Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 10
Drullaðu þér bara heim! Þið fáið allt frítt, hel- vítin ykkar! Andskot- ans þurfa- lingar! Sigríður Sigurðardóttir Þessi umræða minnir mig á þegar við erum að taka á móti flótta- fólki. Það eru alltaf raddir í landinu sem segja: Við getum ekki séð um okkur sjálf en samt erum við að taka á móti flóttafólki. Ragnar Óskarsson, sögukennari Mörg börn frá Eyjum upp­ lifðu sársauka, barsmíðar, einelti og neikvætt viðhorf eftir eldgosið 1973 af hálfu fólks uppi á landi. Tabú að reyna að koma að reynslu sem yfirskyggði hetjudáðir og samstöðu. Sögukennari segir margt minna á umræðu um flóttafólk í dag. Mikill fjöldi Eyjafólks hefur opnað sig um sára lífsreynslu á barnsaldri þegar þúsundir Eyjamanna hrökt­ ust upp á land eftir gosið 1973. Margir Eyjamenn segja tímabært að varpa ljósi á aðrar sögur en þær sem sagðar hafa verið af hetjudáð­ um og samstöðu. Gísli Ingi Gunn­ arsson hóf umræðu á Facebook og virðist ljóst af viðbrögðunum að fjöldi Eyjabarna eigi skelfilegar minningar frá þessum tíma. Barsmíðar og áreitni „Ég bjó í Hveragerði og gat ekki leikið við önnur börn vegna þess að ég var viðlagasjóðspakk og var bara laminn,“ segir Gísli Ingi. Hann dreg­ ur þó ekki önnur börn til ábyrgðar heldur segir hann að neikvæð við­ horf til Eyjabarna hafi orðið til við eldhúsborð hinna fullorðnu í landi. Sif Gylfadóttir er ein fjölmargra sem taka undir orð Gísla. „Ég varð viðlagasjóðspakk og Vestmannaey­ ingur og átti enga vini.“ Ein kona segist hafa verið kýld og kastað var í hana grjóti. Önnur ræðir káf og kynferðislega áreitni. Svokölluð skemmtiferð til Noregs, þar sem börnin dvöldu sumarlangt eftir gosið án foreldra, virðist einn­ ig á köflum hafa snúist upp í mar­ tröð fyrir suma þótt aðrir eigi góðar minningar um þá ferð. Vantar rödd í söguna „Alveg ótrúlegt að í öll þessi ár hef ég ekki séð mikið fjallað um hvernig börnin frá Eyjum komu út úr þessu öllu saman, rifin upp með rótum,“ segir Díana Aðalheiðardóttir. Alda Jóhanna segir: „Þetta var mjög vondur tími í lífi mínu, mikið um flutninga á Reykjavíkursvæðinu og endalaus skólaskipti. Einelti sem birtist í útskúfun, ljótum orðum og líkamlegu ofbeldi.“ Hafdís Ástþórsdóttir tekur enn dýpra í árinni: „Ég hef einmitt verið að hugsa þetta undanfarna daga og hef spurt f lest alla sem ég hef hitt sem muna eftir þessum tímum, hvort þau upplifðu þetta slæma við­ mót frá Íslendingum, og allir hafa svarað því játandi … „þurfalingar“ og „viðlagasjóðspakk“. Helsta dáðin að þrauka Sigurlaug Lára skrifar: „Fyrir mér er eljusemi og hetjudáðir Vestmanna­ eyinga ekki síst fólgin í að lifa af þennan tíma, þrauka alla óvissuna, allt f lakkið, mótlætið og eineltið.“ Hún segir einnig: „Og ég skil svo vel að fólk hafi ekki getað beðið með að fara aftur heim þó þar væri allt á kafi í ösku, dimmt og drungalegt því það var sennilega himnaríki á jörð miðað við viðmótið sem marg­ ir fengu að upplifa uppi á landi.“ Annabeta Grytvik segir: „Oft var bara kallað á mann að drulla okkur til Eyja aftur, fengum allt frítt, fötin sem við vorum í og matinn og værum bara viðlaga­ sjóðs­aumingjar. Ég var bara 8 ára stelpuskott hálfpartinn á f lækingi þannig á þessum tíma.“ Ákveðin þöggun í gangi Nokkrir skrifa um þöggun líkt og Emilía Borgþórsdóttir : „Já það hefur verið ákveðin þöggun í gangi – allir björguðust og við getum verið þakklát fyrir það en Gömul sár opnast hjá gosbörnunum Náttúruhamfarir Kristinn H. Benediktsson var í Vestmannaeyjum næstum allan tímann sem gosið stóð yfir. Hann tók magnaðar myndir af gosinu og því mikla björgunarstarfi sem unnið var í Eyjum. Kristinn var fæddur árið 1948 og lést árið 2018. MyNd/KristiNN H. BeNediKtssoN Eyðileggingin í Vestmanna- eyjum var gríðarleg. FréttaBlaðið/ KristiNN H. BeNediKtssoN allt of margir sem hafa ekki unnið úr sínum áföllum.