Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 9
Karl Th. Birgisson Í DAG Tveir náungar. Á báða er deilt fyrir ákvarðanir og þó ekki síður tímasetningar. Guðmundur Þórður Á Íslandi eru nokkur þúsund sér- fræðingar sem hafa meira vit á handbolta en Guðmundur Þ. Guð- mundsson landsliðsþjálfari. Þetta sama fólk sótti silfur með íslenzka landsliðinu á Ólympíu- leikum í Kína 2008. Þau gerðu líka Dani að Ólympíumeisturum í Brasilíu 2016. Að við nefnum ekki þau sem í millitíðinni gerðu Rhein-Neckar Löwen að evrópskum bikarmeist- urum 2013. Að ógleymdum þeim sem unnu silfur fyrir Bahrein í Asíukeppn- inni 2018. Í ljósi þessara afreka er eðlilegt að þetta fólk spyrji hvað þessi Gummi vilji upp á dekk sem lands- liðsþjálfari. Af öllu því sem gerðist á HM í handbolta standa tuttugu sekúndur upp úr. Gummi tók leikhlé rétt fyrir Tveir ómögulegir gaurar hálfleikslok á móti Brasilíu og fór yfir málin. Brassarnir voru að valta yfir okkur. Aldrei slíku vant var engin skrif- blokk uppi við, ekkert um klipp- ingar, Júgga eða Kaíró. Heldur svona, eftir minni, en sumt orðrétt: „Það vantar allt fokking spirit í þetta! Þetta er steindautt!“ Í leikhléinu virðist þessari ræðu hafa verið fram haldið, því að drengirnir komu til baka og unnu leik sem virtist vera löngu tapaður. Mér virðist samt af þessu ójafn- vægi að Gummi ætti að vera golf- kennari einhvers staðar í þægilegu loftslagi. Og alls ekki landsliðs- þjálfari. Eftir leikinn fékk Guðmundur spurningar um plan B og var greinilega enn pirraður. Að baki spurningunni lá þanki um tímasetningar. Sennilega sérstaklega um Donna – Kristján Örn Kristjánsson – sem var stórkostlegur í þessum leik, en hafði lítið spilað fram að því. Hefðirðu ekki átt að nota hann meira og miklu fyrr? Sérstaklega í ljósi þess að Logi – æ, afsakið – Aron (hvernig á maður að þekkja í sundur þessar ljóskur með gelið í hárinu?) var ömurlegur. Ha, Guðmundur? Ha? Hvað er eiginlega að þér? Aðalsteinn Ríkissáttasemjari freistaði þess á dögunum að höggva á hnút í vinnudeilu hóps launafólks og eigenda fyrirtækja. Í ljós kom – hugsanlega fyrir- sjáanlega – að á landinu eru anzi margir útlærðir sáttasemjarar. Og jafnvel enn fleiri sérfræðingar í lögum um stéttarfélög og vinnu- deilur. Kemur heldur ekki endilega á óvart. Vinnudeilur eru vitaskuld flóknari en handbolti – eða hvað? – og þess vegna er eðlilegt að sér- fræðingarnir séu færri. Enda snýst samningafræði ekki um líkamsburði, heldur haus og hugarfar. Eins og raunar hand- boltinn. Samningar eru í grunninn eins konar leikjafræði. Eða skák, ef við viljum kunnuglegri líkingu. Sérfræðingarnir hafa allir skrifað bókina „Samningatækni“ og kennt kúrsa um hana í háskól- um víða við góðan róm. Þau voru líka sérlega skipað sátta- og miðlunarfólk þegar hinir svokölluðu lífskjarasamningar voru undirritaðir fyrir fáeinum árum. Þessir sérfræðingar vita, að samningsrétturinn er tekinn af launafólki með því að bjóða því að greiða atkvæði um tiltekna tillögu – samhljóða samningi sem tug- þúsundir annarra hafa samþykkt. Það segir sig sjálft, að fólk er svipt samningsrétti með því að leyfa því sjálfu að kjósa. Sérstaklega af því að reynslan sýnir – að mati yfirvegaðasta fólks – að launafólk nennir sjaldnast að greiða atkvæði um kjör sín. Það getur hafnað tillögunni, eins og dæmi sanna, en sérfræð- ingarnir segja það aukaatriði. Allt er þetta augljóst sérfræð- ingunum, sem skrifuðu hand- bókina og greinargerðina með lagafrumvarpinu. Ólíkt Aðalsteini hafa sér- fræðingarnir hins vegar ekki þurft að vinna fyrir húsaleigunni með skúringum sem ungt foreldri og hafa því umtalsvert meiri skilning en hann á aðstæðum skúringa- kéllínga. Því er ennú óskiljanlegra hvers vegna ríkissáttasemjari vill svipta launafólk samnings- og verkfalls- rétti með inngripi sínu og of beldi. Ég hef saknað viðtals sem væri sirka svona: – Alli. Hefði ekki verið rétt að bíða og leyfa Sólveigu Önnu að koma inn á í seinni hálf leik með eitt Júgga-verkfall? Og setja þennan Benjamín þarna með hárið í hægra hornið með klipp- ingu og Kaíró-verkbann? Hvað er eiginlega að þér? Ég veit betur Í þágu gagnsæis er rétt að taka fram að Guðmund hef ég aldrei hitt né talað við. Við Aðalsteinn fengum okkur hins vegar kaffi- bolla upp úr hádegi á föstudegi snemma vors árið 2005. Á Sólon í Bankastræti. Síðan hef ég hvorki heyrt hann né séð. Ég veit hins vegar betur en þeir báðir hvernig á að koma Loga í gang – eða var það Aron? – og leysa harðvítugar vinnudeilur. En eins og venjulega hlustar enginn á sérfræðingana. n N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is ÚTSALA á sýningarvörum í verslun Borðstofuborð, borðstofustólar, eldhússtólar, sófaborð, sófar o.fl. o.fl.10-60% afsláttur Ciro 3 litir Áður 39.900 NÚ 29.900 Alison snúnings Áður 33.900 NÚ 27.000Sierra nokkrir litir Áður 25.700 NÚ 19.200 Kato svart Áður 29.900 NÚ 19.400 Adele Áður 39.900 NÚ 23.900 Obling 3ja sæta Áður 129.000 NÚ 103.000 Brookliyn borðstofuborð 220x98, stækkun 2x50 cm, reykt eik – hvítuð eik Áður 199.000 NÚ 149.000 Notthingham sófaborð Áður 116.000 NÚ 58.000 Hill hvíldarstóll með tauáklæði Áður 176.000 NÚ 123.000 Staturn 3ja sæta Áður 159.000 NÚ 119.000 25% 25% 25% 25% 40% 50% 35% 30% 20% 20% FRÉTTABLAÐIÐ SKOÐUN 93. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.