Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 27.01.2023, Blaðsíða 22
Oft eru þetta bara þessir garðfuglar sem eru hér yfir veturinn, starrinn og svartþröstur kannski og snjótittlingar og auðnu- tittlingar ef það er frost. Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . Merkisatburðir | Þakka auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, Bergsveins Jóhanns Gíslasonar bónda, Mýrum í Dýrafirði. Elínbjörg Snorradóttir (Lóa) Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ásbjörn Helgason bifreiðarstjóri, Hrafnistu, Hraunvangi, áður Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, lést föstudaginn 20. janúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 1. febrúar kl. 13. Anna Sigrún Runólfsdóttir Bjarni Hlynur Ásbjörnsson Lilja Össurardóttir Ása Hrönn Ásbjörnsdóttir Pálína Ingimunda Ásbjörnsdóttir Þorlákur Sigurður Helgi Ásbjörnsson Marta Teitsdóttir Ásbjörn Þór Ásbjörnsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku eiginmaður minn og faðir okkar, Páll Guðlaugsson frá Tálknafirði, er látinn. Ásta Torfadóttir Ævar, Bjarki, Rúnar, Viðar og Hákonía Jóhanna Pálsbörn 98 Trajanus verður keisari Rómar við lát Nerva. Á valdatíma Trajanusar nær Rómaveldi mestri út- breiðslu. 1606 Réttarhöld yfir samsærismönnum í Púðursamsær- inu hefjast. Það var samsæri um að drepa Jakob 1. Englandskonung og þingheim með því að sprengja Westminsterhöllina í loft upp með 36 tunnum af byssupúðri. 1695 Mústafa 2. verður Tyrkjasoldán. 1880 Bandaríski uppfinningamaðurinn Thomas Alva Edison sækir um einkaleyfi fyrir raflampa. 1891 Verzlunarmannafélag Reykjavíkur er stofnað. Árið 2006 tók þetta stærsta stéttarfélag landsins upp nafnið VR. 1907 Kvenréttindafélag Íslands stofnað á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Hún verður fyrsti formaður fé- lagsins og gegndi þeirri stöðu næstu 20 árin. 1918 Upphaf finnsku borgarastyrjaldarinnar. Það var stríð um yfirráð í Finnlandi þegar landið breyttist úr rússnesku stórfurstadæmi í sjálfstætt ríki. 1940 Þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum vígður við útför Einars Benediktssonar. 1973 Beinni þátttöku Bandaríkjahers í Víetnamstríðinu lýkur með friðarsamningum í París 1980 Sex bandarískum ríkiserindrekum tekst að flýja frá Teheran með því að þykjast vera kanadískir. 1981 Indónesíska farþegaskipið Tamponas 2 ferst í Jövu- hafi. 580 létust. 2011 Arabíska vorið kemur til Jemen með fundi 16.000 mótmælenda í höfuðborginni Sanaa. Garðfuglaumferð getur breyst talsvert milli ára. Fréttablaðið/GVa Eru auðnutittlingar reglulegir gestir í þínum garði? Fréttablaðið/GVa Garðfuglahelgi Fuglaverndar hefst í dag þar sem fólk fylgist með fuglaumferð í görðum sínum og skráir niður hvað ber fyrir augu. arnartomas@frettabladid.is Í dag gengur í garð garðfuglahelgi, átak Fuglaverndar þar sem fólk er hvatt til að fylgjast með fuglaumferð í görðum sínum. Verkefnið fer þannig fram að þátttakendur fylgjast með garði í klukkutíma yfir helgina og skrá niður tegundir og fjölda þeirra sem ber fyrir augu í garðinum. „Þetta er gert til þess að hvetja fólk til að setjast niður og horfa aðeins út í garð,“ segir Guðni Sighvatsson hjá Fugla- vernd. „Það er líka annað stærra verkefni sem í gangi hjá okkur sem er vetrarfugla- skráning en það stendur yfir í nokkra mánuði. Garðfuglahelgin er minni í sniðum og aðeins meðfærilegri.