Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 16
Ég var búinn að pakka
og kominn út í bíl
þegar ég dró andann
djúpt og fann að ég
varð að vera áfram.
Margir telja líklegt að
Jay-Z komi fram með
Rihönnu. Einnig þykir
Kanye West líklegur.
Um helgina |
Við mælUm með |
bjork@frettabladid.is
Það þarf
nefnilega
sterkan
einstakling
til að
standa í
því einn,
sem hann-
að er sem
verkefni
fyrir tvo.
Kjúklingavængjum
Ofurskálin er á sunnudaginn og hinn
fullkomna Super Bowl-mat segja
margir vera kjúklingavængi. Á Just
Wingin’it í Litlatúni í Garðabæ og
á Snorrabraut eru í boði fjölmargar
tegundir. Við mælum sérstaklega
með Sticky Icky, Wing Tan Clan og
Buffalo Cajun Ranch. Fyrir þau sem
ekki vilja kjöt eru blómkálsvæng-
irnir sérlega ljúffengir.
birnadrofn@frettabladid.is
Philadelphia Eagles og Kansas
City Chiefs keppa um Ofurskálina
eða Super Bowl í Arizona á sunnu-
daginn. Um er að ræða einn stærsta
íþróttaviðburð ársins sem sjón-
varpað er um allan heim.
Margir eru spenntir fyrir leiknum
sjálfum en þau sem ekki hafa mik-
inn áhuga á amerískum fótbolta
bíða mörg spennt eftir tónlistarat-
riðinu sem fer fram í hálfleik. Margt
tónlistarfólk hefur sett á svið svaka-
legar sýningar í hálfleik Ofurskálar-
innar og muna líklega margir eftir
því þegar Justin Timber lake sýndi
heiminum brjóstið á Janet Jackson
eða þegar Prince söng Purple Rain í
grenjandi rigningu.
Í ár kemur Rihanna fram í hálf-
leik Ofurskálarinnar og bíða marg-
Spennandi sýning í Ofurskálinni
Sögkonan
Rihanna kemur
fram í hálfleik
Ofurskálarinnar.
Margir velta
nú fyrir hverjir
muni koma
fram með
henni. frétta-
blaðið/Getty
ir spenntir eftir því að sjá hvaða
sýningu ofurstjarnan býður upp á.
Ýmsar getgátur eru á lofti og telja
margir líklegt að Jay-Z muni koma
fram með Rihönnu en hann hefur
verið kallaður lærifaðir hennar. Fari
svo væri ekki ólíklegt að þau myndu
taka lagið Umbrella.
Kanye West þykir einnig líklegur
til að koma fram með Rihönnu og að
þau tækju lagið Run This Town eða
jafnvel lagið FourFiveSeconds. Fari
svo að þau tækju hið síðarnefnda
gæti jafnvel Paul McCartney bæst
í hópinn. Enn fleira listafólk hefur
verið nefnt líklegt til að koma fram
með Rihönnu og má þar til dæmis
nefna Eminem, Shakiru, Kendrick
Lamar og Coldplay.
Segja má með vissu að Rihanna
töfri fram geggjaða sýningu á
sunnudaginn og verður gaman að
sjá hverjir munu koma fram með
henni. Ofurskálin er sýnd á Stöð 2
Sport2 og hefst upphitun klukkan
22 og leikurinn sjálfur klukkan
23.30. n
Heitu súkkulaði
Í veðri eins og því sem hefur verið
undanfarið er kjörið að hafa það
huggulegt heima. Í huggulegheit-
unum er svo kjörið að fá sér heitt
súkkulaði sem bæði er auðvelt að
útbúa og ódýrt. Þú bræðir bara 200
grömm af súkkulaði í bolla af vatni
og bætir svo við lítra af hvers kyns
mjólk og örlitlu salti. Svo er frábært
að setja rjóma út á. n
Tónlistarmanninum Romain
Collin fannst hann fastur
í sköpuninni þegar hann
bókaði fjögurra vikna dvöl
í sumarhúsi á Íslandi. Hann
er kominn aftur og heldur
ferna tónleika í Hannesar-
holti, þrenna með íslenskum
gestum.
bjork@frettabladid.is
Romain sem er upphaflega
frá Frakklandi, er búsett-
ur í New York þangað sem
hann fór til að mennta
sig í tónlist fyrir 15 árum,
hann segir borgina sem aldrei sefur
óendanlega uppsprettu í tónlistar-
og menningarlegum innblæstri.
„Við undirbúning nýrrar plötu
árið 2019 fannst mér einhvern veg-
inn að mér þrengt í djasstónlistar-
senunni sem ég var orðinn hluti af.
Listsköpun krefst opins huga gagn-
vart hinu óþekkta og ókannaða.
Það lærði ég með því að spila með
hinum mögnuðu Herbie Hancock
og Wayne Shorter, sem eru sannir
brautryðjendur í tónlist.“
Romain upplifði sig fastan á tón-
listarsviðinu og fannst hann þurfa
að yfirgefa New York til að nálgast
sköpunina frá nýju sjónarhorni.
„Ég stóð jafnframt í sambands-
slitum og í f lugvél á leið til Los
Angeles þar sem ég var að fara að
halda píanótónleika, pantaði ég, í
algjörri hvatvísi, fjögurra vikna dvöl
í bústað rétt fyrir utan Selfoss,“ segir
Romain sem vissi ekkert um Ísland
en grunaði að það væri góður staður
til að týna sjálfum sér um stund.
