Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 14
Spá Fréttablaðsins:
Eagles 35–28 Chiefs.
3
Chiefs hefur unnið
síðustu þrjár viður-
eignir liðanna.
546
Liðin hafa skorað jafn
mörg stig það sem af er
tímabili og unnið jafn
marga leiki (16).
6
Bæði lið eru með sex
leikmenn sem voru
valdir í úrvalsliðið
(e. All-Pro) í ár.
7
Þrjátíu sekúndna aug-
lýsing í Ofurskálinni
þetta árið kostar um
sjö milljónir dala, um
einn milljarð króna.
Þrátt fyrir að hafa misst sitt
helsta vopn fyrir tímabilið
er Patrick Mahomes búinn
að leiða Kansas City Chiefs í
sinn þriðja Super Bowl-leik
á fjórum árum. Að þessu
sinni mæta þeir hálfleygum
Örnum sem virðast ekki vera
með neina veikleika.
kristinnpall@frettabladid.is
NFL Hinn árlegi leikur um Ofur-
skálina (e. Super Bowl 57) fer fram
í Arizona aðfaranótt mánudags en
um er að ræða eitt stærsta íþrótta-
kvöld ársins vestanhafs. Kansas
City Chiefs er mætt í úrslitaleikinn
í þriðja sinn á fjórum árum með
töframanninn og tengdason Mos-
fellsbæjar Patrick Mahomes í aðal-
hlutverki en hinum megin bíða
ólátabelgirnir í Philadelphia Eagles.
Það er stutt síðan Eagles vann fyrsta
Ofurskálartitilinn í sögu félagsins
og Ernirnir hafa flogið hátt það sem
af er tímabili.
Það hafa ýmis áföll dunið á Maho-
mes og sóknarleik Chiefs síðast-
liðna mánuði. Mahomes missti sitt
öf lugasta vopn í Tyreek Hill fyrir
tímabilið og mennirnir sem áttu að
leysa hann af hólmi hafa átt erfitt
með að halda heilsu. Til viðbótar
var Mahomes draghaltur í síðustu
leikjum Chiefs eftir að hafa meiðst
á ökkla í úrslitakeppninni en líkt og
Höfðingjar taka á
háfleygum Örnum
Aldrei tapað í sjö viðureignum sem þjálfari
Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs, hefur fagnað sigrum og grátið
eftir tapleiki með báðum liðum í þessari viðureign. Hann tók við liði
Kansas City Chiefs árið 2013 eftir þrettán ár í herbúðum Philadelphia
Eagles og er afar vinsæll hjá stuðningsmönnum liðanna.
Það sem er magnað er að þetta verður í sjöunda sinn sem hann
stýrir liði í viðureign Chiefs og Eagles og til þessa hefur Reid aldrei
þurft að lúta í gras. Undir stjórn Reid vann Eagles fjóra leiki liðanna
frá 1999 til 2012 en síðan Reid tók við sem þjálfari Chiefs hafa Höfð-
ingjarnir unnið Ernina þrjú skipti í röð.
Bræður berjast um montréttinn
Þetta er í fyrsta sinn sem bræður mætast í leiknum um Ofurskálina.
Jason Kelce, miðherji í sóknarlínu Eagles, mætir yngri bróður sínum
Travis sem leikur í stöðu útherja hjá Chiefs. Báðir hafa þeir unnið einn
meistaratitil á ferlinum en sigurvegarinn um helgina fær montréttinn
við matarborðið í næsta fjölskylduboði.
Með því feta þeir í fótspor Jim og John Harbaugh sem urðu fyrstu
bræðurnir til að mætast sem þjálfarar í Ofurskálinni og Jason og De-
vin McCourty sem urðu fyrstu tvíburarnir til að leika í Ofurskálinni
sem liðsfélagar í liði New England Patriots.
Kansas City Chiefs
Þjálfari: Andy Reid
Tímabilið: 14–3
(1. sæti í Ameríkudeild)
Leið í úrslitaleikinn:
27-20 sigur á Jacksonv. Jaguars
23-20 sigur á Cinc. Bengals
Philadelphia Eagles
Þjálfari: Nick Sirianni
Tímabilið: 14–3
(1. sæti í Þjóðardeild)
Leið í úrslitaleikinn:
38-7 sigur á New York Giants
31-7 sigur á San Franisco 49ers
Patrick Mahomes Jalen Hurts
Sendingatölfræði
Kasttilraunir: 648
Heppnaðar sendingar: 435
Sendingahlutfall: 67,1%
Jardar: 5.250
Snertimörk: 41
Kastað frá sér: 12
Sendingatölfræði
Kasttilraunir: 460
Heppnaðar sendingar: 306
Sendingahlutfall: 66,5%
Jardar: 3.701
Snertimörk: 22
Kastað frá sér: 6
5 4
INNbyrðIs vIðureIgNIr
HeiMiLd: NFL/GraPHic NewS
oft áður tókst honum að draga ása
upp úr hattinum og leiða lið Chiefs í
úrslitaleikinn sjálfan. Þá hefur vörn
liðsins með öflugum nýliðum í sér-
flokki stigið upp síðustu vikurnar
og gefið ástæðu til bjartsýni um að
Chiefs eigi eftir að leika margoft til
úrslita næstu árin.
Á sama tíma virtist Eagles um
tíma ætla að eiga hið fullkomna
tímabil. Ernirnir flugu hátt og unnu
fyrstu níu leikina og fjórtán af fyrstu
fimmtán leikjunum. Meiðsli Jalen
Hurts kostuðu Eagles næstu tvo leiki
en sigur í lokaumferðinni tryggði
Eagles fyrsta sætið í Þjóðardeildinni.
Leikirnir tveir í úrslitakeppninni
hafa svo verið tiltölulega þægilegir
fyrir Eagles. Giants átti engin svör
við leik Eagles og í úrslitum Þjóðar-
deildarinnar meiddust báðir leik-
stjórnendur San Fransisco 49ers
snemma leiks sem gerði leið Eagles
í úrslitin sjálf enn auðveldari.
Lið Eagles er frábært á báðum
endum vallarins og ætti að mæta
ferskt til leiks. n
14 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023
LAUGArDAGUr