“ Guðni segir garðfuglahelgina ekki jafnflókna og sumir halda. „Það halda sumir að þeir séu kannski að fara að sjá einhverjar fjörutíu til fimmtíu tegundir, en þetta eru oft bara þessir helstu,“ segir hann. „Fólk tyllir sér kannski bara niður með fuglavísinn og f lettir fuglunum upp ef það þekkir þá ekki. Oft eru þetta bara þessir garðfuglar sem eru hér yfir veturinn, starrinn og svartþröstur kannski og snjótittlingar og auðnutittlingar ef það er frost.“ Þá geta auðvitað óvæntir gestir dúkk- að upp. „Hrafninn kíkir kannski í heimsókn,“ segir Guðni. „Það er líka spurning eftir því hvar maður er á landinu. Við sjóinn getur maður jafnvel séð einhverja máva þvælast með.“ Guðni er sjálfur búsettur á Laugar- vatni og hefur fylgst reglulega með á síðasta ári. „Ég hendi úti í garð korni og eplum og þá fæ ég reglulega til mín þessa venju- legu garðfugla. Þegar auðnutittlingarnir koma, oft hundruðum saman í einu, þá lokka þeir aðra fugla að eins og smyril- inn sem reynir að næla sér í smá lífræna fæðu.“ Gögnin sem safnast saman yfir helg- ina eru svo tekin saman og þá er hægt að skoða mynstur milli ára í því hverjir eru að birtast og að ryðja sér til rúms. „Það er ekkert svo langt síðan að fyrstu svartþrestirnir byrjuðu að birt- ast hér á landi,“ segir Guðni. „Þá er hægt að sjá hvenær skógarþrösturinn kemur aftur en sumir þeirra eru í auknum mæli byrjaðir að vera hér yfir allan veturinn sem staðfuglar.“ Fuglaáhugi landans hefur aukist á undanförnum árum að mati Guðna. „Fuglavernd setti aftur á laggirnar að fólk gæti valið fugl ársins sem hefur verið gert núna síðustu tvö ár og það myndaðist skemmtileg umræða í kring- um það. Maður sér líka í bókaútgáfu að það eru að koma margar bækur út um fugla, tengdar þjóðtrú og ýmsu öðru.“ Þá segir Guðni að með breyttu lofts- lagi hafi slæðst til landsins ýmsir fram- andi flækingar. „Það koma stundum litlir litskrúðugir smáfuglar frá Ameríku og Evrópu sem fólk tekur eftir.“ Hægt er að kynna sér garðfuglahelg- ina nánar á fuglavernd.is. n Gægst eftir garðfuglum arnartomas@frettabladid.is  Leikfélag Reyðarfjarðar hefur legið í dvala í nokkurn tíma en í vikunni var boðað til fundar til að vekja félagið til lífsins. Reyðfirðingar virðast vera ansi mikið leikhúsáhugafólk miðað við höfðatölu. „Þetta var einu sinni mjög virkt félag, sérstaklega á árunum 2007 til 2012, en síðan datt þetta niður,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir, sem situr í stjórn félagsins. „Við höfum verið að ræða þetta af og til og ákváðum svo að bjóða til samtalsfundar þar sem mættu þrjátíu manns og þá varð ekki aftur snúið!“ Stefanía Hrund segir að endurvakn- ingin sé ekki komin svo langt að búið sé að ákveða hvaða verk félagið muni taka fyrir en meðlimir eru þó sammála um að þá langi að setja upp barnaleikrit. „Þessi klassísku á borð við Benedikt búálf og Kardemommubæinn kitla okkur dálítið mikið,“ segir hún. „Eitthvað sem hefur kannski ekki sést í svolítinn tíma.“ Strangt til tekið segir Stefanía Hrund að leikfélagið sé ekki með fast heimili en að boð hafi borist frá félagsheimilinu á Eskifirði um aðstöðu. „Okkur langar kannski ekki að binda okkur við einn stað því við sáum til dæmis fyrir okkur hluti eins og stutt útileikrit í sumar og svoleiðis. Vera bara aðeins lifandi og sjá hvernig stemningin er.“ n Leikfélag Reyðarfjarðar endurvakið Félagið var mjög virkt á frá 2007 til 2012. Mynd/aðsend 18 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 27. jAnúAR 2023 FÖStUDaGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.