Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 32
Horgemlingar, hagyrðingar og huldufólk eru meðal þess sem mun bregða fyrir augu þeirra sem taka þátt í Safnanótt í kvöld. arnartomas@frettabladid.is Í dag er Safnanótt og opna þá fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá milli klukkan 18 og 23. Þjóð- fræðingurinn Dagrún Ósk Jónsdóttir verður þá á faraldsfæti en hún byrjar á að fræða börn um leiki landnámsbarna og flytur síðar erindi um huldufólk. „Það er verið að opna sýningu á Garða- torgi sem heitir Aftur til Hofsstaða og snýst um landnámið,“ segir Dagrún Ósk. „Þar má finna stóran myllustein sem hægt er að snúa til þess að ferðast um söguna frá landnámi og yfir til Garða- bæjar eins og hann er í dag.“ Síðar stendur til að setja upp skilti í minjagarðinum Hofsstöðum en forn- leifarannsóknir hófust á reitnum árið 1994 og fundust þar minjar af einum stærsta landnámsskála sem fundist hefur á Íslandi. Horgemlingar reistir Eftir að sýningin verður opnuð mun Dagrún Ósk ásamt Söndru Björk Jónas- dóttur svo stýra örsmiðju fyrir yngri kynslóðina þar farið verður yfir leiki sem börn á landnámsöld kunna að hafa leikið. „Við ætlum að byrja á að skoða aðeins hvaðan landnámsfólkið kom, útbúa kort til að rekja leið þeirra og merkja inn hluti eins og sæskrímsli og annað sem kann að hafa orðið á vegi þeirra,“ útskýrir Dagrún Ósk. „Svo ætlum við að fara yfir þessa leiki sem börn á þessum tíma kunna að hafa farið í.“ Og hvernig leikir voru það? „Það er erfitt að segja til um það en það eru nokkrir sem þau hefðu getað farið í. Þau hefðu til dæmis getað klætt sig í skinnbrókina eða reist horgemling,“ segir Dagrún Ósk en á erfitt með að lýsa leiknum í orðum. „Þetta eru stór- skemmtilegar líkamsþrautir þar sem fólk kemur sér fyrir í einhvers konar keng og reynir svo að reisa sig við – og verður þannig að horgemlingnum.“ Siðir manna og huldufólks Síðar um kvöldið flytur Dagrún Ósk svo erindið Trúir þú á huldufólk? á Árbæjar- safni. „Ég ætla aðeins að segja frá uppruna þessara fyrirbæra, hegðun þeirra, atferli og framkomu. Ég mun fara aðeins inn á hvernig hægt sé að þekkja huldufólk ef maður rekst á það á förnum vegi og hvort það sé í rauninni gott eða vara- samt,“ segir Dagrún. „Ef maður sýnir huldufólkinu virðingu þá endar það oftast ekki illa og ef maður hjálpar því þá verðlaunar það mann iðulega. En ef maður gerir eitthvað á þess hlut þá kárnar gamanið.“ Þetta hljómar nú bara eins og dæmi- saga um hvernig maður eigi að hegða sér í mannlegum samskiptum almennt. „Það er óhætt að segja það! Kannski maður ætti að nota þetta sem leiðarvísi fyrir samskipti almennt, bæði við fólk og náttúru,“ segir Dagrún Ósk og hlær. „Þetta eru svo náttúrutengdar sögur og koma inn á þemu eins og að taka ekki meira en maður þarf og svona.“ Kvöldvaka og hagyrðingamót Á Þjóðminjasafninu verður svo boðið upp á kvöldvökustemningu. Þar verður f luttur rímnakveðskapur upp á gamla mátann og með traustri hjálp frá Kvæða- mannafélaginu Iðunni. „Við fengum þessa hugmynd innan- húss um að hafa kvöldvöku – að bjóða fólki að upplifa gamla tímann í bað- stofunni með myrkrinu og vetrinum,“ segir Jóhanna Bergmann hjá Þjóðminja- safninu sem hafði í kjölfarið samband við Báru Grímsdóttur, formann Iðunnar. „Við vildum viðra þessa hugmynd um að kveða kannski nokkrar rímur, segja nokkrar sögur og svona.