Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 20
100
Síðasti leikur Gunn
hildar fyrir Orlando
Pride var hundraðasti
leikur hennar sem
atvinnukonu í Banda
ríkjunum.
5
Af 79 landsleikjum
kvennalandsliðsins
síðustu sjö ár hefur
Gunnhildur komið
við sögu í 74 leikjum
og því aðeins misst af
fimm.
7
Fjórtán mörk Gunn
hildar fyrir landsliðið
hafa komið í sjö mis
munandi löndum.
4
Gunnhildi vantar fjóra
leiki til að verða þrett
ánda konan sem nær
hundrað landsleikjum
fyrir Íslands hönd.
3
Gunnhildur hefur
leikið í þremur
heimsálfum, Eyjaálfu,
Evrópu og Norður
Ameríku.
14
Gunnhildur var aðeins
fjórtán ára þegar hún
lék fyrsta leik sinn í
efstu deild fyrir tuttugu
árum.
Tilkynnt var fyrr í vikunni að
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
væri komin aftur í uppeldis-
félag sitt, Stjörnuna, eftir tíu
ár í atvinnumennsku. Gunn-
hildur kemur sátt heim.
kristinnpall@frettabladid.is
Fótbolti „Ég er mjög ánægð með
þessa niðurstöðu. Ég átti eitt ár eftir
af samningi mínum úti í Orlando og
var búinn að hugsa um þetta í smá
tíma en mér fannst þetta rétta tíma-
setningin til að koma heim. Ég er
algjör Stjörnukona, Garðbæingur,
og það var alltaf á áætlun að enda
ferilinn í Stjörnunni,“ segir Gunn-
hildur Yrsa Jónsdóttir, spurð út í
skrefið að koma heim og semja við
uppeldisfélagið eftir tíu ár í atvinnu-
mennsku. „Ég er ekkert að yngjast,
svo að ég held að þetta sé rétta tíma-
setningin.
Ég er orðin of boðslega spennt
fyrir því að klæðast Stjörnutreyj-
unni aftur. Ég átti nú ekki von á því
að vera svona lengi úti, og er ótrú-
lega stolt og sátt með ferilinn minn
en núna er kominn tími á að spila
fyrir uppeldisfélagið á ný. Þetta er
draumur að rætast.“
Gunnhildur sem lék fyrsta leik
sinn fyrir Stjörnuna á fimmtánda
aldursári segist ekki hafa hugsað
um að leggja skóna alfarið á hilluna
því hún átti eftir að spila aftur fyrir
Garðbæinga.
„Nei, ég hugsaði aldrei þannig
séð að ég myndi leggja skóna núna
á hilluna,“ segir Gunnhildur þegar
hún er spurð hvort það hafi komið
til greina. „Innst inni vissi ég að ég
vildi spila aftur fyrir Stjörnuna á
einhverjum tímapunkti, hvenær
sem það yrði. Ég hugsaði þetta
vandlega og fann að þetta var rétti
tímapunkturinn og ég næ von-
andi tveimur tímabilum hér,“ segir
Gunnhildur sem segir að ferðalögin
í bandarísku deildinni hafi verið
farin að taka sinn toll.
„Síðustu ár hafa einkennst af
miklum ferðalögum, bæði með
félagsliði og landsliði og ég fann að
líkaminn varð þreyttur. Ég fann að
ég vildi fara í deild þar sem væri ekki
jafn mikið af ferðalögum.“
Hún segir það skemmtilega við-
bót að fá að taka þátt í undankeppni
Meistaradeildarinnar í haust.
„Það er algjör bónus að fá að
keppa í Meistaradeildinni en það
sýnir hvað þetta er frábær hópur.
Það var engin tilviljun að þær lentu
í öðru sæti í fyrra. Þetta er frábær
hópur, bæði góðir leikmenn og
þjálfarar sem hafa gert virkilega
vel,“ segir Gunnhildur sem hefur
ávallt fylgst með úrslitum hjá
Stjörnunni. „Ég hef alltaf fylgst með
Stjörnunni síðan ég fór út. “
Síðasti leikur Gunnhildar fyrir
Orlando Pride í NWSL-deildinni
reyndist hundraðasti leikur hennar
í atvinnumennsku vestanhafs en
hún lék 52 leiki með Utah Royals
áður en henni var skipt til Orlando.
Hún tekur undir að það sé merki-
legur áfangi að ná hundrað leikjum
í jafn sterkri deild.
„Mér finnst þetta stórt afrek og
þegar ég tilkynnti Orlando að ég
væri að fara gáfu þeir mér treyju
með númerinu hundrað aftan á
sem er sérstök minning. Ég vissi í
raun ekki af þessu fyrr en eftir að
leikurinn var búinn en ég er ánægð
með að hafa náð þessu þó að það
falli niður tímabil þarna í Covid.
Svo er eftirminnilegt fyrsta tíma-
bilið í Utah þar sem ég spilaði fyrstu
leiki félagsins,“ segir Gunnhildur
þegar talið berst að eftirminni-
legum stundum í NWSL-deildinni.
Þá kynntist Gunnhildur eiginkonu
sinni, kanadíska markverðinum
Erin McLeod, á þessum tíma og lék
í tvö ár með henni í Orlando Pride.
„Við kynntumst þegar hún var að
spila í Svíþjóð og það var frábært
að fá að spila með henni í tvö ár,“
segir Gunnhildur sem segir að það
geti verið að Erin leiki með íslensku
liði í sumar. Erin lék átta leiki með
Stjörnunni árið 2020.
Gunnhildur sem lék alla leiki
Íslands á Evrópumótinu segist ekki
Rétti tíminn til að
koma aftur heim
Gunnhildur
Yrsa lék alla þrjá
leiki Íslands á
Evrópumótinu á
Englandi síðasta
sumar.
Fréttablaðið/
Ernir
Gunnhildur
hefur leikið 127
leiki í efstu deild
á Íslandi og varð
Íslandsmeistari
með uppeldis-
félagi sínu árið
2011.
Mynd/Stjarnan
ætla að leggja landsliðsskóna á hill-
una.
„Ég er ekki á þeim stað. Það er
alltaf gríðarlegur heiður að vera
valin í landsliðið og það hefur verið
í forgangi á mínum ferli. Um leið
er þetta góður tímapunktur til að
gefa yngri leikmönnunum tæki-
færi sem þær eiga skilið. Þorsteinn
velur liðið, ef hann velur mig þá
verð ég til staðar. Ég myndi aldrei
segja nei, sérstaklega við Steina. Ég
dýrka að spila fyrir landsliðið og
læri ofboðslega mikið af því að spila
með stelpunum. Það er alltaf heiður
að fá kallið.“
Gunnhildi vantar fjóra leiki til að
ná hundrað landsleikjum.
„Það væri mjög gaman að ná því,
en maður veit aldrei hvað gerist í
fótbolta. Ef þeir verða hundrað verð
ég stolt, ef þeir enda í 96 verð ég um
leið ofboðslega stolt og þakklát.“
Á næsta ári hefst ný keppni hjá
kvennalandsliðinu þegar þær leika í
Þjóðadeildinni í fyrsta sinn og segir
Gunnhildur það jákvætt skref.
„Þetta er frábært skref og kær-
komið fyrir kvennaknattspyrnu.
Með þessu ættu að vera fleiri góðir
leikir svo að ég er spennt, hvort sem
ég verð með eða á hliðarlínunni.
Framtíðin hjá kvennalandsliðinu
er ofboðslega björt.“ n
16 íþRóttiR FRÉTTABLAÐIÐ 27. jAnúAR 2023
FÖStUDAGUR