Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 17
Við tókum hús á Hjarta- miðstöðinni í Kópavogi og ræddum meðal annars starf- semi stöðvarinnar, áhættu hjarta- og æðasjúkdóma hjá konum og ferli greininga og eftirfylgni. Þar tóku á móti okkur þrjár konur sem hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu hver í sínu fagi. Þær Katrín Ragna Kemp Guð- mundsdóttir, lyf-og hjartalæknir á Landspítala og Hjartamiðstöðinni, Jóhanna S. Gunnlaugsdóttir lífeindafræðingur og Stefanía Guðborg Snorradóttir hjúkrunar- fræðingur starfa á Hjartamiðstöð- inni. Þær voru teknar tali og voru fyrst spurðar hvers konar þjónustu Hjartamiðstöðin bjóði upp á. Stefanía: „Til okkar koma ein- staklingar sem eru með tilvísun frá heimilislæknum, hvort sem er af höfuðborgarsvæðinu eða lands- byggðinni. Á stöðina koma einnig sjúklingar til eftirlits eða eftir- fylgni sem hafa legið inni á spítala vegna bráðrar kransæðastíflu, þurft að gangast undir ýmsar aðgerðir eins og kransæðavíkkun, gangráðsísetningu og hjáveituað- gerðir svo dæmi séu tekin. Ýmsar rannsóknir eru gerðar á stöðinni svo sem ómskoðanir af hjarta, áreynslupróf, Holter-rannsóknir og svefnrannsókn.“ Jóhanna: „Í Hjartamiðstöðinni fer ég yfir 24 og 48 klst. hjartalínu- rit eða Holter. Í þessum rann- sóknum er lítið tæki sem tekur upp hjartsláttinn og breytir honum í mynd, sett á einstakling sem fer með það heim í 24–48 klst. Ég les svo úr þessum upptökum og sendi til hjartasérfræðinga Hjarta- miðstöðvarinnar. Við erum með þessari rannsókn að athuga hvort einstaklingur sé í réttum takti eða hvort hann sé í of hægum takti eða jafnvel hraðtakti. Einnig leitum við eftir aukaslögum og hléum í hjart- slætti. Þeir sem koma í þessa rann- sókn hafa oft fundið fyrir auknum hjartslætti, svima eða hafa jafnvel fallið í yfirlið.“ Hættan eykst við tíðahvörf Leita f leiri konur en karlar til ykkar? Katrín: „Mér finnst nokkuð jafnt hlutfall kvenna og karla sem leita til okkar en ég upplifi það að konur séu ekki alltaf meðvitaðar um það að hjarta- og æðasjúkdómar eru algengasta dánarorsök kvenna hér á Íslandi alveg eins og annars stað- ar í heiminum. Þess vegna er mikil- vægt að vekja athygli á þessum sjúkdómi og ræða um áhættuþætti og forvarnir, alveg eins og gert er varðandi krabbamein hjá konum með bleiku slaufunni.“ Stefanía: „Hættan á hjarta- og æðasjúkdómum eykst hjá konum eftir tíðahvörf en það tengist meðal annars minnkaðri fram- leiðslu á estrógeni og hækkun á kólesteróli. Ef konur eru með áhættuþætti eins og áunna sykur- sýki sem stundum er einnig nefnd sykursýki 2, sterka ættarsögu um hjarta- og eða heilaáföll og reykja, þá eykst áhættan.“ Jóhanna: „Mín tilfinning er að það séu fleiri konur en karlmenn sem fara heim með Holter.“ Stefanía: „Konur eru mun dug- legri að senda maka sinn í skoðun frekar en að fara sjálfar í skoðun.“ Hver eru einkenni hjartaáfalls hjá konum? Katrín: „Dæmigerð einkenni alvarlegs kransæðasjúkdóms eða hjartaáfalls hjá öllum kynjum eru þyngsli eða verkur fyrir brjósti sem oft leiðir upp í háls, aftur í bak eða niður í maga. Samfara getur maður fundið fyrir ógleði og kaldsvitnað. Konur fá hins vegar ekki alltaf dæmigerð einkenni og geta allt eins fundið fyrir almennum slapp- leika, þreytu, mæði, meltingar- truflunum og svo framvegis en við hjartaáfall þarf tafarlausa meðferð. Verkur sem kemur við áreynslu og hverfur í hvíld er týpískt einkenni kransæðasjúkdóms og þá þarf að skoða það nánar því kransæða- sjúkdómur eykur líkur á hjarta- áfalli.