Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.02.2023, Blaðsíða 12
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi, Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101 reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Olíurisinn. Rafvirkinn. Ríkasti maður heims. Leiðtogi Vinstri grænna. Við getum öll fundið ástæðu til að réttlæta undan- þágur. Enn einu sinni eru náttúru- auðlindir landsins á útsölu. Í boði stjórn- valda. Sigmundur Ernir Rúnarsson ser @frettabladid.is Mín skoðun Gunnar Sif Sigmarsdóttir Íslendingum hefur ekki tekist að nýta nátt- úruauðlindir sínar í þágu samfélagsins. Það hefur þeim mistekist hrapallega. Ástæðuna má rekja til einbeitts pólitísks hroka af hálfu stjórnmálaflokka sem hafa um langt árabil séð hag sínum best borgið með því að afhenda sameiginleg verðmæti þjóðar- innar til útvalinna landsmanna – og það á silfur- fati, stíffægðu. Greiðinn hefur svo verið endurgoldinn með dúsu í kosningasjóði. Svona er ástatt fyrir Íslandi. Það er spillt þjóð- ríki. Og það hefur ekkert breyst í áranna rás af því að stórum hluta þjóðarinnar er sama um þennan ráðahag og heldur sömu arðræningjun- um að völdum frá einni kosningu til annarrar. Engu breytir þótt flokkur, sem einhverra hluta vegna kallar sig Vinstri grænan, taki að sér að framlengja pólitískt líf þessara afla. Í hálfan áratug hefur hann ekki hreyft mótbárum. Hann lætur sér spillinguna í léttu rúmi liggja. Í besta falli er búin til svo fjölmennur starfs- hópur um málið að niðurstaðan getur aldrei orðið annað en óbreytt ástand. Og til þess er leikurinn líklega gerður. Þess vegna heldur spillingin áfram. Hún er og verður ofviða íslenskri pólitík. Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlits- leysið og yfirganginn í uppbyggingu sjókvíaeldis á Íslandi er enn ein áminningin um að íslenskt stjórnkerfi hirðir ekki um verkefni sín. Kerfið kann ekki að stjórna. Eða öllu heldur, því er sama. Þetta má bara reka á reiðanum. Það er og verður íslenska leiðin. Kappið skal alltaf vera meira en forsjáin. Þess vegna hefur sjókvíaeldið farið fram úr regluverkinu og skilið meðvitundarlaust stjórn- kerfið eftir með jakkann á stólbakinu. Og eftir að firðirnir hafa fyllst af hverri kvínni af annarri, án þess að náttúran hafi nokkurn tíma mátt njóta vafans, kemur í ljós að eftirlitið með öllu saman er rekið með tapi. Hafrannsóknastofnun þarf að sækja um styrki til að gæta að göslara- ganginum. Og það er auðvitað vegna þess að það gleymd- ist að gera ráð fyrir gjaldtökunni. Enn einu sinni eru náttúruauðlindir landsins á útsölu. Í boði stjórnvalda. Það er pólitísk stefna ráðandi afla. Niðurstaðan er þar af leiðandi gamalkunnug. Það er með öllu óvíst hvort sjókvíaeldið, hvers arður rennur í fárra manna vasa, og líklega röngum megin við lögsöguna, er á endanum þjóðhagslega hagkvæmt. Á Íslandi er nefnilega allt reiknað eftir á. Og niðurstaðan kemur alltaf ofboðslega á óvart. Og birtist landsmönnum í enn einni svörtu skýrslunni. Hvað ætli þær séu orðnar margar? Vanræksla af hálfu valdhafa er viðvarandi pólitík á Íslandi. n Íslensk spilling Þegar rafvirkinn minn hringdi dyrabjöll- unni í vikunni fylltist ég kvíða. Síðast þegar við hittumst skildum við í illu. Þá hafði hann komið til að laga ofninn minn. Hann hafði hvesst á mig augun þegar ég opnaði útidyrnar. „Það tók mig hálftíma að komast hingað,“ sagði hann eins og tími og rúm væru hindrun sem ég hafði lagt í veg hans. „Má bjóða þér kaffi?