“ Bára tók svo rækilega vel í hugmynd- ina að ákveðið var að manna fjögurra klukkustunda dagskrá þar sem meðal annars verður boðið upp á hagyrðinga- mót. „Þau kunna þetta svo vel og hvað er betri vettvangur til að deila þessari list en á Safnanótt í Þjóðminjasafninu?“ spyr Jóhanna. „Hagyrðingamót eru gamall siður sem lifði langt fram á tutt- ugustu öld og lifir jafnvel enn úti á landi. Þarna er ákveðið eitthvað þema sem fólk kveður um hverju sinni og er látið ganga hring eftir hring.“ Nánar um dagskrá Safnanætur má finna á síðu 15. Dagskrána í heild má finna á reykjavik.is/vetrarhatid. n Fólk kemur sér fyrir í einhvers konar keng og reynir svo að reisa sig við – og verður þannig að horgemlingnum. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur Til að birta andláts-, útfarar- eða þakkartilkynningar í Fréttablaðinu þarf að senda tölvupóst á timamot@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055 . MERKISATBURÐIR | ÞETTA GERÐIST | 3. FEBRÚAR 1990 Þjóðlegheit á Safnanótt Á Árbæjarsafni verður leiðsögn um sýninguna Karólína vefari og síðan verður farið yfir aðferðir og frágang við krosssaum. MYND/AÐSEND 1488 Bartholomeu Dias og áhöfn hans sigla fyrir Góðrar- vonarhöfða, fyrstir Evrópubúa. 1605 Víkurkirkja í Reykjavík vígð af Stefáni Jónssyni Skál- holtsbiskupi. 1917 Bandaríkin rifta stjórnmálasambandi við Þýska- land. 1930 Útvegsbanki Íslands tekur við af Íslandsbanka hinum eldri. 1944 Bandarískar sveitir taka Marshall-eyjar. 1944 Hótel Ísland við Aðalstræti í Reykjavík brennur til kaldra kola. Einn maður ferst í brun- anum. 1959 Rokkstjörnurnar Buddy Holly, Rit- chie Valens og The Big Bopper farast í flugslysi. 1976 Ástralska leikkonan Isla Fisher fædd. 1981 Litla-Brekka við Suðurgötu í Reykjavík, síðasti torf- bær borgarinnar, er rifinn. Þar bjó Eðvarð Sigurðs- son alþingismaður. 1990 Þjóðarsáttin undirrituð. 1990 Bandaríski tónlistar- maðurinn Sean Kingston fæddur. 1991 Fárviðri gengur yfir Ísland og veldur miklu eigna- tjóni. Sterkasta vindhviða sem mælst hefur á Íslandi, 237 km/klst., mælist í Vest- mannaeyjum. Þann 3. febrúar 1990 brutust vopnaðir ræningjar inn í forn- rómversku borgina Herculaneum, sem er vinsæll ferða- mannastaður í Napólí, og höfðu með sér hundruð gripa. Þjófarnir höfðu með sér yfir tvö hundruð gripi, þar á meðal ómetanlega skartgripi, rómverska mynt og styttur úr bronsi. Mennirnir klifruðu yfir veggi borgarinnar og yfir- buguðu verðina sem þar voru. Herculaneum er eitt af sögulegustu svæðum Napólí en borgin forna grófst undir ásamt Pompeii þegar Vesúvíus gaus árið 79. Fornleifauppgröftur þar hefur leitt margar merkar minjar í ljós en öskulagið sem féll yfir borgina var þykkara en í Pompeii og því hafa framkvæmdir þar reynst erfiðari. Því miður hefur fólk oftar farið ránshendi um Hercul- aneum. Árið 2020 skilaði kanadísk kona munum sem hún hafði stolið þaðan fimmtán árum áður. Hún lýsti því yfir að eftir stuldinn hefði líf hennar farið í vaskinn og að bölvun hvíldi á gripunum. Þjófar fara ránshendi um Herculaneum Kveðskapur var lengi vel ómissandi hluti af kvöldvökum í baðstofum Íslendinga. 12 TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 3. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.