Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 26
Bozzini kvartettinn kom fram á opnunartónleikum Myrkra músíkdaga í Norðurljósum í Hörpu. Mynd/Aðsend TónlisT Myrkir músíkdagar Verk eftir Cassöndru Miller, Tanyu Tagaq og Önnu Þorvaldsdóttur Bozzini kvartettinn lék norðurljós í Hörpu Jónas Sen Kona nokkur meðal áheyrenda rétt fyrir tónleika í Norðurljósum á þriðjudagskvöldið spurði mig: „Hvað erum við að fara að hlusta á?“ Ég yppti bara öxlum. Þetta voru upphafstónleikar Myrkra músík- daga. Eins og venjulega samanstóð efnisskráin af óþekktum verkum eftir samtímatónskáld, að þessu sinni erlendum að meirihluta. Hið furðulega var ekki það, heldur að engin tónleikaskrá fylgdi herleg- heitunum. Maður gat ekkert lesið um fyrirhugaðar tónsmíðar, sem þó hefði verið einstaklega gagnlegt í ljósi aðstæðna. Tónleikaskráin er oft mikilvægur hluti af upplifuninni. Á heimasíðu Myrkra músíkdaga var hægt að fræðast um heiti verk- anna á efnisskránni, auk þess sem lesa mátti um flytjandann – að vísu á ensku – sem var Bozzini kvartett- inn. Hann virðist eiga uppruna sinn í Kanada og einbeitir sér að tilrauna- kenndri tónlist. Fyrir það hefur hann fengið margar viðurkenningar. Hægur fuglasöngur Fyrsta atriði tónleikanna var Warblework eftir Cassöndru Miller. Innblástur tónskáldsins var fugla- söngur sem hægt hafði verið á. Það var frekar þunnur þrettándi. Tónmálið var framandi, mjög við- kvæmt með alls konar fíngerðum blæbrigðum. Þau voru ekki sérlega vel útfærð af fjórmenningunum, sem ef til vill voru ekki almennilega komnir í gang. Samspilið var nokkuð hrjúft og alls konar einleiksstrófur voru á tíðum býsna klunnalega leiknar. Framvindan í tónlistinni var lítt spennandi, fátt gerðist í henni. Hún virtist aðallega samanstanda af kyrr- stöðu þar sem undarlegar laglínur og hendingar fóru í hringi. Heildar- myndin var óneitanlega klén, hálf- gerð kulnun satt best að segja. Manísk og grípandi Næst á dagskrá var Sivunittinni eftir Tanyu Tagaq, en það ku þýða „þeir sem tilheyra framtíðinni“ á ein- hverju óþekktu tungumáli. Lítinn annan fróðleik var að finna á netinu um tónsmíðina, en ánægjulegt er að geta þess að hún kom miklu betur út en hin fyrri. Stemningin var þráhyggjukennd, ýmist manísk eða innhverf og íhug- ul. Framvindan var spennuþrungin og markviss, hápunktar glæsilegir og grípandi. Flutningurinn hér var tals- vert betri; kannski fannst hljóðfæra- leikurunum tónlistin skemmtilegri. Mun meiri áfergja var í túlkuninni, meiri innlifun og einbeiting. Flæði og sundrung Síðast á dagskránni var Enigma eftir Önnu Þorvaldsdóttur, sem var frum- flutt á Listahátíð í Reykjavík fyrir nokkru. Tónlistin var afar dökk, einkenndist ýmist af flæði og sundr- ungu, og djúpri undiröldu sem virtist alsett skuggum á sífelldri hreyfingu. Þetta var nokkuð framandi í byrjun, og kannski ekki svo sjarmerandi. En síðan greip seiðurinn og maður ein- hvern veginn sökk ofan í trans sem erfitt var að slíta sig úr. Ómurinn af honum lifði lengi í huganum eftir tónleikana. Bozzini kvartettinn lék verkið vel, túlkunin var lifandi og samspilið nákvæmt. Stígandin í flutningnum stigmagnaðist eftir því sem á leið og margir æsandi hápunktar voru til- komumiklir. Þetta var svo sannar- lega flott. n niðursTaða: Áhugaverðir tón­ leikar, en misgóðir. Skuggar á sífelldri hreyfingu Tékknesku sýningarstjór- arnir Tereza Jindrová og Eva B. Riebová sameina ólíka menningar heima og ólíkar þekkingaraðferðir á sýning- unni Brot af annars konar þekkingu í Nýlistasafninu. Sýningin Brot af annars konar þekk- ingu var opnuð í Nýlistasafninu í gær en um er að ræða samsýningu á verkum tékkneskra og íslenskra listamanna í sýningarstjórn Terezu Jindrová og Evu B. Riebová í sam- starfi við List án landamæra. Sýn- ingin er lokaafurð listræna rann- sóknarverkefnisins Annars konar þekking sem Tereza og Eva hafa staðið að undanfarin þrjú ár og samanstendur af völdum verkum úr tíu sýningum sem settar voru upp í galleríinu MeetFactory í Prag. Eva: „Verkefnið hófst þegar Tereza hóf störf með mér sem sýn- ingarstjóri í MeetFactory galleríinu. Við ákváðum að hafa eitt heildar- þema sem myndi hjálpa okkur að leiða dramatúrgíuna í sýningar- salnum. Þemað sem við völdum er Annars konar þekking og á þremur árum settum við upp tíu sýningar innan þess þema.