Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 17
Reksturinn er ekki alltaf dans á rósum. Ég geng í öll verk sjálf, held utan um lagerinn og bókhaldið og tek við- skiptaákvarðanir. Magnavita-námið hefur farið mjög vel af stað í samstarfi við Opna háskólann í HR og félagið undirbýr frekari sókn. Mikið er undir, því fjölgun æviára fólks sem nýtur lífsins, heilbrigt og hraust, er mikilvægt markmið fyrir sam- félagið í heild. Guðfinna Sesselja Bjarnadóttir Guðfinna Sesselja Bjarna- dóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík og stofnandi og framkvæmda- stjóri LC Ráðgjafar, hlaut þakkarviðurkenningu FKA við hátíðlega athöfn í gær. starri@frettabladid.is „Viðurkenning FKA gleður mig mjög,“ segir Guðfinna. „Með viður- kenningum sínum varpar FKA ljósi á mikilvægi fjölbreytileika atvinnulífsins. Mér verður sérstak- lega hugsað til þeirra frumkvöðla sem stóðu að kvennafrídeginum á Íslandi 24. október 1975. Þá var ég stödd á Lækjartorgi ásamt 25 þúsund manns og þakkaði í hug- anum þessum hugrökku konum fyrir að greiða götuna fyrir allar konur á Íslandi. Næstum hálf öld er liðin síðan þá og mörgu hefur miðað í jafnréttisátt. Þó eigum við enn gríðarlega langt í land.“ Hún segir það mikinn heiður að komast á lista þeirra kvenna sem hafa hlotið sömu viðurkenn- ingu undanfarin ár. „Ég horfi með aðdáun til allra þeirra sem á undan fóru, bæði þeirra sem hlotið hafa viðurkenninguna og annarra sem vörðuðu leiðina.“ Guðfinna var fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík (HR) og gegndi þeirri stöðu í tæp níu ár. Þar áður rak hún eigið ráðgjafarfyrir- tæki sem upphaflega hét LEAD Consulting en heitir nú LC Ráðgjöf. Þar hefur hún starfað eftir að tveggja ára þingmennsku hennar lauk 2009. Afdrifaríkt verkefni Árið 1996 útskrifaðist Guðfinna með BA-próf í sálfræði frá Háskóla Horfi með aðdáun til þeirra sem á undan fóru Guðfinna Sess­ elja Bjarnadóttir var fyrsti rektor Háskólans í Reykjavík. Hún hlaut þakkar­ viðurkenningu FKA í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Gracelandic er einstakt kvenfatamerki sem byggir á sjálfbærum lífsstíl og ein- faldleika. Eigandi merkisins, Grace Achieng, hlýtur hvatn- ingarviðurkenningu FKA og segir þau einstakan heiður. jme@frettabladid.is „Vörulína Gracelandic byggir á einfaldleika og praktík og gerir konum kleift að líða vel, líta vel út og að taka samfélagslega ábyrgð. Línan er hönnuð þannig að hægt sé að raða fatnaði og fylgihlutum saman eftir eigin höfði, smekk og tilefni. Hún byggir undir persónu- legan stíl í stað þess að ýta undir þörfina fyrir að eiga fullan skáp af fötum fyrir ólík tilefni,“ segir Grace Achieng, eigandi og framkvæmda- stjóri Gracelandic netverslunar. Grace er fædd og uppalin í Kenía og lagði stund á markaðsfræði við háskóla í Mombasa áður en hún flutti til Íslands árið 2010. Draumar geta ræst „Það er heiður að hljóta hvatn- ingarviðurkenningu FKA. Hún sýnir að allt sem ég hef lagt á mig hefur verið þess virði. Ef kona af afrískum uppruna, með tak mark- aða íslenskukunnáttu, getur látið drauminn rætast á Íslandi eru ungum stelpum og konum í þessu samfélagi allir vegir færir. Þetta snertir mig dýpra en ætla má. Ég minnist þess þegar ég sat sem lítil stelpa fyrir framan húsið mitt í