Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 11
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 3. febrúar 2023 Guðrún Jóhanna, eigandi Snyrtistofunnar Hafbliks, segir árangurinn af húðmeðferðunum sem hún veitir á stofunni vera ótrúlegan. Henni þykir ómetanlegt að geta boðið upp á raunverulegan árangur með náttúrulegum meðferðum án inngripa með nálum eða skurðhníf. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Náttúrulegar og árangursríkar viðgerðarmeðferðir hjá Hafbliki Guðrún Jóhanna Friðriksdóttir snyrtifræðimeistari og eigandi Snyrtistofunnar Hafbliks hefur alltaf verið talsmaður náttúrulegra viðgerðarmeðferða á húð í andliti. Guðrún Jóhanna hefur í gegnum árin sérhæft sig í náttúrulegum viðgerðarmeðferðum ásamt háræðaslitsmeðferðum í andliti. „Náttúrulegar viðgerðarmeð- ferðir eru gerðar án inngripa með nálum eða skurðarhnífum. Þær bæta raunverulega starf- semi húðarinnar svo hún verður margfalt sterkari og heilbrigðari í lok meðferðarkúrs. Það er mikið gleðiefni að í dag eru enn fleiri sem leita eftir náttúrulegum við- gerðarmeðferðum í stað inngrips- mikilla lýtaaðgerða,“ segir Guðrún Jóhanna, eigandi snyrtistofunnar Haf bliks í Kópavogi. Á snyrtistofunni er boðið upp á helstu húðmeðferðir, snyrtimeð- ferðir, nudd sem og náttúrulegar viðgerðarmeðferðir fyrir húð- heilsu. Undraverður og raunverulegur árangur „Með náttúrulegum viðgerðar- meðferðum höfum við náð undra- verðum og raunverulegum árangri sem við erum afar stolt af og viljum gjarnan koma á framfæri við öll þau sem vilja eldast með reisn,“ segir Guðrún Jóhanna. Starfsemi og frumuendurnýjun húðarinnar er stóraukin með háþróuðum og byltingarkenndum stofnfrumu-viðgerðarmeðferðar- kúr frá Bandaríkjunum, þar sem nýjustu hágæða örtækni er beitt ásamt Intraceuticals súrefnismeð- ferðum frá Ástralíu. „Meðferð-  Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Fræðslan verður í Grasagarðinum í kvöld á milli klukkan 18 og 19. sandragudrun@frettabladid.is Safnanótt hefst á öllu höfuð- borgarsvæðinu í kvöld. Þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dagskrá. Lögð verður áhersla á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði og veita gestum nýja sýn á söfnin. Íbúar og gestir borgarinnar á öllum aldri geta notið Safnanætur fram eftir kvöldi sér að kostnaðar- lausu. Safnanótt er hluti af Vetrar- hátíð sem hófst í gær og lýkur á morgun. Fræðsla um garðverkfæri Meðal þess sem er í boði í kvöld er að kíkja í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur á milli klukkan 18 og 19 og læra allt um umhirðu garðverkfæra. Vel brýnd og heil verkfæri eru bestu vinir garðyrkju- mannsins! Það er dýrt að láta verk- færin sín drabbast niður að ekki sé minnst á hversu slæmt það er fyrir umhverfið! Starfsfólk Grasagarðsins og Skógræktarfélags Íslands verður á staðnum til að kenna hand- tökin við brýningar á klippum, kantskerum, skóflum og fleiru. Þá verður farið yfir hvernig eigi að geyma verkfærin svo þau endist sem lengst. Gestir eru hvattir til að mæta með gömlu klippurnar sínar í garðskálann í kvöld og gefa þeim nýtt líf. Viðburðurinn er samstarfsverk- efni Grasagarðsins og Skógrækt- arfélags Íslands og liður í Safnanótt á Vetrarhátíð. n Garðklippur fá framhaldslíf

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.