Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 14
Gunnlaugur
Briem
formaður Félags
sjúkraþjálfara
Á dögunum lýsti stjórn Félags
sjúkraþjálfara yfir áhyggjum af
stöðu sjúkraþjálfunar á Landspít-
ala vegna mönnunarvanda, álags,
starfsaðstöðu og framtíðarsýnar
spítalans.
Áherslur núverandi heilbrigðis-
ráðherra um að leggja ríkari áherslu
á endurhæfingu og forvarnir eru
bæði skynsamlegar og nauðsyn-
legar. Til að ná þeim markmiðum
þarf að tryggja að sérfræðiþekking
á sviði endurhæfingar sé fyrir hendi
sem og þjónusta og mönnun á öllum
stigum heilbrigðisþjónustu.
Þegar töluleg gögn eru skoðuð
kemur í ljós að stöðugildum sjúkra-
þjálfara á Landspítala hefur fækkað
síðastliðin ár. Samhliða því hefur
endurhæfingarþjónusta dregist
saman. Þannig hefur stöðugildum
sjúkraþjálfara fækkað um 13,6%
á árunum 2017 – 2022. Þetta hefur
haft veruleg áhrif á möguleika
sjúkraþjálfara til að svara þörf og
eftirspurn og veita fullnægjandi
þjónustu.
Undanfarna mánuði hafa sjúkra-
þjálfarar á Landspítalanum ekki
getað sinnt öllum þeim sjúklingum
sem metið hefur verið að þurfi
á sjúkraþjálfun að halda. Vegna
manneklu hefur því aðeins verið
hægt halda uppi fullri þjónustu í
23% tilfella (daga) í Fossvogi og 0%
tilfella (daga) á Hringbraut. Þetta
getur haft þau áhrif að fjöldi legu-
daga aukist. Þá eru einnig auknar
líkur á endurinnlögnum með til-
heyrandi kostnaði. Hér má því
einnig nefna áhrif á fráflæðisvanda
spítalans.
Samhliða þessari þróun og auknu
álagi er áhyggjuefni að mikil aukn-
ing hefur orðið á veikindafjarvist-
um sjúkraþjálfara, eða sem nemur
31% ef borin eru saman árin 2017
og 2022. Hækkunin væri umtalsvert
meiri ef Covid-19 árin væru borin
saman við 2022. Hefur þetta haft
veruleg áhrif á raunmönnun.
Mönnun sjúkraþjálfara á Land-
spítala hefur bein áhrif á mögu-
leika spítalans til að sinna hlut-
verki sínu sem háskólasjúkrahús
sem sinnir klínískri kennslu fyrir
nema í sjúkraþjálfun. Því er nú
komin upp sú staða að raunveruleg
hætta er á að ekki verði mögulegt
að taka inn alla þá sem óska eftir
að komast í meistaranám til starfs-
réttinda sjúkraþjálfara. Það er alvar-
legt þegar raunin er að það þyrfti
að fjölga þeim sem fara í námið.
Alvarleg staða sjúkraþjálfunar á Landspítala
Óttar Örn
Sigurbergsson
framkvæmda-
stjóri ELKO
Úti um allan heim nota verslanir
tilboð sem markaðstól, en þau geta
hins vegar verið varasöm. Fjöldi
verslana hefur fallið í þá gryfju að
vera ítrekað og með stuttu milli-
bili með sömu vörur á tilboði og
komnar í þá stöðu að viðskipta-
vinir kaupa bara á tilboðsdögum. Í
slíkum tilvikum geta tilboð unnið
á móti ímynd verslana og dregið úr
trausti. Þarna er tilboðið hætt að
vera tilboð, enda sömu vörur jafn-
vel vikulega á sama tilboði. Svona
verðlagning blekkir neytendur.
Evrópusambandið hefur innleitt
tilskipun til að stemma stigu við
þessum blekkingarleik. Hún er ekki
flókin: Hærra verðið (fyrra verðið í
tilboðinu) á að vera lægsta verð
vörunnar undangengna 30 daga.