Kisumu í Kenía og fylgdist með fólki ganga fram hjá, í fínum fötum sem móðir mín hafði ekki efni á. Mig dreymdi um svona fín föt þegar ég yrði eldri. Í kvenna- skólanum í Kisumu sparaði ég peninginn sem ég fékk fyrir mat og í rútuna, keypti notuð föt á flóa- markaði og seldi skólafélögunum. Ég vissi þarna að ástríða mín væri að láta konur líta vel út og líða vel. Í stuttu máli sagt þýðir þetta að draumar geta svo sannarlega ræst. Gracelandic hefur verið draum- ur minn síðan ég var sex ára, þegar frænka mín gaf mér kjól sem ég dáðist að. Gracelandic er tilfinning. Ég gleymi því aldrei hvernig mér leið þegar ég klæddi mig í kjólinn. Hann gaf mér ofurkraft og ég fann það að ég var til og ég mátti vekja athygli. Ef til vill er það erfitt fyrir þau sem hafa alltaf getað keypt föt, að átta sig á því hve mikil áhrif fötin sem við klæðumst, hafa á sjálfsmynd okkar og vellíðan. Þetta er tilfinningin sem ég leitast eftir að veita viðskiptavinum mínum.“ Stökk út í óvissuna Þegar Grace flutti til Íslands vildi hún starfa við tískugeirann, en fékk enga slíka vinnu. Hún gafst þó ekki upp á draumnum. „Ég keypti mér saumavél og efni og byrjaði að læra fatasaum á netinu. Einnig fór ég á námskeið þar sem ég lærði meðal annars að sníða. Þetta hjálpaði mér að koma flíkunum sem ég hannaði á framfæri og árið 2015 saumaði ég mína eigin línu fyrir tískusýningu,“ segir Grace. Árið 2020 stofnaði Grace Grace- landic með lítið annað á milli handanna en ástríðu og ákafa. „Ég fór í námskeið í vefsíðugerð hjá Udemy og YouTube varð minn besti vinur. Einnig tók ég námskeið hjá Promennt og gerði markaðsrann- sóknir. Ég aflaði mér upplýsinga um tískuiðnaðinn og lærði um sjálfbæra tísku og „slow fashion“. Svo tók ég námskeið í því að stofna tískufyrirtæki.“ Næsta skref var að finna fram- leiðanda í miðjum Covid-faraldri. „Það var ógnvekjandi að treysta einhverjum sem ég þekkti ekkert fyrir aleigunni. En ég setti allt sem ég átti í þetta og það borgaði sig.“ Mikil en gefandi vinna „Það er mikil vinna að reka hönn- unarmerki á Íslandi, sérstaklega þegar maður er í því einn og reiðir sig ekki á fjárfesta við fjármögnun. Ég ákvað það snemma, því ég vil stýra hönnuninni og fyrirtækinu sjálf. Ég vil taka þátt í að byggja upp fyrir komandi kynslóðir og brjóta upp hringrás fátæktar. Reksturinn er ekki alltaf dans á rósum. Ég geng í öll verk sjálf, held utan um lagerinn og bókhaldið og tek viðskiptaákvarðanir. Ég skrifa líka mitt eigið blogg og vitna einn- ig töluvert í aðra. Ég reiði mig líka á teymi fólks sem ég vinn ýmist með eða útvista verkefnum til. Þetta er svo ótrúlega gefandi að ég myndi ekki vilja hafa þetta öðru- vísi. Ég ræð líka tíma mínum sjálf og get unnið nánast hvaðan sem er.“ Vekur athygli Gracelandic laðar að sér áber- andi viðskiptavini sem klæðast f líkunum við ýmis tilefni. „Eliza Reid forsetafrú klæddist Grace- landic þegar Friðrik, krónprins Danmerkur, mætti á Bessastaði. