Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 35
Stuð og stemning á Safnanótt Við erum jörðin – við erum vatnið er margmiðlunar- sýning eftir Heimi Frey Hlöðversson í Sjóminjasafn- inu í Reykjavík. MYND/AÐSEND Verkið Of hár blóðþrýstingur eftir Sigurjón Ólafsson verður til sýnis á sýningunni. MYND/AÐSEND Sýningin Andardráttur á glugga var valin ein af áhuga- verðustu sýningum ársins 2023 á Norðurlöndum af tímaritinu Vogue Scandinavia. MYND/AÐSEND Hljómsveitin Kælan mikla vann Ljóða- slamm Borgar- bókasafns árið 2013. Verkið Hjartað eftir Jón Gunnar Árnason frá 1968 er til sýnis á sýningunni Viðnámi í Safnahús- inu sem opnuð verður í kvöld á Safnanótt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Menningarþyrstir borgar- búar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Safna- nótt á Vetrarhátíð. Safnanótt fer fram í kvöld, föstu- daginn 3. febrúar, á vegum Vetrar- hátíðar. Þá munu fjölmörg söfn á höfuðborgarsvæðinu opna dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjöl- breytta dagskrá á milli klukkan 18.00 og 23.00. Íbúar og gestir á öllum aldri geta notið dagskrár Safnanætur sér að kostnaðarlausu og fengið nýja sýn á helstu söfn höfuðborgarsvæðisins. Fréttablaðið fer yfir það sem ber helst á góma á Safnanótt 2023. n Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Listasafn Íslands og Safnahúsið Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafni Íslands og Safnahúsinu á Safnanótt. Sýningin Gallerí Gangur í 40 ár er yfirlits- sýning um listamannarekna sýningar- rýmið Gallerí Gang sem stofnað var af myndlistarmanninum Helga Þorgils Frið- jónssyni árið 1979 og hefur alla tíð verið rekið á heimili hans. Árið 2020 var haldið upp á 40 ára af- mæli Gangsins með sýningu á verkum þeirra erlendu listamanna sem hafa átt verk á sýningum Gangsins í gegnum tíðina. Að afmælisárinu loknu gáfu hjónin Helgi Þorgils Friðjónsson og Rakel Hall- dórsdóttir verkin sem voru á sýningunni til Listasafns Íslands, samtals 117 lista- verk eftir 84 listamenn frá 22 löndum sem Listasafn Íslands efnir nú til sýningar á. Sýningin verður opnuð í Listasafni Ís- lands á Fríkirkjuvegi klukkan 19.00. Sýningin Viðnám, samspil myndlistar og vísinda, er þverfagleg sýning fyrir börn á öllum aldri, sem brúar bilið milli myndlistar og vísinda. Listaverkin á sýningunni tengjast öll orðræðunni um sjálfbærni og þeim siðferðilegu málefn- um er tengjast þeirri vinnu sem stuðlar að þróun í átt að frekari sjálfbærni. Verkin gefa fólki tækifæri til að velta vöngum yfir tilverunni, náttúrunni og öðru fólki. Sýningin verður opnuð í Safnahúsinu við Hverfisgötu klukkan 17.00. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Tvær nýjar sýningar verða opnaðar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga á Safnanótt klukkan 18.00. Á efri hæð safnsins verða til sýnis andlitsmyndir Sigurjóns af fjölskyldu Einars Sigurðs- sonar, útgerðarmanns í Vest- mannaeyjum, og Svövu Ágústs- dóttur undir heitinu Barnalán. Á árunum eftir 1963 fékk Einar Sigurjón til að gera nær tvo tugi andlitsmynda, portretta, lág- mynda eða heilmynda af sér og fjölskyldu sinni. Í aðalsal safnsins eru sýnd lykilverk Sigurjóns frá 1938 til 1982 undir yfirskriftinni Úr ýmsum áttum. Heiti sýn- ingarinnar skírskotar bæði til fjölbreytni verkanna og eignar- halds þeirra. Þar má sjá verk úr ólíkum efnum, svo sem gifsi, bronsi, marmara, brenndum leir og tré. Hluti verkanna er úr stofngjöf Birgittu Spur til Lista- safns Sigurjóns Ólafssonar, sjálfseignarstofnunar sem fyrir áratug var afhent Listasafni Íslands, en önnur eru úr einka- safni erfingja Sigurjóns. Borgarbókasafn Fjölbreytt dagskrá verður hjá Borgarbókasafninu í Grófinni á Safnanótt. Ljóðaslamm Borgarbókasafns fer fram klukkan 20.00 þar sem hæfileikafólk á sviði ljóð- og sviðs- listar flytja frumsamin verk. Ljóðaslamm hefur verið reglulegur og vinsæll viðburður á Borgar- bókasafninu í gegnum tíðina. Þekkt skáld, tónlist- arfólk og sviðslistafólk hafa stigið sín fyrstu skref í Slamminu, enda er ljóðaslamm, eða Poetry Slam, listform sem útfæra má á fjölbreyttan máta. Ljóðaslamm felst í flutningi frumsamins ljóðs, þar sem áherslan er ekki síður á flutninginn en á ljóðið sjálft. Þannig telst hefðbundinn ljóðaupp- lestur ekki til ljóðaslamms, heldur er áherslan á ljóðaflutning sem