Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 58
Ég setti nálina aftur og
aftur og aftur á þetta
sama lag. Ég fríkaði út,
ég var orðinn húkkt.
Þetta fólk var búið að
ná mér.
The
moment I
wake up.
Before I
put on my
makeup …
dadada-
dada.
Öll uppáhalds
lögin þín eru eftir
Burt Bacharach var löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi og lögin hans munu tryggja að svo verði áfram um aldir alda.
Amen. Enda var maðurinn algert færiband sem dældi út melódískum smellum af fádæma öryggi. Fréttablaðið/Getty
Dionne Warwick og Burt Bacharach alveg upp á sitt besta í gúddí fílíng í
hljóðveri í London í nóvember 1964. Fréttablaðið/Getty
Burt Bacharach
„Burt Bacharach er búinn
að semja öll uppáhalds
lögin þín og þú hefur ekki
hugmynd um það,“ segir
Páll Óskar sem að öllum
ólöstuðum hlýtur að mega
teljast ákafasti og einlægasti
aðdáandi meistara popp-
melódíu 20. aldarinnar sem
lést í vikunni.
odduraevar@frettabladid.is
toti@frettabladid.is
Bandaríska tónskáldið Burt Bach-
arach var 94 ára þegar hann lést á
miðvikudaginn en engin hætta er
á öðru en að minning hans muni
lifa um ókomna tíð í þeirri löngu
halarófu sígildra laga sem hann
skilur eftir sig en 73 þeirra náðu
inn á á topp 40 í Bandaríkjunum
og 52 í Bretlandi.
„Þeir sem þekkja til og hafa
stúderað þetta vita alveg að við
getum talað um stóru B-in þrjú;
Bítlana, Beach Boys og Burt Bach-
arach,“ segir tónlistarmaðurinn
Páll Óskar Hjálmtýsson sem er
sjálfsagt ákafasti aðdáandi Bach-
arachs á landi hér og þótt víðar
væri leitað.
„Þetta fólk samdi, bjó til, gaf út
og markaðssetti popptónlist eins
og við hreinlega þekkjum hana
í dag. Þetta var fólkið sem bjó til
„blueprintið“ að poppi og bara
kenndi okkur hinum hvernig á að
gera þetta.“
Heilaga þríeykið
Bacharach vann sex sinnum til
Grammy-verðlauna og hampaði
auk þess þremur Óskurum fyrir
besta kvikmyndalagið en ferill
hans tók flugið fyrir alvöru 1957
þegar leiðir hans og textaskáldsins
Hal Davids lágu saman í New York.
Þegar söngkonan Dionne Warwick
kom síðan til sögunnar og gaf tón-
smíðum þeirra vængi fór þríeykið
beinlínis með himinskautum.
„Þetta er uppáhalds lagahöf-
undurinn minn í lífinu. Það kemur
enginn annar lagahöfundur í stað-
inn fyrir hann og það er enginn
textahöfundur að fara að koma
í staðinn fyrir Hal David, félaga
hans. Hal er líka farinn þannig að
núna er Dionne Warwick ein eftir
af þessu heilaga þríeyki sem vann
svona gríðarlega mikla vinnu, sér-
staklega á árunum 1960 til
1970.“
Walk on By
Flest þau sem komin eru til einhvers
vits og ára eiga líklega sitt uppáhalds
Bacharach-lag og þótt af nógu sé að
taka vefst sú spurning ekki fyrir
Palla.
„Já. Walk on By stendur upp úr,
einfaldlega vegna þess að þegar
ég heyrði Dionne Warwick fyrst
syngja þetta af vínylplötu gerist eitt-
hvað innra með mér,“ segir Palli og
hverfur á vit ljúfrar minningar.
„Árið var 1989 og var klukkan
fjögur að morgni á bjartri nóttu í
júní þegar ég lá á stofugólfinu heima
hjá mér, nýbúinn að kaupa Dionne
Warwick Greatest Hits. Ég vissi ekk-
ert hvað ég var að kaupa. Ég var bara
forvitinn.
Walk on By var lag númer fjögur
og þarna gerist eitthvað innra með
mér. Ég setti nálina aftur og aftur og
aftur á þetta sama lag. Ég fríkaði út,
ég var orðinn húkkt. Þetta fólk var
búið að ná mér og ég er búinn að vera
í liði með því síðan.“
Palli bætir við að taka þurfi skýrt
fram að Dionne Warwick, sem er
frænka Whitney Houston, sé hirð-
söngkona Burt og Hals. „Í rauninni
eru lögin oftar en ekki samin beint
ofan í hana, eða þá að það er Dionne
sem tekur upp bestu útgáfuna af
hverju lagi fyrir sig.“
Óhræddar frænkur
Palli minnir síðan á að það hafi
tekið Bacharach mörg ár að hefja
s ig til f lugs og það sé ekki á
allra vitorði að hann
var búinn að ströggla
í áratug áður en hann
fann Warwick.