“ Mikilvægt að minnka líkurnar Hver er besta forvörnin gegn hjartasjúkdómum kvenna? Stefanía: „Helstu áhættu- þættir hjartasjúkdóma hjá konum eru ættarsaga, blóðfituröskun, háþrýstingur, reykingar, sykur- sýki, yfirþyngd, aldur, streita og kyrrseta. Því er besta forvörnin að ástunda heilsusamlegt líferni, sem felur meðal annars í sér að sinna reglubundinni hreyfingu og huga vel að mataræði. Rétt er að vanda val á fitu og forðast óhóflega neyslu sykurs og einfaldra kolvetna, sem og mikils af unnum matvælum.“ Katrín: „Í raun er best að skoða þessa áhættuþætti og vinna með þá alla til að minnka líkurnar á hjarta- og æðasjúkdómum. Aldri og ættarsögu getum við ekki breytt en það er hægt að skoða hina áhættuþættina sem við getum breytt: hætta að reykja, ná blóð- fitum og blóðþrýstingi niður með hreyfingu og mataræði. Ef ekki gengur að bæta þessa áhættuþætti með lífsstílsátaki þá má íhuga lyfjameðferð. Við getum aldrei alveg komið í veg fyrir hjarta- og æðasjúkdóma en við getum minnkað líkurnar á að veikjast.“ Læknir meti einkenni Hversu reglulega ættu konur að koma í rannsókn? Stefanía: „Það fer eftir heilsufari hjá viðkomandi, einkennum, aldri og áhættuþáttum. Ef engin ein- kenni eru frá hjarta en ættarsagan er sterk þá er mælt með skoðun á 3–5 ára fresti.“ Katrín: „Þegar einstaklingur er með þekktan hjartasjúkdóm fer það eftir alvarleika sjúkdóms og einkennum hversu oft þarf að hitta hjartalækni. Hjá einstaklingum yfir fertugt sem ekki eru með þekktan hjartasjúkdóm og eru ekki með einkenni vinnum við eftir leiðbeiningum frá Evrópsku hjartalæknasamtökunum. Þar eru reiknaðar tíu ára líkur á því að fá hjartaáfall út frá aldri, blóðfitum, blóðþrýstingi og reykingum. Það fer svo eftir þeim niðurstöðum hvort þörf er fyrir meðferð eða frekara mat. Ef þörf þykir á frekari meðferð þarf að ræða málið vel því öll meðferð sem við gefum getur haft í för með sér aukaverkanir. Hjartavernd hefur einnig búið að áhættureikni miðað við íslenskar forsendur, þar sem hægt er að reikna sína áhættu frá 35 ára aldri og bera saman við aðrar konur á sama aldri. Þá er einnig hægt að bóka tíma í áhættumat og flestar af þessum mælingum sem þarf til að fylla í matið er hægt að ræða við heimilislækni um. Ef einstaklingur reynist vera í mikilli áhættu og þarf að stilla af marga áhættuþætti væri líklega réttast að vísa áfram til hjartalæknis. Rétt er að leggja áherslu á það að ef einstaklingur er með einkenni sem gætu verið vegna hjartasjúk- dóms, þarf alltaf að meta það hjá lækni.“ Eftirfylgni mjög mikilvæg Hversu mikilvægt er að sinna eftir- fylgni við sjúklinga? Katrín: „Hjartasjúkdómar eru flest allt krónískir sjúkdómar sem fara yfirleitt hægt versnandi og meiri líkur eru á að veikjast aftur ef einstaklingur hefur þegar veikst. Það er því mjög mikilvægt að fylgja eftir þeim sem eru með þekktan hjartasjúkdóm. Sjúklingar sem ekki eru með þekktan hjartasjúk- dóm þurfa ekki reglulegt eftirlit hjartalæknis.“ Stefanía: „Eftirlit er mjög mikil- vægt og eykur líkur á að sjúkl- ingum takist að viðhalda og auka sín lífsgæði með betri heilsu og markvissri lyfjameðferð. Það gefur einnig færi á að grípa tímanlega inn í ef einkenni fara að gera vart við sig.