Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 4
Lögmaður albanskrar konu sem var í gæsluvarðhaldi í tæpar tvær vikur, grunuð um peningaþvætti, segir veruna í einangrun hafa verið henni mjög erfiða. Konan neitar sök, og segir lögmaðurinn að ríkið sé bótaskylt vegna meðferðar- innar á henni. jonthor@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Albönskum fjór- menningum, sem grunaðir eru um peningaþvætti, var sleppt úr haldi á miðvikudag að loknum yfir- heyrslum, en fólkið var handtekið á Keflavíkurflugvelli 20. janúar og í kjölfarið úrskurðað í gæsluvarðhald. Þau eru nú í tilkynningarskyldu. Fréttablaðið birti frétt um málið síðastliðinn mánudag og byggði hún á úrskurði Landsréttar í málinu, sem hefur síðan verið tekinn af vefsíðu dómstólsins. Í honum kom fram að fjórmenningarnir, þrjár konur og einn karlmaður, hefðu öll verið með þykk seðlabúnt í fórum sínum á leið úr landinu til Ítalíu. Lögregla grunar þau um peningaþvætti og telur pen- ingana koma úr skipulagðri glæpa- starfsemi, líkt og frá sölu fíkniefna. Seðlabúntin innihéldu hvert nokkur þúsund evrur, frá fimm upp í níu þúsund. Lögmaður einnar konunnar, Gunnar Gíslason, bendir á að fólki sé leyfilegt að flytja allt að tíu þúsund evrur til annarra Evr- ópulanda án þess að gera grein fyrir þeim, þótt fólk verði að geta útskýrt uppruna þeirra. Í úrskurði Lands- réttar kom fram að lögreglu þættu útskýringar fólksins ótrúverðugar. Gunnar segir skjólstæðing sinn hafa búið hér á landi nokkra hríð ásamt kærasta sínum sem hafi unnið í byggingarvinnu áður en honum var vísað úr landi. Hún hafi setið eftir með peningana og ætlað með þá aftur til heimalandsins. „Þau eru í leit að betra lífi og reyna síðan að taka peningana með heim,“ segir Gunnar. Sjálf hafi hún ekki verið með neitt mál skráð hjá lögreglu, en einn fjór- menninganna, karlmaðurinn, var með eitt mál á borði lögreglu sem varðar fíkniefnabrot og peninga- þvætti. Hann lýsir gæsluvarðhaldi umbjóðanda síns, sem varði í tæpar tvær vikur, sem mjög erfiðum tíma fyrir hana. „Einangrunarvistin var algjört helvíti. Hún fékk ekki að tala við neinn nema fangaverði og mig, lögmanninn,“ segir hann og tekur fram að hann hafi heimsótt hana daglega. „Hún hágrét fyrstu dagana,“ bætir Gunnar við, en honum tókst þó að koma henni í tíma hjá sálfræðingi og lækni og fékk kvíða- og svefnlyf hjá þeim, sem gerði dvölina bæri- legri. Verði málið fellt niður eða konan sýknuð segir Gunnar ríkið vera bótaskylt vegna þvingunaraðgerða lögreglu, það er að segja vegna handtöku, gæsluvarðhalds og ein- angrunar. „Ef svo ólíklega vill til að málið fari á annan veg, þá kemur til greina að hafa uppi bótakröfu gegn ríkinu á þeim grundvelli að gæsluvarðhald og einangrun, á grundvelli meintra rannsóknarhagsmuna, hafi verið með öllu óþarft, brotið hafi verið gróflega gegn flestum meðalhófs- reglum og að umbjóðandi minn hafi þurft að þola ómannúðlega og van- virðandi meðferð með því að vera gert að sæta einangrunarvist,“ bætir hann við. Þá bendir hann á bótakrafa gæti þá komið frá öllum fjórum sak- borningunum, sem gæti kostað ríkið margar milljónir. Gunnar gagnrýnir jafnframt meðferð stjórnvalda á Albönum. Hann segir þá til að mynda ekki fá tækifæri á að vinna hér á landi með löglegum hætti og þeir séu einnig litnir ákveðnu hornauga. „Ég veit að lögregla er með horn í síðu Albana. Þau virðist líta á þá alla sem glæpamenn.“ n Forsenda kaupanna er fyrst og fremst þetta verkefni fyrir Vaxa Technologies. Rögnvaldur Einarsson, framkvæmdastjóri Héðins Að meðaltali keyrðu 9.360 bílar Hellisheið- ina á hverjum degi í fyrra. Þau eru í leit að betra lífi og reyna síðan að taka peningana með heim. Gunnar Gísla- son, lögmaður Einangrunarvistin sé algjört helvíti Fjórir Albanir voru handteknir á Keflavíkurflug- velli 20. janúar og úrskurðaðir í gæsluvarðhald. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR MANNAMÁL FIMMTUDAGA KL. 19.00 OG AFTUR KL. 21.00 kristinnpall@frettabladid.is ÁRBORG Bæjarfulltrúar Samfylk- ingarinnar lögðu fram fyrirspurn um að Árborg myndi hafa forgöngu að því að unnin yrði skýrsla um mat á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun vegna jarðganga eða vegskála undir Hellisheiði og gegnum Svínahraun. Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, telur að það sé rökrétt skref að skoða þetta. „Ég myndi segja að það ætti að skoða þetta af alvöru í ljósi þeirrar uppbyggingar sem hefur átt sér stað á þessu svæði. Ekki bara í Árborg heldur líka í Hveragerði og í Þorláks- höfn. Samgöngur á milli höfuðborg- arsvæðisins og svæðisins austan Hellisheiðarinnar eru í stöðugum vexti og eins og sést hefur í vetur getur það staðið mjög tæpt hvort að það sé fært eða ófært,“ segir Sigur- jón sem sér fram á að það gæti verið sniðugt að fara öðruvísi leið við að leggja göngin eftir að hafa unnið um tíma við Vaðlaheiðargöng sem jarð- fræðingur. „Ég held að það sé fýsilegast að fara í þessa vegskálaleið (e. cut and cover) sem er víða notað erlendis. Þá er grafinn skurður, vegskálinn byggður og síðan mokað yfir hann. Maður gæti alveg séð það fyrir sér að þetta yrði fýsileg framkvæmd því þetta er ekki dýrara en jarðgöng.“ Hann segir að jarðefnin geti nýst svæðinu. „Jarðefnin sem losna við framkvæmdirnar gætu farið til upp- byggingar á vegakerfinu, til dæmis í Þrengslaveg og Ölfusveginn. Þor- lákshöfn er að byggjast upp sem stærðarinnar stórskipa- og útflutn- ingshöfn. Traffík eykst þangað sem þýðir að við þurfum að byggja upp vegakerfi sem nær að sinna því.“ n Vilja kanna göng undir Hellisheiði kristinnhaukur@frettabladid.is ATVINNULÍF Vél- og málmtækni- fyrirtækið Héðinn, sem starfað hefur í rúma öld, fjárfesti nýlega í tugmilljóna króna borvél. Vélin verður notuð vegna vinnu við íhluti í vélar sem munu framleiða prótein- ríka smáþörunga í verksmiðju Vaxa Technologies í Jarðhitagarðinum við Hellisheiðarvirkjun. Eins og Fréttablaðið greindi frá þann 20. janúar sýnir ný rannsókn að Ísland hefur getu til að sjá fjöru- tíu milljón manns fyrir próteini. Byggir hún á tölum frá Vaxa og Orkustofnun. „Forsenda kaupanna er fyrst og fremst þetta verkefni fyrir Vaxa Tech nologies,“ segir Rögnvaldur Einarsson, f ramk væmdastjóri Héðins. „Umfangið hjá þeim er það mikið að það réttlætti þessa fjárfest- ingu, en við höfum einnig fundið fyrir áhuga frá matvælaiðnaðinum og öðrum iðnfyrirtækjum almennt hér á landi á græjunni.“ Vélin hefur nú verið sett upp í húsnæði Héðins við Gjáhellu í Hafn- arfirði. Tæknimaður frá finnskum framleiðanda sá um uppsetningu og þjálfun starfsfólks. Héðinn hefur tekið þátt í hönnun, smíði og uppsetningu vélbúnaðar í 15 þús- und fermetra verksmiðjum Vaxa Techno logies frá upphafi. n Tugmilljóna króna borvél fyrir smáþörunga kristinnpall@frettabladid.is UPPLÝSINGATÆKNI Stafrænt Ísland segist meðvitað um gagnrýni jaðar- hópa vegna rafrænna skilríkja, meðal annars þeirra sem eru búsett- ir erlendis. „Við höfum heyrt af þess- um óánægjuröddum og hlustum á áhyggjur þeirra,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri. „Það eru örlitlir byrjunarörðug- leikar þegar þróunin er jafn hröð og hefur átt sér stað síðustu þrjú ár. Okkar markmið er að allir hópar samfélagsins geti nýtt sér þessa þjónustu,“ segir Andri Heiðar. Unnið sé að því að auðvelda Íslendingum sem eru búsettir erlendis að nota rafræn skilríki. Verkefni séu í þróun í samstarfi við sendiráðin í London og París um að Íslendingar geti virkjað skil- ríkin þar. Svo er unnið að vinna í mikilvægri lausn í samstarfi við Auðkenni, að gera þessa skráningu alveg sjálfvirka. Þá verður hægt að virkja skírteini heima með réttum búnaði.n Nánar á frettabladid.is. Vilja gera betur fyrir jaðarhópa helgisteinar@frettabladid.is VIÐSKIPTI Íslandsbanka barst erindi í gær frá stjórn Kviku banka hf. þar sem óskað var eftir afstöðu stjórnar Íslandsbanka til þess að hefja sam- runaviðræður. Að sögn Íslandsbanka mun stjórn bankans taka erindið til umræðu í næstu viku og svo ákveða næstu skref af hálfu bankans. Eignir Kviku námu rúmlega 300 milljörðum í lok þriðja ársfjórð- ungs 2022. Landsbankinn er nú stærsti banki landsins með eignir upp á 1.771 milljarð. Íslandsbanki er næststærstur með eignir upp á 1.548 milljarða og Arion minnstur, en eignir hans nema alls um 1.428 milljörðum. Sameinaður banki Íslandsbanka og Kviku væri með eignir upp á 1.848 milljarða. n Sameinaður væri bankinn stærstur Sigurjón Vídalín Guðmundsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmda- stjóri hjá Staf- rænu Íslandi 4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 3. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.