Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 10
Svo setjast þeir við stýrið á bíl og eru margfalt betri öku- menn en nokkurn tímann miklu eldra fólk. Valdimar Örn Sveinsson, faðir Daníels Jökuls og Adams Mána Í einu orði sagt eru þetta bara forréttindi. Við eyðum alveg gríðarlega miklum tíma saman í þetta sameiginlega áhuga- mál. Feðgarnir saman á góðri stundu en allir hafa þeir brennandi áhuga á mótor- sporti MYNDIR/AÐSENDAR Bræðurnir Daníel Jökull og Adam Máni Valdimarssynir mynda langyngstu áhöfn sem hefur nokkurn tímann mætt til leiks í rallý-spretti á Íslandi og munu þeir reyna fyrir sér á Reykjavíkurleik- unum um komandi helgi. MÓTORSPORT Á laugardaginn hefst keppni í rallý-spretti á Reykjavíkur- leikunum 2023 á kvartmílubraut- inni í Hafnarfirði. Meðal keppenda má finna bræðurna Daníel Jökul sem er 16 ára gamall og Adam Mána sem er 14 ára. Þeir mynda langyngsta rallý-sprett sögunnar á Íslandi og faðir þeirra, mótor- sportökumaðurinn Valdimar Örn Sveinsson, segir það hafa legið lengi í loftinu að synir hans myndu feta sömu leið og hann. „Þetta er búið að vekja miklu athygli síðustu tvö ár, frá því að eldri strákurinn byrjaði að keppa. Svo er yngri bróðir hans farinn að taka sín fyrstu skref í þessu og þá náttúrulega vekur þetta enn meiri athygli,“ segir Valdimar við Frétta- blaðið, spurður um áhuga sona hans á mótorsporti. „Þeir eru svona að taka sín fyrstu skref í þessu, Adam Máni verður yngsti aðstoðarökumaðurinn í sögu mótorsports á Íslandi sem og yngsti ökumaðurinn þar sem hann mun aka þúsund kúbika bíl um helgina. Hann er því að fara stela því meti af eldri bróður sínum sem hefur átt metið í tvö ár núna. Daníel var ekki alveg nógu sáttur við það en svona er þetta bara.“ Komnir á fullt tveggja ára gamlir Valdimar er sjálfur með yfir tuttugu ára feril í mótorsporti en hann byrj- aði þó ekki eins snemma og synir hans að þreifa fyrir sér í íþróttinni. „Ég hef nánast keppt í öllum greinum mótorsports, þó mest í tor- færu og rallý en byrja þó ekki fyrr en ég var tuttugu og þriggja ára gamall í þessu brölti. Strákarnir mínir hafa hins vegar verið að síðan þeir voru tveggja ára gamlir. Þá fara þeir að reyna fyrst fyrir sér á fjórhjólum og mótorkrosshjólum. Þá hafa þeir, eftir því sem þeir urðu eldri, verið að leika sér á þessum tækjum auk vélsleða og go- kartbíla og byrja svo að taka þátt í keppnum 14 ára gamlir.“ Eldri bróðirinn, hinn 16 ára gamli Daníel Jökull, byrjaði um leið og hann náði 14 ára aldri að keppa í rallý, drifti og rallýkrossi. Það varð fljótt ljóst að hann ætti fullt erindi í mótorsport en nú þegar er hann orðinn tvöfaldur Íslands- og bikar- meistari í sínum flokkum. Valdimar segir mótorsportbakteríuna hafa gripið þá Daníel og Adam fljótt. „Það var eiginlega ekki annað hægt. Þeir voru með mér á öllum keppnum alveg frá því að þeir voru pínulitlir, þeir sýktust bara af þessu strax og hafa alist upp við þetta alla tíð. Þeir skrúfa sjálfir, mála bílana sjálfir og gera sjálfir við. Sjálfur rek ég bílaverkstæði sem tekur að sér að mála bíla, rétta og gera við bíla og þeir hafa því í gegnum árin verið að sniglast hérna í kringum mig á verk- stæðinu.“ Margfalt betri ökumenn Óhætt er að segja að Daníel Jökull og Adam Máni séu með ansi frá- brugðið áhugamál frá jafnöldrum sínum enda ekki algeng sjón að sjá 14 og 16 ára gutta komna á fullt í mótorsporti. Er um að ræða fullkomið áhuga- mál fyrir krakka á þessum aldri? „Þetta er náttúrulega alveg frá- bært áhugamál að eiga. Ef við tökum þetta bara fyrir í tilfelli þeirra þá eru þeir snemma byrjaðir á mótor- krosshjólum og fá þá strax tilfinn- ingu fyrir því að finna jafnvægi á hjólinu og læra að sama skapi inn á hreyfingarnar sem þessu fylgja. Svo setjast þeir við stýrið á bíl og eru margfalt betri ökumenn en nokk- urn tímann miklu eldra fólk. Þegar þeir missa grip við akstur og fara í smá stjórnleysi, þá ná þeir gripi á nýjan leik sem og stjórn þrátt fyrir að bíllinn fari þversum yfir veginn.