Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 10
Það stefnir í gott ferða- þjónustuár. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmda- stjóri SAF Þeim finnst þetta ótrúlega magnað. Laufey Guð- mundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýn- ingarinnar Erlendir ferðamenn, einkum Bandaríkjamenn, eru hrifnir af íslenskum virkjunum. Jarðvarmavirkjanir njóta sér- stakra vinsælda. kristinnhaukur@frettabladid.is ferðaþjónusta Erlendir ferða- menn sem hingað koma hafa ekki aðeins áhuga á að sjá óbeislaða nátt- úru eða upplifa menningarviðburði á borð við íslenska djammið. Þeir vilja líka sjá hvað það er sem knýr heimilistækin og heldur á okkur hita. Virkjanir eru orðnar vinsælir ferðamannastaðir og þá einkum jarðhitavirkjanir. „Ferðamenn hafa áhuga á hvernig við nýtum jarðvarmann í orku- vinnslu. Bæði til að framleiða heitt vatn og rafmagn. Þeim finnst þetta ótrúlega magnað,“ segir Laufey Guð- mundsdóttir, sýningarstjóri Jarð- hitasýningarinnar hjá Orku nátt- úrunnar við Hellisheiðarvirkjun. Sýningin er opin alla daga, allt árið um kring. Samkvæmt Laufeyju koma um 100 þúsund manns á sýninguna í meðalári. Langflestir, um 95 pró- sent, eru erlendir gestir og Banda- ríkjamenn í miklum meirihluta, eða nærri helmingur allra gesta. Laufey segir að jarðvarmavirkjan- ir séu til annars staðar í heiminum, til dæmis í Bandaríkjunum. En á Íslandi er aðgengið gott. „Ég er ekki viss um að fólk komist svona nálægt orkuvinnslunni í Bandaríkjunum,“ segir hún. Sumir ferðamenn koma á eigin vegum og geta þá farið í gegnum sýninguna með leiðsögn í hljóð- appi. Einnig koma ferðaþjónustu- og rútufyrirtæki með hópa og fá leið- sögn hjá starfsfólki. Rukkað er inn á sýninguna. Hellisheiðarvirkjun nýtur þess einnig að vera í Jarðhitagarðinum ásamt öðrum fyrirtækjum. Þar reka Climeworks og Carbfix loft- sugur sem fanga kolefni og brenni- stein úr virkjuninni og dæla niður í bergið. Einnig VAXA Technologies sem framleiðir smáþörunga fyrir bætiefni. „Hérna eru fyrirtæki sem tengjast auðlindastraumi virkjunar- innar,“ segir Laufey. Fleir i ork u f y r ir t æk i bjóða ferðamönnum að koma til sín, samkvæmt Samorku. Til dæmis Svartsengi og Reykjanesvirkjun hjá HS Orku á Reykjanesi, Tungu- dalsvirkjun í Ísafirði hjá Orkubúi Vestfjarða og Fjarðarselsvirkjun í Seyðisfirði hjá RARIK sem er elsta starfandi virkjun landsins. Sam- kvæmt könnun frá árinu 2016 hafði helmingur erlendra ferðamanna áhuga á að sjá virkjanir. Landsvirkjun býður líka gesti velkomna. Tvær gestastofur eru reknar Í Ljósafossstöð í Soginu og við Kröflu. Samkvæmt Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, komu 10 þúsund gestir í Ljósafoss í fyrra og 57 pró- sent þeirra voru erlendir ferða- menn. Af 11 þúsund gestum Kröflu var hins vegar yfirgnæfandi meiri- hluti erlendir ferðamenn, eða 97 prósent. „Af öryggisástæðum eru aflstöðv- arnar okkar ekki opnar almenningi, en margir ferðamenn nýta sér hins vegar vegi sem lagðir hafa verið vegna framkvæmda okkar, án þess að við séum sérstaklega að skrá- setja þau ferðalög sem gestakomur til okkar,“ segir Ragnhildur. Nefnir hún að mjög margir keyra að Kárahnjúkum og Hálslóni á hverju ári. „Þar höfum við átt sam- starf við landverði Vatna jökuls- þjóð garðs sem sinna fræðslu fyrir gesti, en boðið er upp á þá