Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 35
Leiðtogi hringrásarsamfélags í Reykhólahreppi
Reykhólahreppur auglýsir eftir verkefnastjóra hringrásarsamfélags í Reykhólahreppi.
Leitað er að leiðtoga með brennandi áhuga á mótun og uppbyggingu sjálfbærs hringrásar-
samfélags sem hefur getu til að halda utan um mismunandi verkþætti og hafa yfirsýn sem
hjálpar við ákvarðanatöku og miðla réttum og skýrum skilaboðum til hagsmunaaðila.
Um er að ræða tveggja ára verkefni.
Helstu verkefni:
• Vinna með sveitarstjórn og hagaðilum að mótun hringrásarsamfélags í Reykhólahreppi
• Gerð og mótun auðlindafélags Reykhóla
• Þátttaka í greiningarvinnu
• Fjárfestakynningar
• Samskipti við hagaðila • Upplýsingamiðlun, kynningar og fræðsla fyrir íbúa um hringrásarsamfélag
• Umsóknir í sjóði
Menntun og hæfni:
• Mikil samskiptahæfni skilyrði
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af verkefnastjórnun æskileg
• Þekking á upplýsingamiðlun nauðsynleg
• Þekking á opinberri stjórnsýslu kostur
• Hæfni til að móta nýjar leiðir og leita að stöðugum umbótum kostur
Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2023. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við stéttarfélög háskólafólks.
Áhugasamir sendi kynningarbréf, meðmælabréf og ferilskrá á netfangið johanna@reykholar.is Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Ösp Einarsdóttir í síma 698-2559 eða á meðfylgjandi netfangi.
Á Reykhólum er hægt að lifa af launum sínum!
Flutningsstyrkur.
Um Reykhólahrepp:
Í sveitarfélaginu Reykhólahreppi búa rúmlega 240 manns, þar af um 120 manns á Reykhólum
sem er eina þéttbýlið í sveitarfélaginu. Á Reykhólum er að finna mesta jarðhita Vestfjarða-
kjálkans og framtíðarsýn Reykhólahrepps er að nýting jarðhita á Reykhólum verði samfélag-
inu til framdráttar, efli starfsemi starfandi fyrirtækja á Reykhólum og laði að ný fyrirtæki.
Með uppbyggingu hringrásarsamfélags í Reykhólahreppi er leitast við að innleiða félagsleg,
efnahagsleg og umhverfisleg sjónarmið í skipulagningu, stýringu og framkvæmd með það
fyrir augum að auka aðdráttarafl svæðisins til fjárfestinga og nýsköpunar.
Erum við að leita að þér?
ATVINNUBLAÐIÐ 9LAUGARDAGUR 11. febrúar 2023