“ Tereza: „Við höfðum áhuga á eðli þekkingar og rökhugsunar. Við erum alin upp í evrópskri nútíma- menningu þar sem maður gengur í skóla þar sem maður lærir stað- reyndir og er kennt að það sé gott að vera rökhugsandi manneskja. Að það sé mannlegt eðli að vera skyn- samur og nota rökhugsun. Það sem við höfum áhuga á er að skoða bak við þetta og finna lærdóm og þekk- ingaraðferðir sem byggjast á ólíkum sjónarmiðum og aðferðum en stað- reyndum og vísindum.“ Vilja ekki dæma rökhugsun Að sögn Evu og Terezu var markmið verkefnisins Annars konar þekking að sækja í aðra möguleika en skyn- semistrúna sem hefur ráðið ríkjum í nútímamenningu Evrópubúa undanfarna áratugi og aldir. Tereza: „Þemun sem við rann- sökum og könnuðum í gegnum þessar tíu sýningar í röðinni voru til dæmis líkaminn sem uppspretta reynslu og þekkingar, skilningarvit- in eru til dæmis uppspretta beinna upplifana, ævintýri og ferðalög á afskekktar slóðir, andleg málefni og trúarbrögð, breytt ástand vitundar og margt f leira. Ein undantekning sem við vinnum með er gervigreind. Við buðum hópi af gesta-sýningar- stjórum að taka þátt í þessari til- teknu sýningu af því við Eva erum ekki sérfræðingar á þessu sviði. Gervigreind er auðvitað eins konar öfga-rökhugsun og að vissu leyti ómanneskjuleg.“ Eva tekur þó fram að mark- mið verkefnisins hafi ekki verið að afneita rökhugsun. Eva: „Við vildum ekki dæma rök- hugsun úr leik eða vísindin sem tengjast henni heldur frekar kanna önnur svið og setja þau á sama stall. Í textanum okkar kemur fram að rökhugsun er eitthvað sem helst gjarnan í hendur við kúgun á borð við feðraveldið, nýlendustefnu, neysluhyggju og fleira. Við erum að leggja fram femíníska og félagslega heimssýn í von um að það muni á einhvern hátt þenjast út fyrir veggi gallerísins.“ Spenntar að sjá viðbrögðin Spurð um hvernig það hafi komið til að þær ákváðu að koma með verk- efnið til Íslands segir Tereza að þær Eva hafi sótt um styrk úr Uppbygg- ingarsjóði EES sem er fjármagnaður af Íslandi, Noregi og Liechtenstein og þegar þær hafi verið að leita sér að samstarfsaðilum hér á landi hafi þær komist í kynni við List án landa- mæra. Tereza: „Við erum mjög spenntar að sjá hver viðbrögðin verða frá heimamönnum. Sýningin saman- stendur af tveimur lögum. Eitt er að við erum að sýna verk tékkneskra listamanna með verkum íslenskra List handan rökhugsunar Tereza Jindr­ ová og Eva B. Riebová ásamt dóttur Terezu sem var einkar hrifin af lista­ verkunum á sýningunni. FréttAblAðið/ Anton brink Sýningin Brot af annars konar þekkingu er lokaafurð rann­ sóknarverkefnis sem Tereza og Eva hafa staðið að samanstend­ ur af völdum verkum úr tíu sýningum sem settar voru upp í galleríinu Meet­ Factory í Prag. Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is listamanna. Það var okkur ekki aðeins mikilvægt að koma með utanaðkomandi raddir heldur vildum við líka eiga í samtali við íslenska listamenn búsetta í Reykja- vík. Mér finnst það dýrmætt að lista- menn frá þessum tveimur löndum séu að mætast hér. Síðan höfum við líka mikinn áhuga á því hvernig áhorfendur muni skynja þemað sem brot af annars konar þekkingu.“ Ánægðar með samstarfið Tereza bætir því við að augljóslega hafi þær Eva aðeins getað sýnt brot af listaverkunum sem sýnd hafa verið á vegum verkefnisins Annars konar þekking en hún hvetur þó áhorfendur til að kynna sér verk- efnið nánar auk þess sem vegleg sýningarskrá verður gefin út á bók á næstu vikum. Eva: „Við erum meðvitaðar um að sýningin er mjög samþjöppuð og umfangsmikil og ég er mjög for- vitin um hvort boðskapurinn muni skila sér. Ef hann gerir það ekki þá er ég samt sannfærð um að við höfum sýnt ýmis mjög sterk sjálfstæð verk. Þannig að jafnvel þótt það sé stiklað á stóru af mestmegnis tékkneskum listamönnum sem hafa aldrei sýnt áður á Íslandi þá held ég að þetta sé góð sýning til að gefa áhorfendum forsmekk af verkefninu.“ Tereza: „Við viljum líka ítreka að við erum mjög ánægðar með sam- starfið við íslensku listamennina og listamennina sem tengjast List án landamæra. Það var mjög gefandi fyrir okkur að fá tækifæri til þess að kynnast íslenskri list og því sem íslenskir listamenn eru að fást við.“ Listamennirnir sem taka þátt í sýningunni eru Adéla Součková, Aleksandra Vajd, Anetta Mona Chişa, Claire Paugam, David Escal- ona, Eva Koťátková, Guðjón Gísli Kristinsson, Guðrún Bergsdóttir, Juliana Höschlová, Julie Béna, Marie Lukáčová, Michael Nosek, Rósa Gísladóttir, ScreenSaverGallery, Sindri Ploder, Tomáš Javůre og Vla- dimír Turner. n 22 menning FRÉTTABLAÐIÐ 27. jAnúAR 2023 FÖSTUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.