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir utanríkisráðherra gerði það einnig þegar hún hitti forseta Bandaríkjanna, Joe Biden. breska Vogue-tímaritið hefur fjallað um okkur oftar en einu sinni og vakti athygli á hönnunarmerkinu erlendis. Ég stefni á að gera Grace landic að alþjóðlegu fata- merki og er rétt að byrja,“ segir Grace. n Nánari upplýsingar um Grace­ landic og vörurnar má finna á gracelandic.com. Veðjaði á ástríðuna og draumurinn rættist Grace ákvað það snemma að reiða sig ekki á fjárfesta við fjármögnun. Hún vildi stýra hönnuninni og fyrirtækinu sjálf, taka þátt í að byggja upp fyrir komandi kynslóðir og brjóta upp hringrás fá­ tæktar. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Íslands. Hún lauk síðar MA-prófi í sálfræði frá West Virginia Univer- sity í Bandaríkjunum og doktors- námi í atferlisfræði frá sama skóla, með áherslu á stjórnun. Í doktorsnáminu vann hún meðal annars ráðgjafarverkefni með verkfræðideild háskólans samhliða rannsóknum í atferlis- fræði. „Nokkur verkefni voru afar lærdómsrík á Bandaríkjaárunum þar sem ég vann meðal annars verkefni fyrir GE, Pratt & Whitney Aircraft Engines, One Valley Bank og Regions Financial Corporation.“ Að námi loknu, árið 1991, stofnaði Guðfinna ráðgjafar- fyrirtækið LEAD Consulting og átti fyrsta verkefnið eftir að vera afdrifaríkt. „Það vann ég fyrir One Valley Bank en verkefnið stóð yfir í fjögur ár. Bankinn vann til fjölda verðlauna fyrir verkefnið sem snerist um stefnumiðaða stjórnun, innleiðingu stefnunnar, liðsheild, verkefnastýringu og öflugar eftir- fylgni-leikfléttur.“ Meðal verðlauna voru National Organizational Excellence Award 1993 sem AQP veitti einu þjónustu- fyrirtæki í Bandaríkjunum á ári. „Þessi verðlaun ásamt fleirum urðu til þess að ekki þurfti mikið að auglýsa LEAD Consulting. Verkefnin í kjölfarið urðu því mörg hver viðamikil og spennandi.“ Einblínt á uppbyggingu og nýsköpun Á vormánuðum 1998 tók Guð- finna við starfi rektors HR sem hún segir hafa verið ótrúlega spennandi og skemmtilegt verk- efni. „Þar sem ég var fyrsti rektor skólans einkenndist starfið eðli- lega af uppbyggingu og nýsköpun. Skólanum voru sett skýr leiðarljós og framtíðarsýn sem að mestu hefur gengið eftir. Sýnin var að HR yrði árið 2020 einn af þessum litlu háskólum í heiminum sem væri alþjóðlega viðurkenndur fyrir framúrskarandi kennslu og rannsóknir.“ Samkvæmt úttekt Times Higher Education hafa draumar hennar um HR ræst. „Skólinn var árið 2020 til dæmis í fyrsta sæti allra háskóla heims varðandi tilvitnanir í rann- sóknir, þannig að árangurinn er í raun framar vonum. Árangurinn er að mínu mati vegna skýrrar stefnu, starfsfólks, stúdenta, bak- hjarla skólans, erlends samstarfs og þess andrúmslofts og aðbún- aðar sem hefur tekist að skapa innan skólans.“ Þriðja æviskeiðið spennandi Guðfinna verður 66 ára síðar á árinu og gerir sér vonir um að eiga mörg ár eftir á vinnumarkaði. „Ég hef sem dæmi, ásamt Benedikt Olgeirssyni og Sigríði Olgeirs- dóttur, stofnað félagið Magnavita eða „magnað líf“. Tilgangur félags- ins er að fræða fólk og upplýsa um hvernig fjölga má spennandi og heilbrigðum æviárum fólks á þriðja æviskeiði. Magnavita-námið hefur farið mjög vel af stað í sam- starfi við Opna háskólann í HR og félagið undirbýr frekari sókn. Mikið er undir, því fjölgun æviára fólks sem nýtur lífsins, heilbrigt og hraust, er mikilvægt markmið fyrir samfélagið í heild og fyrir hvern og einn einstakling og fjölskyldur þeirra.“ n ALLT kynningarblað 3FÖSTUDAGUR 27. janúar 2023

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.