Fréttablaðið - 03.02.2023, Síða 6

Fréttablaðið - 03.02.2023, Síða 6
Við á Torgi erum full bjartsýni. Jón Þórisson, forstjóri Torgs Við vitum lítið sem ekkert um þau sem koma í einangrunar- vist. Páll Winkel, fangelsismála- stjóri Franski sendiherrann Guillaume Bazard og þýski sendiherrann Diet- rich Becker. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR helgisteinar@frettabladid.is ALÞJÓÐAMÁL Fundur var hald- inn í sendiherrabústað Frakk- lands í Reykjavík í gær í tilefni 60 ára afmælis Élysée-samningsins. Sendiherrar Frakklands og Þýska- lands ræddu um samstarf landanna í núverandi samhengi heimsmála og ítrekuðu mikilvægi þess að varð- veita þau tengsl. Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands og Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands, ræddu meðal annars um samstarf ríkjanna í tengslum við stríðið í Úkraínu og þær breytingar sem hafa átt sér stað í evrópsku samhengi síðan innrásin hófst fyrir ári síðan. Élysée-samningurinn var undir- ritaður 22. janúar 1963 af Charles de Gaulle, þáverandi forseta Frakk- lands, og Konrad Adanauer Þýska- landskanslara. Samningurinn var talinn mjög mikilvægur fyrir aukna efnahagssamvinnu og litu leiðtogar ríkjanna svo á að með samningnum væru styrjaldir milli ríkjanna úr sögunni. Eftir undirritunina gegndu ríkin síðan lykilhlutverki í þróun Evrópusamstarfsins. Áhersla var einnig lögð á mikil- vægi samningsins í ljósi þeirra póli- tískra breytinga sem gætu átt sér stað í framtíðinni á milli stríðandi fylkinga. Sendiherrarnir litu svo á að það væri einmitt það aukna sam- starf milli ríkja sem gegndi lykil- hlutverki í að varðveita frið í Evrópu þrátt fyrir sögulega erfiðleika. n Minntust sextíu ára samstarfs ser@frettabladid.is FJÖLMIÐLAR „Það kemur ekki á óvart að við höfum ekki mælst vel í byrjun mánaðar þegar gjörbreyt- ing varð á dreifingu blaðsins, enda tekur það tíma fyrir lesendur okkar að átta sig á breytingunni,“ segir Jón Þórisson, forstjóri Torgs sem gefur út Fréttablaðið. Gallup birti í gær nýja könnun sem gildir fyrir allan janúar sem sýnir minnkandi lestur Fréttablaðs- ins, en Jón bendir á að Torg hafi látið viðurkennt könnunarfyrirtæki gera könnun um lesturinn frá 18. til 25. janúar, eftir að dreifingin varð mun þéttari en í byrjun mánaðarins, og hún sýni til dæmis að meðallestur helgarblaðsins sé 17 prósent. „Könnun Gallup veldur okkur ekki ugg,“ segir Jón og bendir á að dreifing blaðsins sé aukin jafnt og þétt á fjölförnum stöðum. Nú í febrúar megi búast við því að lestur blaðsins aukist til muna. „Það tekur tíma fyrir trygga les- endur okkar að venjast breyttri dreifingu og við á Torgi erum full bjartsýni á að æ þéttari og betri dreifing með nýja mótinu skili okkar sama lestri og áður. „Það er villandi að birta meðal- talslestur blaðsins allan janúar á meðan breytingin gekk yfir, en miklu raunhæfara að skoða tölurnar fyrir seinni hluta mánaðarins þegar breytingin var um garð gengin,“ segir Jón Þórisson og boðar nýjar tölur um lestur strax í næstu viku. Þess má geta að lesturinn á vef Frétta blaðsins, frettabladid.is, hefur aukist á nýju ári og var nýtt lestrar- met sett aðra vikuna í janúar þegar 111.474 not endur heim sóttu vefinn á degi hverjum að meðal tali. Þá hefur lestur DV.is, sem Torg gefur einnig út, sömuleiðis verið góður en um 130 þúsund not endur heim sækja vefinn að jafnaði á degi hverjum. n Tímabundið fall í lestri vekur ekki ugg helgsteinar@frettabladid.is FILIPPSEYJAR Bandaríkin hafa nú tryggt her sínum aðgang að fjórum herstöðvum til viðbótar á Filipps- eyjum. Með samkomulaginu hefur bandaríski herinn nú fyllt upp í varnarlínu sínu sem nær frá Suður- Kóreu og Japan í norðri til Ástralíu í suðri. Samningurinn markar mikil tímamót í stefnubreytingu banda- rískra stjórnvalda gagnvart fyrrum nýlendu sinni, en Bandaríkin drógu herlið sitt til baka frá Filippseyjum fyrir 30 árum. Ekki hefur enn verið greint frá því hvar nýju herstöðvarnar verða en mögulegt er að þrjár þeirra verði staðsettar á Luzon-eyju í norður- hluta landsins. Luzon hýsir bæði höfuðborgina Maníla og er einnig sú eyja sem liggur næst Taívan. Bandaríski herinn hafði þegar takmarkaðan aðgang að f imm bækistöðvum á Filippseyjum. Rík- isstjórn Bandaríkjanna þvertekur fyrir að með þessu samkomulagi sé hún að leitast eftir varanlegum her- stöðvum. Kínverska ríkisstjórnin gagnrýnir samkomulagið harðlega og segir Bandaríkjamenn auka spennu á svæðinu og grafa undan friði og stöðugleika. Hún segir Banda- ríkin styrkja hugmyndina um núll- summuleik í Asíu með því að efla hernaðaraðstöðu sína á svæðinu. n Umsvif Bandaríkjanna aukast í Asíu Filippseysk herdeild tekur á móti varnamálaráðherra