Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 25
Sama góða form- úlan en nú fáanleg með viðbættu melatón- íni. Melissa Dream + melatónín er glæný blanda sem hefur það að markmiði að hjálpa þér að ná djúpri slökun og værum nætursvefni áhyggjulaus. Svefn er ein af grunnreglunum fjórum en nægur svefn er lykillinn að góðri líkamlegri og andlegri heilsu. Svefngæði eru forsenda þess að við náum að sinna dag- legum verkefnum og að okkur líði vel í daglegu amstri. Góður svefn gefur líkamanum jafnframt tækifæri til að hvílast og endur- nærast sem styrkir ónæmiskerfi okkar og stuðlar að góðri heilsu að viðbættu hollu og fjölbreyttu mataræði ásamt reglulegri hreyfingu. Svefnleysi hefur áhrif á heilsuna Langvarandi svefnleysi getur haft margvíslegar afleiðingar á heilsu okkar og líðan, hormóna- framleiðsla fer meðal annars úr jafnvægi sem og hormón sem stýra hungri og seddu. Við förum því að sækja meira í sykur og einföld kolvetni. Að auki fer ónæmiskerfið að bælast með verri svefngæðum en í kjölfarið erum við líklegri til að fá flensur og ýmsa kvilla. Ásamt því getur svefnleysi einnig haft víðtæk áhrif á andlegu hliðina sem getur komið niður á líðan í daglegu amstri og haft áhrif á verkefni okkar. Gríðarlega mikilvægt er því að huga að góðum nætursvefni og vert er að huga að því hvernig hægt sé að bæta svefninn. Hvað getum við gert til að stuðla að góðum svefngæðum? Ýmislegt er hægt að gera til að vinna bug á svefnleysi og öðlast betri svefn. Eitt það allra mikil- vægasta er að hafa góða reglu á svefntímanum og rútínu í kringum svefn. Gott er að taka því rólega í tvo tíma fyrir svefn, lágmarka alla notkun rafmagnstækja í svefnher- berginu sem á að vera vel loftað, myrkvað og hljóðlátt. Að auki er mikilvægt að takmarka alla sykur- neyslu, ekki neyta koffíns eftir klukkan 14 á daginn og stunda reglulega hreyfingu. Náttúruleg bætiefni reynast að auki mörgum gríðarlega vel og er ekki úr vegi að skoða einstök bæti- efni frá New Nordic sem geta haft jákvæð áhrif á svefn og daglegt amstur, sem fást í tveimur mis- munandi tegundum, annars vegar Melissa Dream sem inniheldur blöndu jurta sem hafa góð áhrif á svefninn og hins vegar Melissa Dream með viðbættu melatóníni. Sofðu betur með Melissa Dream Melissa Dream er náttúrulegt bætiefni sem hefur það að mark- miði að auka svefngæði til muna en þetta vísindalega samsetta bætiefni er hannað til að stuðla að góðum nætursvefni þannig að við vöknum endurnærð án þess að finna fyrir sljóvgandi áhrifum daginn eftir. Melissa Dream inni- heldur sérvalin innihaldsefni og er blandan sérstaklega hönnuð til að veita huganum hvíld og ró yfir nóttina. Melissa Dream inni- heldur sítrónumelissu sem hefur verið notuð í aldaraðir, L-theanine amínósýru sem og fjölda víta- mína, svo sem B6-vítamín sem stuðlar að því að halda reglu á hormónastarfsemi og B12-vítamín sem stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfisins sem og eðlilegri sálfræðilegri starfsemi ásamt B1-, B2-, og B3-vítamínum auk magn- esíums. Melissa Dream með melatóníni Melissa Dream er nú komin í sömu góðu formúlunni en nú með viðbættu melatóníni. Melatónín er hormón sem framleitt er í heil- anum en það er oft á tíðum kallað svefnhormón. Melatónín á þátt í að stilla hina eðlislægu klukku í kerfinu okkar sem gerir það að verkum að okkur syfjar þegar dimma fer og við erum vakandi þegar bjart er á daginn. Margir hverjir eiga erfitt með svefn af ýmsum ástæðum en ýmislegt getur valdið því að melatónínbúskapur líkamans fari úr skorðum en því getur Melissa Dream + melatónín sem inniheldur 1 mg af melatóníni verið afar góður kostur og komið sér vel. Fátt er mikilvægara heilsu okkar en svefn en þó skal ávallt hafa í huga að taka ekki stóra skammta af melatóníni sem getur haft skaðleg áhrif á heilsuna. n Fæst í öllum helstu apótekum og heilsuhillum stórmarkaða. Betri svefn með Melissa Dream plús-melatóníni Melissa Dream með viðbættu melatónini gefur betri svefn. Kamilla er jurt sem hefur róandi áhrif og góð áhrif á meltingu, auk annarra heilsueflandi eiginleika. Sítrónu melissa hefur einstaklega róandi áhrif á bæði hug og hjarta, sem getur stuðlað að betri svefni. Melissa Dream + Melatónín er glæný blanda sem hefur það að markmiði að hjálpa þér að ná djúpri slökun og værum nætursvefni, áhyggjulaus. Melissa Dream er náttúrulegt bætiefni sem hefur það að markmiði að auka svefngæði til muna með kamillu, grænu tei, L-theanine, B-vítamínum (B1, B2, B6 og B12) og magnesíumi. Vegan Health Sérstaklega samsett bætiefnablanda fyrir þá sem eiga erfitt með að taka upp B12 og járn úr fæðunni og þá sem neyta ekki dýraafurða. Valið BESTA NÝJA BÆTIEFNIÐ á Natural & Organics í London 2019 Hámarksupptaka tryggð þegar úðað er út í kinn. Hröð og mikil upptaka. Betra og öruggara en töflur eða hylki. Pakkningar gerðar úr endurunnu plasti úr sjónum 48 skammtar • Vegan D3 • B12 • Járn & Joð Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna ALLT kynningarblað 3LAUGARDAGUR 11. febrúar 2023
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.