sviðslist. Nemendur framhaldsbrautar Klassíska listdans- skólans sýna brot úr sviðsverkinu Flæði klukkan 21.00 sem þau hafa endurgert og aðlagað rými safnsins. Kvöldið endar svo á því að DJ Bjarni K. leikur fyrir dansi klukkan 22.00. Listasafn Reykjavíkur Sýningin Andardráttur á glugga með verkum eftir Siggu Björgu og Ásmund Sveinsson verður opnuð í Ásmundarsafni á Safnanótt klukkan 17.00. Listasafn Reykjavíkur heldur áfram að kynna ný verk starfandi listamanna í Ásmundarsafni, þar sem þau kallast á við myndheim Ásmundar Sveinssonar. Í þetta sinn er áherslan á þjóðsögur, ævintýri og ímyndunarafl. Í nýlegri yfirlitsgrein sagði tísku- og lífsstíls- tímaritið Vogue Scandinavia sýninguna Andar- drátt á glugga vera eina áhugaverðustu mynd- listarsýningu á Norðurlöndum árið 2023. Sigga Björg er kunn af hugmyndaríkum teikn- ingum sínum, innsetningum, myndböndum og bókverkum. Hún hefur skapað einstakan mynd- heim þar sem fantasía, húmor og hryllingur fara saman hönd í hönd. Í verkum sínum þræðir hún tilfinningalífið í allri sinni óreiðu og skapar stemningar sem nær ómögulegt er að færa í orð en með einkennandi stílbrögðum sínum nær hún að tjá ótrúlegustu blæbrigði. Auk opnunar sýningarinnar Andardráttar á glugga verða fjölmargir aðrir viðburðir á dagskrá Listasafns Reykjavíkur á Safnanótt í Hafnarhúsi, Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni. Sjóminjasafnið Margmiðlunarsýningin Við erum jörðin – við erum vatnið eftir Heimi Frey Hlöðversson verður opnuð í Sjó minjasafninu í Reykjavík á Safnanótt klukkan 20.00. Í sýningartexta Birtu Guðjónsdóttur segir meðal annars: „Í verkinu Við erum jörðin – við erum vatnið fáum við óvenjulega innsýn í ægi- fögur form náttúrunnar. Ljóðræna sýn á hið agnarsmáa í hinu risastóra, sem tækninýjungar veita okkur. Um leið er verkið dreyminn sjónrænn leikur við síbreytanleg form sem skapast stöðugt í kringum okkur en við komum alla jafna ekki auga á. Okkur er boðið í ferðalag nánast inn í efnin sjálf, sameiningu og umbreytingarferli þeirra.“ Heimir Freyr er kvikmyndagerðarmaður, lista- maður og margmiðlunarhönnuður á Íslandi. Hann gerir kvikmyndir, listainnsetningar og sýndar- veruleika-upplifanir. Hönnunarsafn Íslands Ný fastasýning verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands á Safna- nótt klukkan 20.00 og mun standa í þrjú ár. Á sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili má finna um 200 dæmi um íslenska hönnun en safneign Hönnunarsafns Íslands telur í heild um 5.000 muni frá árinu 1900 til dagsins í dag. Sýningin er sett upp sem grunnmynd af heimili en líkt og á heimilum fólks má sjá þar hlið við hlið muni frá mis- munandi tímabilum. Húsgögn, borðbúnaður, fatnaður, bækur og textíll frá ólíkum tíma koma saman og varpa ljósi á brot af því sem íslenskir hönnuðir og handverksfólk hefur skapað. Heimilið er í sífelldri þróun. Stöðugt er verið að færa til, skipta út og breyta. Sköpun heimilis er lifandi ferli án enda- punkts, en heimilið er fyrst og síðast sköpun þeirra sem þar búa. Smekkur, sem getur mótast af ýmiss konar áhrifa- þáttum í lífi hvers og eins, er það sem gefur hverju og einu heimili sín sérkenni. Listasafn Einars Jónssonar Í Listasafni Einars Jónssonar á Skólavörðuholti verður dag- skrá tengd sýningunni Allt um kring eftir myndlistarmanninn Jónínu Mjöll Þormóðsdóttur sem var opnuð fimmtudaginn 2. febrúar. Jónína Mjöll mun bjóða upp á þrjár leiðsagnir um sýninguna á Safnanótt ásamt hörpuleikaranum Sólveigu Thoroddsen klukkan 18.30, 20.30 og 21.30. Á sýningunni Allt um kring teflir Jónína Mjöll fram til- raunakenndum skúlptúrum úr fisléttum hvítum fjöðrum. Verk hennar eru kvenlæg í mýkt sinni og kallast á við massíf verk Einars. Hún sækir innblástur í andlegar víddir og vinnur mark- visst með hvíta litinn sem sam- eiginlegan þráð sýningarinnar. Jónína Mjöll lauk námi í myndlist árið 2015 við Hoch- schule für Künste í Bremen og meistaranámi í myndlist árið 2017. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga, meðal annars í Bremen, Köln og Hamborg, en einnig í Japan, Víetnam og á Íslandi. Á sýningunni má sjá íslenska hönnun úr safneign Hönnunar- safns Íslands. MYND/AÐSEND Jónína Mjöll býður upp á leiðsögn um sýningu sína á Safnanótt. MYND/AÐSEND FRÉTTABLAÐIÐ MENNING 153. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.