Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 40
frettabladid.is 550 5000 RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN & DREIFING Torg ehf. 2022 - 2025 BAKÞANKAR | Jóhönnu Vigdísar Guðmundsdóttur Ólíkt vinahópnum í Villibráð virð- ast vinir mínir hafa meiri áhuga á að biðja mállíkanið ChatGPT um upplýsingar – og minni áhuga á að lesa dörtí skilaboð annarra. Nú veit ég ekki hversu djúp og krass- andi dónaskilaboðin eru almennt en svör líkansins virka nokkuð gáfuleg. Þrátt fyrir að vera hvorki sérstaklega djúp né endilega rétt, frekar en fjölmargt á internetinu. Það breytir því ekki að gervi- greind er að breyta heiminum og okkar daglegu athöfnum hraðar og meira en við getum ímyndað okkur. Internetið færði okkur Google og aðgang að upplýsingum, ChatGPT vinnur svo úr hlekkjasúp- unni – eitthvað sem oft er nothæft. Allri tækni er ætlað að auka lífs- gæðin og þetta hafa nemendur nú uppgötvað – enda töluvert fljótari að skrifa ritgerðir með hjálp líkans- ins. Sumir skólar hafa gripið til þess ráðs að banna notkun ChatGPT. Það mun ganga jafn vel og að banna notkun prentvéla Gutenbergs, sem færðu okkur þekkingu og breyttu heiminum. Kannski er tíma nem- enda betur varið í að vinna úr upp- lýsingunum – sem þeir hafa hingað til lært eins og páfagaukar – nýta sköpunargáfuna og búa til eitthvað sem eykur lífsgæðin. Sem betur fer verður notkun gervigreindar á öllum sviðum ekki stöðvuð. Besta leiðin til að dragast hratt og örugglega aftur úr er hins vegar að berjast gegn henni. Tæknin er að breyta heiminum og nemendur kunna að nota hana. Erum við samfélag sem bannar notkun internetsins? Ætlum við að vinna með tækninni eða á móti henni? Lesendum er samt ráðlagt að biðja ChatGPT ekki um dóna- skilaboð. Er mér sagt. n Krassandi framtíð M O L A R Bless allt úti um allt ̵ halló koja fyrir mjúkdýr! © Inter IKEA System s B.V. 2023 Verslun opin 11-20 alla daga ̵ IKEA.is TIGERFINK hirsla 2.950,- Ný og öflug fasteignaleit Finndu réttu eignina fyrir þig á frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.