„Ég er búinn að stúd-
era þennan katalóg hjá
honum og hvað var í
gangi þarna þessi tíu ár á undan. Þar
kennir ýmissa grasa og hann gafst
ekki upp. Hann er á hverjum einasta
degi við píanóið að semja og reyna
að koma lögunum út.“
Palli segir alls konar söngvara
hafa sungið alls konar lög eftir hann
á þessum árum. Jafnvel lög sem
pössuðu þeim ekki beinlínis. „En
svo mætir Dionne Warwick svona
rosalega músíkölsk og það var eins
og hún gæfi lögunum líf,“ segir Palli
og bendir á að Dionne hafi, rétt eins
og Whitney frænka hennar síðar,
gefið lögum líf með góðu valdi á
söngrödd sinni.
„Þótt lagasmíðarnar væru flóknar
þá var Dionne aldrei hrædd við
þessi lög. Alveg eins og Whitney.
Hún var aldrei hrædd við lögin,
það voru lögin sem voru hrædd við
hana.
Báðar sungu þær lögin aldrei eins
og gátu alltaf fundið einhverja nýja
f leti á þessu þannig að
það varð alltaf nýtt og
nýtt listaverk til í hvert
sinn sem lagið var f lutt. Og þetta
elskaði Burt.“
LagahöfundurINN
Palli telur í þessu sambandi einn-
ig rétt að minna á að Bacharach
hafi verið ofvirkur og haldinn full-
komnunaráráttu. „Hann svaf bara
í fjóra tíma á dag.
En það er líka ástæðan fyrir því
að hann kemur þetta mörgum
lögum inn á topp 100 listann á
þessu brjálaða tíu ára tímabili sem
klárast sirka 1972. Ég held að Burt
Bacharach sé lagahöfundurINN,
sem átti metið í „chart entries“,
hvernig svo sem maður segir það á
íslensku.“
Palli segist telja sænska lagahöf-
undinn Max Martin vera búinn að
slá metið en hann hafi byrjað
að saxa á Bacharach þegar
hann by r jaði að v inna
með Britney Spears. „ Og
Back street Boys og
öllu þessu. Núna
er Max Martin búinn að semja lög
fyrir gjörsamlega alla í heiminum,
en Burt var eins og Max Martin og
allir söngvarar biðu í biðröð eftir
lögunum hans og rifust um að fá
að syngja þau.“
Tékkið á Dionne Warwick
Palli hvetur áhugasöm til þess að
fara á Spotify og sökkva sér ofan
í tónsmíðar Bacharachs og passa
að slá nafn Dionne Warwick rétt í
leitargluggann. „Tékkið á Dionne
Warwick, tékkið á Dusty Spring-
field, tékkið á Carpenters, tékkið
á Elvis Costello og tékkið svo líka á
honum sjálfum.
Hann tók nefnilega upp oftar en
ekki „instrumental“ útgáfur af öllum
sínum lögum sjálfur, í eigin nafni, í
eigin mætti og það er svo eins og við
manninn mælt að hans útsetningar,
hans upptökur og hans „pródúk-
sjón“ voru alltaf bestar og flottastar.
Margir hafa reynt en það toppar
enginn þennan töffara. Þetta er svo
brjálæðislega mikið og fólk kveikir
ekki á því. Þetta er samtímamaður
Bítlanna og Bítlarnir litu upp til
hans.
Þú getur í rauninni sagt að Burt
Bacharach sé búinn að semja öll
uppáhalds lögin þín og þú hefur
ekki hugmynd um það,“ segir Palli
og bætir við, áður en hann brestur
í söng, að fólk átti sig
ekki á þessu fyrr
en hann byrji að
syngja fyrir það:
„The moment
I wa ke u p.
Before I put on
my makeup …
dadadadada.“ n
Burt og Hal
með Óskarana
fyrir Raindrops
Keep Falling
on my Head.
Fréttablaðið/
Getty
Páll Óskar er einn
dyggasti aðdáandi
Burts Bacharachs.
Fréttablaðið/Valli
38 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023
lAUGARDAGUR