„Þetta varð svo upphafið að
epísku ævintýri, en án ævintýra
verða engar sögur og án sagna verð-
ur engin tónlist.“
Romain kom til landsins í febrúar
2020 í miðjum snjóbyl. „Það var
brjálæðislega spennandi. Veturnir
á Íslandi eru ótrúlega fallegir. Ég
elska kuldann, myrkrið og allt þetta
hráa.“
Romain hafði tekið með sér tölu-
vert af búnaði til tónlistarsköpunar
en hafði af ásettu ráði ekki aðgang
að píanói, sínu aðalhljóðfæri.
„Fyrsta kvöldið í bústaðnum var
ég við tónsmíðar þegar ég fann
fyrir löngun til að ganga út fyrir þar
sem við mér blöstu rosaleg norður-
ljós sem lýstu upp himininn,“ segir
Romain en upplifunin varð inn-
blástur að laginu Tell the Northern
Lights.
Hætti við að fara
Ævintýrið hélt áfram þegar Covid
skall á heimsbyggðina af fullum
þunga.
„Tveimur vikum eftir að ég kom
hingað setti Trump á bann við
ferðalögum til og frá Evrópusam-
bandinu og gegn eigin vilja keypti
ég mér miða til baka. Ég var búinn
að pakka og kominn út í bíl þegar ég
dró andann djúpt og fann að ég varð
að vera áfram. Ég sneri við í bústað-
inn og kom græjunum aftur fyrir.
Ég tók áhættu enda vissi enginn
hvað yrði eða hversu löng dvöl mín
yrði hér,“ segir Romain sem var einn
í bústaðnum fyrstu sex vikurnar og
segir einangrunina hafa verið vissa
áskorun. „Einn daginn keyrði ég
svo til Víkur þar sem ég gekk inn á
Black Sand Beach Suites og eigand-
inn bauð mér glæsilega svítu á tómu
hótelinu.“
Romain dvaldi þar næstu fjórar
vikur en segir eigandann aðeins
hafa rukkað sig um nokkrar nætur.
„Ég verð ævinlega þakklátur honum
fyrir örlætið og vinskapinn. Veran í
Vík var dulúðleg reynsla.“
Hefðin í Hannesarholti
Eftir veturinn hélt Romain aftur til
New York og fór með verkin sem
hann samdi hér á landi, í stúdíó.
„Þegar því var lokið flaug ég aftur
til Reykjavíkur. Í New York var enn
mikið um Covid-lokanir en á Íslandi
gekk allt nokkuð eðlilega og mig
langaði að tengjast betur íslenskri
menningu. Vinur minn tengdi mig
við trompetleikarann Ara Kárason
sem kynnti mig fyrir frábæru tón-
listarfólki auk Ragnheiðar Jónsdótt-
ur í Hannesarholti þar sem ég hélt
nokkra tónleika með Ara, GDRN og
Bergi Þórissyni. Tónleikasalurinn
þar býr yfir djúpum og hreinum
hljómi og Steinway-píanóið þeirra
er glæsilegt.
Það er alltaf gaman að spila í
Hannesarholti og við höfum haldið
þeirri hefð í hvert sinn sem ég kem
til landsins,“ segir Romain sem nú
dvelur í listamannaíbúð á vegum
Hannesarholts og heldur þar eins
og fyrr segir ferna tónleika í febrúar.
Nú í kvöld eru það einleikstónleikar
en þann 18. febrúar verður söng-
konan GDRN með honum og Viktor
Árnason þann 25. n
Epískt ævintýri á Íslandi
Romain Collin elskar kuldann og myrkrið á Íslandi. fréttablaðið/siGtryGGur ari
Það hefur mögulega komið einhverjum áhorf-
enda Napóleonsskjalanna sem nú eru sýnd í
kvikmyndahúsum á óvart að aðalleikkonan,
Vivian Ólafsdóttir, er fjögurra barna móðir.
Persónulega varð ég hissa, enda vissi ég ekk-
ert um þessa glæsilegu leikkonu sem nú hefur vakið
mikla athygli, en viðurkenni alveg að sú staðreynd
gerði hana enn meira spennandi í huga mér. Þegar ég
svo komst að því að hún væri einstæð fjögurra barna
móðir varð ég að vita enn meira.
Í viðtali hér í blaðinu segist Vivian hafa fundið fyrir
því í leit sinni að hlutverkum sem leikkona, að ein-
hverjum finnist það fyrirstaða að hún eigi fjögur börn.
Hún hafi aftur á móti tekið þann pól í hæðina að nýta
aðstæðurnar sér til framdráttar.
Amen, segi ég! Enda sýnir það að hún sé komin á
þann stað sem hún nú er, þrátt fyrir aðstæður, magn-
aða þrautseigju. Það vitum við öll sem berjumst við að
halda lífi í starfsframanum og metnaðinum samhliða
heimilishaldi og uppeldi næstu kynslóðar.
Einstæðir foreldrar ættu að leggja áherslu á þann
stimpil þegar þeir sækja um starf eða stöðuhækkun
og atvinnurekendur einmitt að gefa þeim stig fyrir þá
staðreynd. Það þarf nefnilega sterkan einstakling til
að standa í því einn, sem hannað er sem verkefni fyrir
tvo. n
Einstæðar ofurhetjur
16 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 11. FEBRúAR 2023
lAUgARDAgUR