Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 03.02.2023, Blaðsíða 27
7. febrúar þriðjudagur n Tilraunakvöld Improv Íslands kl. 20.30 Þjóðleikhúskjallarinn Á Tilraunakvöldum spreyta nýjustu spunaleikarar Improv Íslands sig á sviðinu og gera tilraunir með ný form Þemað á þessu tilraunakvöldi er yfir- vinna. n Sjóbaðsleikjanámskeið: Glaðari þú kl. 12.00 Ylströndin Nauthólsvík Námskeið með reglulegum, stuttum sjóböðum með það að markmiði að verða glaðari, minnka bólgur, bæta svefn, minnka breytingaskeiðseinkenni, efla hormónakerfi líkamans og ónæmiskerfið, sýna sé mildi og efla þrautsegju og úthald. 8. febrúar miðvikudagur n Óperudagurinn með Davíð Þór Jónssyni kl. 12.15 Salurinn, Kópavogi Heimur óperutónlistarinnar verður Davíð Þór Jónssyni að yrkisefni á hádegisspunatón- leikum sem fram fara á Óperu- deginum en deginum er fagnað um víða veröld. n Kári Egilsson og hljómsveit í Múlanum kl. 20.00 Harpa Hinn tvítugi Kári Egilsson og hljómsveit leika tónlist eftir Kára af nýrri plötu. 9. febrúar fimmtudagur n Reynir del Norte tríó og Ísold Wilberg kl. 20.00 Húrra Reynir og Ísold munu spila ýmis þekkt íslensk lög í sínum einstaka búningi. Söngur, Fla- menco og grúv. Hvað er um að vera í næstu viku? n Skrítin staðreynd vikunnar Morðgátusýning með dragbragði Fjölbreytt dagskrá Frítt inn Meira á ww.thjodminjasafn.is Dragdrottingin og skemmtiljónið Gógó Starr hóar saman skemmti- kröftum og setur upp sýningu þar sem áhorfendur reyna að komast til botns í morðgátu. Gógó leiðir áhorfendur í gegnum kvöldið og kynnir fyfir þeim skemmtikrafta og fígúrur í gegnum fjölbreytt atriði. Eftir að það er framið morð þarf að skoða alla sem liggja undir grun með hjálp einkaspæjara. Í lok sýningar svara áhorfendur spurn- ingunni: Hver drap Gógó Starr? Maðurinn sem býr innan í Gógó Starr, Sigurður Starr Guðjónsson, situr fyrir svörum. „Hugmyndin kom upp í spjalli við unnusta minn fyrir nokkrum vikum og hefur hel- tekið okkur síðan. Það er svo margt hægt að gera í þessu þema, og það erfiðasta er að gera ekki of mikið. En ég held að við séum komnir með uppskrift að nýju og spennandi sýningarformi.“ Daður og dulúð Sigurður hefur gaman af morðgátu- leikjum, en segist aðeins einu sinni hafa tekið þátt í svona almenni- legum leik með búningum og slíku. „En ekki láta reynsluleysi mitt blekkja þig! Við ráðfærðum okkur við sérfræðing í morðgátuleikjum við undirbúning sýningarinnar, svo ég á ekki von á öðru en að þetta verði stórskemmtilegt. Ég verð líka að segja að myndirnar Clue og Who framed Roger Rabbit eru í miklu uppáhaldi hjá mér – það hlýtur að telja sem eitt- hvað í morðgátubankann. Ég nýti þennan innblástur í sýningu kvöldsins og má búast við campy húmor, daðri og dulúð.“ Dragdóttirin með Sigurður segir að eingöngu komi fram fólk sem Gógó elski að vinna með. „Þarna eru þokkadísin og húlla-meistarinn Bobbie Michelle, sirkuslista- maðurinn Dan the Man, kabarett-móðir þjóðar- innar; Margrét Maack, og einnig drag-dóttir mín, hin bráðfyndna Twinkle Starr. Ásamt þeim verður einkaspæjarinn Scorpio Venus sem hefur verið að slá í gegn sem sviðshönd flestra föstudagskabaretta,“ segir Sigurður. „Ég held að þetta verði einstaklega skemmtilegt kvöld, ekki bara fyrir áhorfendur, heldur líka fyrir okkur skemmti- kraftana.“ Sigurður segir að kabarett- senan sé algjörlega blómstr- andi og það er að þakka því að Þjóðleikhúsið hefur lyft senunni upp með því að bjóða upp á fjölbragðasýningar öll föstudagskvöld. „Það vantar sko ekki sköp- unargleðina í þessa kabarettsenu og það er alltaf eitthvað nýtt í hverri viku. Ný þemu, ný atriði, nýtt fólk – í bland við ýmist gamalt og gott sem við erum orðin þekkt fyrir.“ Áhorfendahópurinn er fjölbreyttur og nú þegar hafa fastakúnnar farið að láta sjá sig. „Sumir gera heilt kvöld úr þessu, byrja á að fara eitthvert næs út að borða, svo á kabar- ettsýningu, svo jafnvel út á djammið.“ Morðgátan verður sýnd eitt kvöld, í kvöld klukkan 22. Annars eru kabar- ettsýningar öll kvöld til páska. n Þorrablótin voru tekin upp undir lok 19. aldar. Í bókinni Íslenskar gátur, skemmtanir, víkivakar og þulur segir að blótin eigi upp- tök sín hjá stúdentum. 1880 hélt Fornleifafélagið í Reykjavík blót, og aftur 1881. „Veislusalurinn var búinn fornum voðum, skjaldar- merkjum og öndvegissúlum. Langeldar brunnu á gólfinu. Sam- sætið byrjaði með griðasetningu að fornum sið og var ekki mælt meira undir samsætinu.“ ALLT kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 3. febrúar 2023

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.