leiðsögn tvisvar sinnum í viku,“ segir hún. Sumarið 2021 hafi 90 bílar farið þangað að meðaltali á degi hverjum. Einnig hafa verið gerðar vegabætur í Mývatnssveit í tengslum við Þeista- reykjavirkjun og líklegt sé að sá góði vegur auki umferðina töluvert um svæðið, þótt ekki fari allir til að sjá virkjunina. n Virkjanir orðnar vinsælir ferðamannastaðir Nærri helmingur gesta Hellis- heiðarvirkjunar eru Bandaríkja- menn. Mynd/Gunnar SvanberG ser@frettabladid.is ferðaþjónusta Brottfarir Íslend- inga frá Kef lavíkurf lugvelli voru 41.500 í síðastliðnum janúar og hafa aldrei áður mælst svo margar í þeim mánuði samkvæmt talningu Ferða- málastofu. Brottfarir erlendra farþega frá landinu voru um 121 þúsund í sama mánuði. Það eru álíka margar brott- farir og í janúar árið 2020 og um 82 prósent af því sem þær voru í janúar 2018 þegar mest var. „Við erum á réttri leið í eftir- spurninni, það er engin spurning,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar. „Það stefnir í gott ferða- þjónustuár,“ bætir hann við, „því lágönnin núna um háveturinn lofar góðu, enda virðist hún vera svipuð og 2018, og svo er útlit fyrir mjög gott sumar,“ segir Jóhannes. Tæplega helmingur brottfara var tilkominn vegna Breta og Banda- ríkjamanna, en þessar þjóðir hafa langoftast verið fjölmennustu þjóð- ernin í janúar síðustu tvo áratugi, eða frá því mælingar Ferðamála- stofu hófust. n Landinn aldrei ferðast meira í janúar ser@frettabladid.is samfélag Guðrún Erla Guðjóns- dóttir í Mosfellsbakaríi reyndist hlutskörpust í árlegri keppni Lands- sambands bakarameistara um köku ársins. Það kom í hlut matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, að taka á móti kræsingunum í ár sem eru með Doré karamellumús með ástaraldin- kremi og heslihnetumarengsbotni. „Þetta er nú smá saga,“ segir Guð- rún Erla. „Ég var með aðra köku í huga, mánuði fyrir keppni, sem raunar lenti svo í þriðja sæti, en viku fyrir skilafrest langaði mig að gera aðra köku, meira frískandi en hina, og datt í huga að prófa ástaraldin með karamellumúsinni – og viti menn, hún vann.“ Sala á kökunni hófst í gær í bakarí- um félagsmanna bakara um allt land í tilefni af Valentínusardeginum. n Bakarinn Guðrún Erla á köku ársins Guðrún Erla ásamt matvælaráðherra og forkólfum iðnaðarins. Mynd/bIG List fyrir alla auglýsir eftir umsóknum um listviðburði eða verkefni á svið barnamenningar fyrir grunnskólabörn List fyrir alla er barnamenningarverkefni á vegum menningar - og viðskiptaráðuneytis, sem ætlað er að miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Starfandi listamenn sem og stofnanir og aðrir lögaðilar er sinna barnamenningu á einhvern hátt geta sótt um. Umsóknarfrestur er til 17. mars 2023. MAT Á UMSÓKNUM Valnefnd metur umsóknir og gildi þeirra með hliðsjón af því hvernig þær falla að markmiðum verkefnisins List fyrir alla. Listviðburðir og verkefni skulu í öllum tilvikum unnin af metnaði og af fagfólki. Við mat á umsóknum er valnefnd heimilt að leita umsagnar, gerist þess þörf. Ákvörðun úthlutunar mun liggja fyrir eigi síðar en 19. maí 2023. Umsækjendum er gert að sækja um á rafrænu formi á heimasíðu List fyrir alla, www.listfyriralla.is 10 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023 LAUGArDAGUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.