“ tuldraði ég afsakandi. „Andskotans borgarráðið,“ svaraði hann. Rafvirkinn minn býr í næstu götu við mig í Islington-hverfi Lundúnaborgar. Í hverfinu fer nú fram tilraun. Völdum svæðum hefur verið breytt í „lágumferðarsvæði“. Götum er lokað fyrir gegnumkeyrslu bíla og gangandi vegfarendum, hjólafólki og börnum að leik tryggður forgangur. Er aðgerðinni ætlað að bæta loftgæði og lífsgæði. En málefnið hefur klofið samfélagið harkalega í með-og-á-móti. „Ég hefði verið fljótari að labba hingað,“ sagði rafvirkinn og skellti verkfæratöskunni á stofugólfið. „Til þess er leikurinn gerður,“ svaraði ég. Honum var ekki skemmt. Á meðan hann reif í sundur bilaða ofninn minn brýndi hann fyrir mér efnahagslegt mikilvægi einka- bílsins. Ég brýndi fyrir honum mikilvægi þess að geta dregið andann. Hann spurði: „Hvað með gamla fólkið?“ Ég spurði: „Hvað með börnin?“ Hann talaði um frelsið til að fara um. Ég talaði um frelsið til að vera kyrr. Hann sakaði mig um skort á raunsæi. Ég sakaði hann um að skorta framtíðarsýn. Síðan er liðið eitt og hálft ár. Nú var það ljósarofinn í stofunni sem var bilaður. Tauga- óstyrk opnaði ég dyrnar. Rafvirkinn hvessti á mig augun. „Það tók mig hálftíma að komast hingað.“ Ég bauð honum kaffi. „Ég myndi keyra yfir borgarstjóra Lundúna ef ég sæi hann.“ Ég spurði hvað borgarstjórinn hefði gert honum. Jú, hann hugðist láta ökumenn greiða daggjald, sem óku um á gömlum og mengandi bílum innan borgarinnar. Vissi ég hvað daggjaldið væri hátt? Vissi ég hvað nýr bíll væri dýr? Vissi ég hvað hann yrði að rukka viðskiptavini sína mikið aukalega? Vandræðaleg VG Sagt er að í stríði standi enginn uppi sem sigurvegari. Stríðið í Úkraínu virðist hrekja þá kenningu. Olíufyrirtæki um heim allan skila nú methagnaði vegna innrásar Rússa. En sigur fer mönnum ekki alltaf vel. Í vikunni tilkynnti breska olíufyrirtækið BP að það hygðist hætta við sett markmið sín í umhverfismálum þrátt fyrir tvöfalt meiri hagnað 2022 en árið á undan. Á sama tíma bárust fréttir af því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefði sent Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins, bréf og farið þess á leit að Ísland fengi undanþágu frá aukinni skattlagningu ESB vegna losunar gróðurhúsalofttegunda í f lugi. Katrín er ekki ein um að vilja vera stikkfrí í háloftunum. Bill Gates, stofnandi tölvu- risans Microsoft og fjórði ríkasti maður veraldar, ræddi nýverið störf sín í þágu loftslagsmála í Breska ríkisútvarpinu. Blaða- maður spurði Gates, sem á fjórar einkaþotur, hvort umhverfisverndarsinni á einkaþotu væri ekki „hræsnari“. Gates þvertók fyrir það. „Ég er ekki hluti af vandamálinu.“ Samkvæmt Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna gæti skaði af völdum loftslags- breytinga verið orðinn óafturkræfur árið 2030. Blaðamaður Fréttablaðsins spurði Katrínu Jakobsdóttur hvort ekki væri vandræðalegt fyrir formann umhverfis- verndarflokks að falast eftir undanþágu frá aðgerðum sem ætlað væri að hamla gegn hlýnun loftslags. Katrín þvertók fyrir það. „Nei, það tel ég ekki vera.“ Olíurisinn. Rafvirkinn. Ríkasti maður heims. Leiðtogi Vinstri grænna. Við getum öll fundið ástæðu til að réttlæta undan- þágur. En ekkert okkar fær undanþágu frá afleiðingum gjörða okkar. n Hræsnari á einkaþotu BUBBI MORTHENS ER GESTUR ÞÁTTARINS MÁNUDAG KL. 19.00 OG AFTUR KL. 21.00 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 11. FeBRúAR 2023 LAuGARDAGuR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.