“ Margir reka kannski upp stór augu við að lesa að 16 ára gamall strákur sé farinn að keppa í mótor- sporti og sé fullfær um að aka bíl í keppnum, og verða kannski enn meira hissa þegar þeir átta sig á því að hann hafi verið að þessu í tvö ár frá fjórtán ára aldri. Regluverkið í kringum mótorsport hér á landi gerir það hins vegar kleift að krakk- ar sem hafa áhuga á mótorsporti og hafa brennandi áhuga á íþróttinni geti spreytt sig snemma. „Þegar að þú kemst á fimmtánda aldursár máttu aka um á lokaðri braut á þúsund kúbika bílum. Það eru strangar reglur um þetta og kröfurnar um öryggisbúnaðinn í bílnum mjög strangar og það skilj- anlega. En þetta er algjörlega málið fyrir þessa krakka. Bíða enn eftir bílprófi Daníel var á sínum tíma alveg afger- andi góður í körfubolta, var valinn í afreksbúðir og f leira og setur því alltaf markið hátt en mótorsportið tók síðan hug hans allan og ég leyfði honum bara að velja sína leið.“ Þrátt fyrir að Daníel Jökull og Adam Máni hafi nú þegar fengið smjörþefinn af því að aka um á bíl segir Valdimar að eftirvænting þeirra fyrir því að fá bílpróf hverfi ekki. „Sú eftirvænting hverfur ekkert þrátt fyrir þessa reynslu þeirra. Daníel Jökull er til að mynda nú þegar búinn að kaupa sér tvo bíla, 38 tommu jeppa og svo á hann Turbo Subaru. Þessir bílar bíða bara eftir honum og á meðan nýtir hann tæki- færið og stjanar við þá nánast alla daga. Þörfin fyrir bílprófið hefur alveg minnkað hjá þeim þegar að þeir hafa nú þegar ekið svona mikið, sérstaklega hjá þessum eldri sem hefur ábyggilega ekið í alls tuttugu keppnum og verið aðstoðaröku- maður í rallý, en hún hverfur samt aldrei.“ Verða frábært ökumannsteymi Keppni helgarinnar á Reykjavíkur- leikunum er fyrsta keppnin sem yngri bróðirinn, hinn 14 ára gamli Adam Máni, hefur aldur til þess að taka þátt í og hann ætlar að leggja bróður sínum lið og vera aðstoðar- ökumaður hans. Valdimar hefur fulla trú á bræðrunum sem teymi. „Þeir verða geggjaðir saman því áhuginn hjá þeim báðum er svo gríðarlega mikill. Þrátt fyrir að þeir séu ungir að árum er þekkingin sem þeir búa yfir á þessu sviði orðin svo gríðarlega mikil. Þeir eru með allt á hreinu, hvernig bíllinn á að vera uppsettur, eru góðir í að lesa nótur og allt sem þessu fylgir.“ Forréttindi fyrir föðurinn En hvernig tilfinning er það fyrir þig sem föður að eiga sameigin- legt áhugamál á borð við þetta með sonum þínum? „Í einu orði sagt eru þetta bara forréttindi. Við eyðum alveg gríðarlega miklum tíma saman í þetta sameiginlega áhugamál okkar, örugglega mun meiri tíma en margur pabbinn gerir með börnum sínum. Þeir hanga með mér á verkstæðinu mínu, í öllum skólafríum eru þeir þar að græja og gera og um helgar höfum við verið að f lakka saman og keppa. Svo er það þannig að eftir því sem árin líða er þessi samvera okkar ekk- ert að fara minnka því þeir munu alltaf vera smá háðir pabba sínum í þessu brölti. Gallinn við þetta er hins vegar sá að eftir því sem þeir fara meir inn í þetta mun ég á móti þurfa að keppa aðeins minna en það er allt í lagi mín vegna.“ n Ökumenn án bílprófs ná frábærum árangri Mótorsport- bakterían greip bræðurna Daníel Jökul og Adam Mána snemma og hafa þeir nú þegar sýnt mikla færni í íþróttinni. Aron Guðmundsson aron @frettabladid.is 10 ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 3. FEBRÚAR 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.