga fram- sækið og metnaðarfullt rokk,“ segir hann um nýlegan fund sinn með meðlimum hljómsveitarinnar Los. „Þetta er gamall vinahópur sem reynir að hittast reglulega og rifja upp gamla takta en síðan er ég í ann- arri hljómsveit sem er að fara að taka upp tvö ný lög sem væntanlega verða gefin út með vorinu,“ segir Ragnar Þór og á þar við hljómsveitina Fjöll. „Við erum að fara í upptökur um helgina að taka upp ný lög með nýrri hljómsveit. Ég er enn þá í fullu fjöri, þótt þetta sé kannski ekki eins rokkað. Þetta verður tölu- vert lágstemmdara en í gamla daga – og vonandi aðgengilegra,“ svarar Ragnar Þór kíminn spurður hvers kyns tónlist verði þar á ferð. Ragnar Þór kveðst hafa leikið á flest hljóðfæri. „En trommurnar eru mitt aðal. Ég er trommari í þessari hljómsveit og trommaði í þeim hljómsveitum sem ég var í sem ungur maður,“ segir hann. Aðspurður segir Ragnar Þór lög Fjalla ekki vera verkalýðssöngva enda spilamennskan ekki tengd verkalýðshreyfingunni sérstaklega. „Ég held að þetta sé meira það sem maður hefur ástríðu fyrir að gera, sem er að spila,“ svarar Ragnar Þór og ítrekar það sem hann sagði áður um góð áhrif þess að spila á hljóðfæri og vera í hljómsveit. „Það er gott að dreifa huganum í áhuga- málunum. Það gefur mér mikið.“ Ragnar Þór semur ekki lögin sem Fjöll flytja. „Ég hef verið minnst í því að semja en við erum saman í því að útsetja og ég slæ taktinn,“ segir trommuleikarinn. Frá unglingsaldri var Ragnar Þór í hljómsveitinni Guði gleymdir sem síðar varð hljómsveitin Los, nefnd eftir einu laga Guði gleymdra. Sú hljómsveit gaf að hans sögn út sitt fyrsta lag 1993. „Það sem Los var að gera finnst mér alltaf stórskemmti- legt. Þetta nýja er aðeins rólegra.“ Sú mynd sem oftast er dregin upp af Ragnari Þór segir hann oft litaða af togstreitu og átökum, og Verkalýðsleiðtoginn heldur takti og tekur upp ný lög Góðir vinir úr hljómsveitinni Los hittast reglulega og telja í lag. Myndir/AðsendAr Astro frá Sel­ fossi var til umfjöllunar í Morgunblaðinu og kvaðst leika létt rokk, undir áhrifum frá Bubba Mor­ thens meðal annarra. Ungi trommar­ inn kominn í gang. Nýskriðnir úr grunnskóla og Guði gleymdir. Meðlimir hljómsveitarinnar Fjalla. Ragnar Þór Ingólfsson annast taktinn. toti@frettabladid.is Lárus Blöndal, Lalli töframaður, frumsýnir nýtt íslenskt barna- leikrit, Magic Show með Lalla töframanni, í Tjarnarbíói á sunnu- daginn og telur óhætt að tala um einstakt sviðsverk á Íslandi. Sýn- ingin sé nefnilega f lutt án orða og hentar þannig öllum börnum, óháð uppruna eða móðurmáli. „Lagt var upp með að nota undraheim töfra og töfrabragða til að skapa hrífandi barnaverk í lengd sem hentar yngri leikhús- gestum og tengir þau saman,“ segir Lalli og bendir á að verkið sé í eðli sínu þannig að heyrnarlaus börn og þau sem ekki skilji íslensku fái nákvæmlega sömu leikhússupp- lifun og allir hinir krakkarnir. Lalli er sjálfur í aðalhlutverkinu en nú verður þvottabjörninn Ringó með honum á sviðinu í fyrsta skipti. Hann segir að saman muni þeir heilla áhorfendur, unga sem aldna, með gríni, gleði og töfra- brögðum og útilokar hann ekki að Ringó verði jafnvel sagaður í sund- ur. Nema náttúrlega að Ringó sagi Lalla í sundur. „Í öllu falli verður einhver látinn hverfa!“ segir Lalli. „Sýningin hentar svo sannarlega allri fjölskyldunni,“ segir Lalli sem heldur miðaverði í lágmarki til þess að „auðvelda barnafólki að hópast í leikhúsið og sparka duglega í verð- bólgudrauginn í leiðinni.“ Þá bendir hann á að aðgengi að Tjarnarbíói sé mjög gott fyrir þau sem notast við hjólastól og notist leikhúsgestur við NPA þurfi ekki að greiða fyrir miða aðstoðarmann- eskjunnar. „Það má því sannarlega velta því fyrir sér hvort Lalli töframaður hafi hér búið til aðgengilegustu barna- sýningu Íslandssögunnar og þótt víðar væri leitað.“ n Lalli og Ringó töfra fram einstaka barnasýningu Sagar Lalli Ringó eða sagar Ringó Lalla? Mynd/Aðsend ef till ekki að ástæðulausu þegar menn eru í mikilli baráttu. „En síðan er raunveruleikinn oft og tíðum annar. Það er að minnsta kosti ekki þannig með mig að það sé togstreita og leið- indi í kring um vinina. Þeir sem lifa og hrærast í músíkinni vita að hún er lífið, það sem gefur lífinu gildi og gleði.“ n Samningar þvælast ekki fyrir Ragnari Þór þegar hann lemur húðir með Fjöllum. FRéttabLaðið lífið 2527. janúaR 2023 fÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.