Bandaríkjanna, Lloyd Austin. Bandaríkin munu fjölga herstöðvum sínum í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Fangelsismálastjóri segir gott að fá ábendingar frá Amnesty International um það sem betur megi fara í fangelsum landsins. Amnesty gagnrýndi í nýrri skýrslu í vikunni aðbún- að einstaklinga í einangrun í gæsluvarðhaldi. Fangelsismála- stjóri ítrekar þó að hlutverk þeirra sé fyrst og fremst að tryggja rannsóknarhagsmuni. lovisa@frettabladid.is MANNRÉTTINDI Fangelsismálastjóri, Páll E. Winkel, segir að fangelsis- málayfirvöld taki það alvarlega sem kemur fram í nýrri skýrslu Íslands- deildar Amnesty um aðbúnað einstaklinga sem vistaðir eru í einangrun til verndar rannsóknar- hagsmunum meðan á gæsluvarð- haldi þeirra stendur. „Við tökum það alvarlega þegar alþjóðlega eftirlitsstofnanir gera athugasemdir og munum bregðast við því sem kemur okkur við,“ segir Páll en í skýrslunni segir Amnesty einangrunarvist gæsluvarðhalds- fanga sé beitt óhóflega á Íslandi. Frá því að skýrslan kom út á þriðjudag hefur til dæmis Þroska- hjálp tekið undir ákall Amnesty um breytingar á verklagi auk þess sem einstaklingar sem hafa verið látnir sæta einangrun hafa lýst upplifun sinni. „Það sem snertir okkur snýr helst að inntaki einangrunarinnar. Að hafa frumkvæði að því að veita þessum einstaklingi aðgengi að DVD-spilara, bókasafni og bæta aðbúnað í útivist eins og hægt er,“ segir Páll og að það sé þó einnig að finna ábendingar sem eru sam- hljóma þeim sem fangelsismálayfir- völd hafa sjálf bent lengi á. „Eins og við vitum lítið sem ekk- ert um þau sem koma í einangr- unarvist,“ segir Páll og að annað sé það að menn séu ekki skoðaðir af heilbrigðisstarfsfólki strax við komu, heldur þegar það mætir á vakt. Þá tekur hann undir gagnrýni á að fatlaðir einstaklingar séu vist- aðir í einangrun og segir þá ekki eiga erindi þangað. „Það á jafnt við um einangrunar- fanga og afplánunarfanga.“ Páll segir að þegar menn komi til þeirra þá beri þeim að tryggja rannsóknarhagsmuni en á sama tíma verði Fangelsismálastofnun að tryggja annan aðbúnað og að það sé gert sem hægt er til að tryggja að hún sé góð. „Sálfræðingar og heilbrigðis- starfsfólk er með þessa einstaklinga í forgangi og þegar það var aukning til dæmis í nóvember var þetta fólk hérna látlaust að taka viðtöl,“ segir Páll og vísar þá til þess þegar hátt í 70 voru í gæsluvarðhaldi á sama tíma og um helmingur í einangrun. Í skýrslu Amnesty er einnig bent á að aðstæður einangrunar- fanga gætu verið betri og er bent á skyggð gler í klefanum. Hvað þau varðar segir segir Páll að tilgangur þeirra sé að koma í veg fyrir sam- skipti við fólk utan fangelsisins en að það verði að kanna hvort hægt sé að bæta útsýni úr klefunum. Hann segir að þrátt fyrir að fangelsið sé einangrað séu vegir í kring og að fólk geti kosið að koma að því ef það vill. „Það má ekki gleyma því að í stórum málum hafa einstaklingar reynt að koma upplýsingum á milli og okkur ber að koma í veg fyrir það, en á sama tíma að gæta meðalhófs, og þess vegna eru þessar ábendingar mjög vel þegnar,“ segir Páll. Spurður um til dæmis fangelsið á Hólmsheiði og möguleikann á því að aðskilja menn á ólíkum göngum fangelsisins segir Páll að ef það yrði gert væri á sama tíma verið að ráð- stafa hluta fangelsisins fyrir þann hóp. „Sú nýting yrði slæm og það er mjög mikill þrýstingur á fangelsis- kerfið að nýta plássið. En þetta er þá eitthvað sem þarf að taka til skoð- unar og taka ákvörðun um ef vilji er til þess.“ n Vita lítið um einstaklinga sem koma í einangrun Í skýrslu Am- nesty Interna- tional er bent á að aðstæður einangrunar- fanga á Íslandi mættu vera betri. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK helenaros@frettabladid.is BRETLAND Allar ákærur á hendur Mason Greenwood, leikmanni Manchester United, hafa verið felldar niður. Greenwood var hand- tekinn fyrir rúmu ári grunaður um líkamsárás og tilraun til nauðgunar gagnvart kærustu sinni, Harriet Robson. Frá þessu greindi lögregl- an í Manchester í gær en lykilvitni málsins hætti við. K nat t spy r nu kappinn hef u r ekki leikið með United frá því að hann var ákærður. Kærasta hans tók upp myndbönd og myndir af Greenwood sem fóru í dreifingu á netinu. Á hljóðupptöku mátti heyra Greenwood reyna að þvinga hana til samræðis. Breska lögreglan ítrekar í yfir- lýsingu sinni stuðning við konur og stúlkur sem verða fyrir of beldi og hvöttu þau hugsanleg fórnar- lömb til að stíga fram og tilkynna til lögreglu. n Mason Greenwood laus allra mála Greenwood var handtekinn fyrir rúmu ári vegna gruns um ofbeldi. 6 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 3. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.