“ Sigríður Sigurðardóttir segist hafa setið undir eftir farandi: „Drullaðu þér bara heim! Þið fáið allt frítt, helvítin ykkar! Andskot­ ans þurfalingar!“ Annar íbúi segir: „Það var verið að draga fólk í dilka og þeir sem bjuggu í „gámum eða viðlagasjóðs­ húsum“ voru öðruvísi. Það var lykt sem tengdist húsunum. Tjöru­ pappír notaður til einangrunar í þökin og það var lykt sem fylgdi.“ Sumt af fordómunum hafi verið af sama meiði og gagnvart þeim sem bjuggu í bröggum í Reykjavík. Sagðir komnir á spenann Ragnar Óskarsson, 75 ára sögu­ kennari í Eyjum, segist þekkja þessa umræðu vel en hann telur þó að mjög margt hafi verið til fyrir­ myndar. „Ég bjó í Reykjavík á þessum tíma og heyrði oft neikvætt tal um Vest­ mannaeyinga, að þeir væru komnir á spenann og væru á framfæri fólks sem hefði varla efni á að framfleyta sjálfu sér,“ segir Ragnar. Hann segir margar fjölskyldur hafa opnað hús sín fyrir Eyjafólki á þessum tíma. Þrengsli hafi skapast og alls konar „núansar“ komið upp. „Flestir sem ég hef talað við bera þó lof á móttökurnar og allt sem fylgdi.“ Ragnar segir að viðhorf þessa tíma hafi verið þau að venjulegir Íslendingar þyrftu mikið að hafa fyrir því að koma upp þaki yfir höfuðið. Mörgum hafi blöskrað meintur forgangur Eyjafólks í hús­ næðismálum. Líkist umræðu um flóttafólk „Sumum fannst eins og verið væri að mylja undir Vestmannaey­ inga,“ segir Ragnar. Hann segir að hafa beri í huga að kjör fólks á Íslandi hafi ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir. „Flutningurinn bættist við vandamál í íslensku samfélagi sem voru grasserandi á þessum tíma svo sem mikla verð­ bólgu. Vestmannaeyingar kostuðu ríkið töluverðar fjárhæðir og þessi umræða minnir mig á þegar við erum að taka á móti f lóttafólki. Það eru alltaf raddir í landinu sem segja: Við getum ekki séð um okkur sjálf en samt erum við að taka á móti f lóttafólki.“ Engin áfallahjálp til Ragnar segir að sér líði eins og þessi saga hafi ekki verið gerð upp að fullu. Hann tekur fram að hann hafi ekki sjálfur verið í þeim hópi sem þurfti að flytja. „Þegar þetta gerðist er engin áfallahjálp. Gott fólk tekur á móti gestunum en svo eru menn komnir tvist og bast. Ef svona atburðir yrðu núna væri áfallahjálparteymi kallað til að aðstoða fólk við að lifa með þessu, en þarna var því ekki til að dreifa.“ Enn koma margir Vestmanna­ eyingar saman 23. janúar á hverju ári, þeir ganga saman og eru með skipulagða dagskrá. „Ég segi að á þessum samkomum er fólk enn að leita í það sem mætti kalla samhæfða áfallahjálp. Það finnur hlýjuna hvert frá öðru,“ segir Ragnar. Margt bendir til, að sögn Ragnars, að það að tala upphátt um neikvæða upplifun í landi hafi nánast orðið tabú. Vestmannaeyingar hafi ekki viljað ræða vandamálin, kannski af ótta við að verða taldir vanþakk­ látir þeim sem þeir áttu allt undir um tíma. Þá segir Ragnar ferðina til Nor­ egs hafa verið barn síns tíma. Til­ gangurinn hafi verið að losa börnin úr hrikalegum aðstæðum en börnin hafi verið foreldralaus og einkum yngri börnum hafi, að minnsta kosti sumum hverjum, liðið illa. Augljóst er að sögn Ragnars að margt sem átti sér stað fyrir hálfri öld yrði með öðrum hætti nú. n Björn Þorláksson bth @frettabladid.is 10 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 27. jAnúAR 2023 fÖStUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.