Þetta þýðir að afsláttur reiknast
frá lægsta söluverði síðustu 30 daga
og kemur í veg fyrir að sama til-
boðið sé notað ítrekað um hverja
helgi. Tilskipunin hefur ekki enn
verið innleidd hér og þess má sums
staðar sjá merki í framsetningu
vöruverðs. Tilboðsmenning og
traust til verslana kann því smám
saman að bíða skaða án þess að við
áttum okkur á því.
Áralöng reynsla af smásölu-
verslun hefur gert mér ljóst að traust
viðskiptavinanna er eitt það mikil-
vægasta sem fyrirtæki hafa. Til að
stemma stigu við að tilboðsmenn-
ing og að hagsmunir viðskiptavina
beri skaða af svona verðlagningu
leggur ELKO sitt af mörkum með
meginreglu um að auglýsa tilboð í
takt við 30 daga tilskipunina. Stórt
skref var svo tekið þegar sett var í
loftið verðsaga á vefsíðu elko.is þar
sem viðskiptavinir geta séð verð-
breytingar allra vara aftur í tímann.
ELKO er fyrsta og eina verslunin á
Íslandi sem stigið hefur þetta skref.
Verðsagan hefur aukið gagnsæi í
verðlagningu og verið jákvætt skref
til framtíðar. ELKO gengur á undan
með góðu fordæmi og viðleitni til að
auka heiðarleika gagnvart viðskipta-
vinum. Best væri að 30 daga tilskip-
unin yrði innleidd sem fyrst. n
Falstilboð rýra traust
Tilskipunin hefur ekki
enn verið innleidd hér
og þess má sums staðar
sjá merki í framsetn-
ingu vöruverðs.
Þegar töluleg gögn eru
skoðuð kemur í ljós að
stöðugildum sjúkra-
þjálfara á Landspítala
hefur fækkað síðast-
liðin ár.
Eru það ekki mannréttindi að lifa
í umhverfi sem er ekki heilsuspill-
andi? Hér á Íslandi deyja margir
vegna öndunarfæra- og lungnasjúk-
dóma sem má rekja til mengunar
í andrúmsloftinu. Þetta er mjög
skuggalegt.
Undanfarnar sex vikur var frekar
óvenjulegt veðurfar: Stillt og fallegt
frostveður dag eftir dag. Snjórinn
kom rétt fyrir jólin og varð áfram.
Snjómokstur bæði hjá bæjarstarfs-
mönnunum og íbúunum var á dag-
skrá, ókeypis líkamsrækt. En svo
fundu margir sem stunda útivist
fyrir slæmsku í öndunarfærum. Ég
sem skrifa þetta er venjulega mjög
heilsuhraust en er búin að glíma við
eymsli í hálsinum og slímmyndun í
lungunum síðustu vikurnar. Þegar
það koma svo upplýsingar frá loft-
mælingunum á höfuðborgarsvæð-
inu er maður ekki lengur í vafa: Hér
fóru viðmið um ásættanlegan meng-
unarstaðal margoft yfir mörkin og
vel það. „Fólki sem er viðkvæmt er
ráðlagt að halda sig heima“ er sagt í
fréttum. Og sökudólgurinn er auð-
vitað veðrið. „Það vantar rokið til að
blása loftmengunina burt.“ Skrítið
að menn séu ekki að hugsa um upp-
runa mengunarinnar.
Ef við skoðum þetta nánar þá
ættum við að breyta svona ýmsu í
okkar daglegu venjunum.
Byrjum á nagladekkjunum, sem
eru flesta daga ársins alveg óþarfi,
alla vega á höfuðborgarsvæðinu.
Góð vetrardekk gefa miklu betra
grip í snjó og slabbi, og í þeim fáum
tilfellum þegar göturnar eru ísi-
lagðar gæti maður athugað aðra
ferðakosti, til dæmis að nota strætó.
Strætisvagnakerfið er að vísu ekki
gallalaust, sérlega ekki fyrir þá sem
nota slíkan ferðakost sjaldan. En
það má læra á þetta.
Margar ferðir sem menn fara á bíl
væri hægt að labba. Bara klæða sig
vel og fá sér heilsubótargöngu. Það
er miklu skemmtilegra en að ham-
ast á hlaupabretti í líkamsræktar-
stöðvunum. Fáránlegt að sjá ungt
og hresst fólk koma akandi á bíl,
einungis til þess að ganga á staðn-
um innan um annað svitnandi fólk.