“ Mikilvægt að styðja aðstandendur í þessu ferli Hvert er hlutverk sérfræðinga utan sjúkrahúsa í sambandi við hjarta- sjúkdóma og hjartalækningar? Katrín: „Á stofu hittir læknir sjúklinga sem heimilislæknar hafa vísað áfram til að meta hvort við- komandi sé með hjartasjúkdóm eða ekki. Við fáum fólk í viðtal og skoðun og gerum áhættumat og metum hvort þurfi að gera frekari rannsóknir til að staðfesta eða útiloka sjúkdóm. Ég hitti til dæmis talsvert af einstaklingum sem finna fyrir hjartsláttartruflunum og til að rannsaka það geri ég lang- tíma hjartalínurit, hjartaómun og blóðprufur. Ég hitti einnig marga sjúklinga sem hafa fundið fyrir brjóstverk eða mæði og þá þarf ég að meta viðkomandi með tilliti til hvort það sé undirliggjandi kransæðasjúkdómur eða hjarta- bilun sem gæti valdið þessum einkennum. Þá sendi ég fólk í sneiðmynd af kransæðum, geri ómun eða áreynslupróf.“ Stefanía: „Ég hef umsjón með hjúkrunarmóttöku stöðvarinnar en hér starfa fjórir hjúkrunarfræð- ingar sem taka á móti skjólstæð- ingum. Við skráum helstu heilsu- farsupplýsingar, áhættuþætti eins og ættarsögu, hreyfingu, reykinga- sögu og mataræði og förum yfir lyfjanotkun. Þannig reynum við að fá heildræna mynd af einkennum og líðan viðkomandi. Mikilvægur þáttur starfsins er síðan stuðningur og fræðsla til sjúklinga og aðstandenda. Sú fræðsla getur snúist um einkenni og líðan sem tengjast ýmsum hjartasjúkdómum en einnig er mikilvægt að veita góða fræðslu um lyf og lyfjameðferð hverju sinni. Einnig sinnum við síma- þjónustu og fylgjum eftir ýmsum málum. Hjartamiðstöðin býður einnig upp á lífsstílsráðgjöf sem hjúkrunarfræðingur sinnir.“ Katrín: „Að auki fylgjum við mjög mörgum sjúklingum eftir sem hafa legið á spítala og eru með þekktan hjartasjúkdóm. Fæstir þurfa að liggja á spítala nema í stutta stund vegna síns hjarta- sjúkdóms en það þarf hins vegar að fylgjast með þeim flestum reglulega, sjá til þess að meðferðin sé rétt með það markmið að bæta einkenni, koma í veg fyrir sjúkra- húsinnlagnir og að lokum til að bæta horfur og lengja líf.“ Menntun og reynsla Jóhanna útskrifaðist 1991 með sérhæfingu í lífeðlisfræðilegum hjarta- og lungnarannsóknum og hef unnið við það allar götur síðan. „Ég starfa bæði á Landspítalanum og Læknasetrinu í Mjódd auk starfa minna á Hjartastöðinni.“ Katrín varð sérfræðingur í hjartalækningum 2016, varði dokt- orsritgerð árið 2020 við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og hefur starfað á Íslandi síðan 2021. Stefanía fór að loknu námi í hjúkrun árið 1985 í starf á Hjarta- deild Landspítalans og starfaði þar í tæp 20 ár. Frá árinu 2011 hefur hún starfað á Hjartamiðstöðinni. n Konur senda maka í skoðun frekar en að fara sjálfar Þær Jóhanna Sigríður Gunnlaugsdóttir lífeindafræðingur, Stefanía G. Snorradóttir hjúkrunarfræðingur og Katrín Ragna Kemp Guðmundsdóttir hjartalæknir standa vaktina hjá Hjartamiðstöðinni ásamt öðru öflugu starfsfólki. MYND/AÐSEND Við getum aldrei alveg komið í veg fyrir hjarta- og æðasjúk- dóma en við getum minnkað líkurnar á að veikjast. Katrín Ragna Kemp Guðmundsdóttir, hjartalæknir 3FÖSTUDAGUR 3. febrúar 2023 HJARTAÐ ÞITT 2023

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.