Auðvitað er allt gott um það að
segja að menn stunda líkamsrækt
og styrkja skrokkinn, en þegar lík-
amsræktarstöðvar eru í göngufæri
mætti hita upp með því að ganga
eða skokka þangað.
Ég ætla að taka hér fram að ég er
komin á áttræðisaldur, en er búin
að græja mig vel upp fyrir veturinn:
Góður skjólfatnaður, göngustafir og
mannbroddar eru góð fjárfesting
til að ganga úti í alls konar veðrum.
Það er bíll á heimilinu en hann má
hvíla sig þegar ekki er nauðsynlegt
að nota hann. Svo nenni ég einfald-
lega ekki að skafa rúðurnar fyrir
akstur í einhverja stutta vegalengd
sem er vel hægt að ganga.
Ég verð mjög skapvond þegar ég
sé alla þessa bíla í lausagangi. Menn
setja fararskjótann í gang löngu
áður en lagt er af stað einungis til
þess að geta fengið sér sæti í vel upp-
hituðum bíl. Og láta bílinn malla á
meðan farið er út í búð. Ekki hefur
mér reynst vel að tala við fólkið um
svona lagað, yfirleitt fékk maður
afar leiðinleg viðbrögð. Mikið er
þá talað um afskiptasemi, frelsi til
athafna og mannréttindi að geta
hagað sér einmitt svona. En hvar
eru mín mannréttindi að krefjast
hreins og ómengaðs lofts til að anda
að mér?
Í lokin ætla ég að minnast á að
reglur og eftirlit í sambandi við
notkun á bílum og nagladekkjunum
er alls ekki góð. Mengunarvarnar-
búnaður í farartækjunum er ekki
kannaður og nagladekkjanotkun
fram yfir leyfilegan tíma er ekki
sektað. Í mörgum löndum í Evrópu
er gripið til ráðstafana þegar meng-
unarmörkin fara upp fyrir ásættan-
legan staðal, til dæmis með því að
takmarka aksturinn á ákveðnum
dögum fyrir almenning. En svona
lagað er sennilega óhugsandi hér á
landi. Viðkvæmir einstaklingar eiga
bara að halda sig heima, basta! n
Loftgæðin hér á landi
Úrsúla Jünemann
kennari á
eftirlaunum,
leiðsögumaður og
náttúruvinur
Slík staða hefði bein neikvæð áhrif
á nýliðun stéttarinnar. Þá myndu
færri ráða sig á Landspítala eftir
útskrift.
Tryggja þarf æskilega aðstöðu
fyrir endurhæfingarþjónustu á
Landspítala. Nú er staðan hins vegar
sú að framtíðarstaðsetning þjón-
ustu sjúkraþjálfunar við Hringbraut
og nýjan Landspítala er í verulegri
óvissu. Það rými sem upprunalega
var ætlað þjónustunni verður sam-
kvæmt nýjustu upplýsingum ekki
í boði fyrir starfsemi sjúkraþjálf-
unar. Fyrirhugaðar eru breytingar
á aðstöðu sjúkraþjálfara í Foss-
vogi sem að öllum líkindum mun
hafa veruleg áhrif á möguleika til
að sinna þeim allra veikustu sem
þurfa mikinn stuðning og góða
aðstöðu, til að mynda lyftibúnað og
aðstoðarfólk. Nú þegar hefur verið
þrengt að aðstöðu sjúkraþjálfunar
í Fossvogi og þar hafa komið upp
tilvik þar sem ekki var mögulegt að
veita sérhæfða sjúkraþjálfun vegna
aðstöðuleysis.
Landspítali gegnir lykilhlutverki í
endurhæfingu á Íslandi og klínískri
menntun sjúkraþjálfara.
Því er mikilvægt að huga að
aðgerðum til að gera spítalann
að eftirsóknarverðum vinnustað
fyrir sjúkraþjálfara hvað varðar
starfsumhverfi og launasetningu.
Samhliða því þarf að leita leiða til
að fjölga útskrifuðum sjúkraþjálf-
urum til að mæta eftirspurn nú og
til framtíðar. n
14 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 27. jAnúAR 2023
FÖsTuDAGuR