Fréttablaðið - 10.02.2023, Síða 6
kristinnhaukur@frettabladid.is
hafnarfjörður Aðeins níu félags-
legar íbúðir hafa verið keyptar inn í
félagslega kerfið í Hafnarfjarðarbæ
undanfarin þrjú ár, það er þrjár á ári.
Til samanburðar voru fjórtán íbúðir
keyptar árið 2018. Þetta kemur fram
í minnisblaði bæjarins sem lagt var
fyrir fjölskylduráð í vikunni.
„Það hefur gengið mjög hægt að
fjölga félagslegum íbúðum hérna í
bænum,“ segir Árni Rúnar Þorvalds-
son, fulltrúi Samfylkingar sem gagn-
rýnir meirihluta Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks. „Þetta heldur
engan veginn í við þörfina.“
Alls 190 eru á biðlista eftir félags-
legu húsnæði, þar af 74 í brýnni þörf.
35 bíða eftir húsnæði fyrir fólk með
fötlun, þar af fjórtán í brýnni þörf.
Samfylkingin lagði til að Hafn-
arfjörður myndi fylgja fordæmi
Reykjavíkur um húsnæðissáttmála
við ríkið, sem byggður var á ramma-
samkomulagi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og ríkisins frá því í
sumar. Samkvæmt sáttmálanum
verða 30 prósent nýs húsnæðis byggð
af óhagnaðardrifnum leigufélögum
og 5 prósent félagslegar íbúðir.
Í minnisblaði Hafnarf jarðar
kemur fram að aðeins 116 íbúðir af
1.000 íbúðum á framkvæmdastigi
séu byggðar af óhagnaðardrifnum
leigufélögum, eða 12 prósent. Ekki
eru sérstakar íbúðir fyrir náms-
menn eða eldri borgara.
„Af leiðingarnar eru einsleitur
húsnæðismarkaður í Hafnarfirði
og þeir sem standa höllum fæti eru
í enn þá meiri vanda,“ segir Árni og
bendir á afar hæga uppbyggingu
húsnæðis á síðasta kjörtímabili,
þegar var íbúafækkun í bænum um
tíma. Biðtíminn eftir húsnæði verði
langur. n
Þeir sem standa höll-
um fæti eru í enn þá
meiri vanda.
Árni Rúnar
Þorvaldsson,
bæjarfulltrúi
Samfylkingar
Fyrstu dagana er þetta
mikil ringulreið en það
kemst mynd á þetta
þegar á líður.
Hrafnhildur
Sverrisdóttir,
verkefnisstjóri
hjá alþjóðasviði
Rauða krossins á
Íslandi
Fólkið í flokknum,
grasrótin, ræður nú
stefnunni til næstu
missera.
Þorgerður
Katrín Gunnars-
dóttir, formaður
Viðreisnar
ser@frettabladid.is
STjÓrnSÝSLa Á árabilinu 2015 til
2021 fjölgaði opinberum starfs-
mönnum um 11.400. Samkvæmt
þessum tölum jókst fjöldi opinberra
starfsmanna um ríflega 21,4 prósent
á þessum sex árum.
Á sama tíma fjölgaði starfsfólki á
almenna markaðnum um 4.200 sem
er um þriggja prósenta aukning.
Fjölgunin er mest í opinberri stjórn-
sýslu en þar hefur starfsmönnum
fjölgað um 4.600 frá árinu 2015.
Það er um 60 prósenta aukning á
sex árum.
Þetta kemur fram í nýrri úttekt
Félags atvinnurekenda sem kynnt
var á ráðstefnu í gær undir heitinu
Er ekki bara best að vinna hjá rík-
inu?
Star fsmönnum sveitar félaga
fjölgaði einnig á þessum tíma, sam-
tals um hálft fimmta þúsund frá
2015.
Samkvæmt tölum Efnahags- og
framfarastofnunarinnar, OECD, er
stærð hins opinbera á vinnumark-
aði einungis meiri í Noregi, Svíþjóð
og Danmörku en hér á landi. Hlut-
fall þetta mældist rétt tæp 25 pró-
sent hér á landi árið 2019 en hæst í
Noregi, tæplega 31 prósent.
Það sem vekur sérstaka athygli,
eins og segir í skýrslunni, er að í
mörgum löndum OECD lækkaði
þetta hlutfall milli áranna 2007 og
2019, þvert á það sem gerðist hér. n
Fimmtungi fleiri ríkisstarfsmenn
Hrafnhildur Sverrisdóttir
hjá Rauða krossinum segir
afar vel ganga að safna fé til
að hjálpa Sýrlendingum og
Tyrkjum eftir jarðskjálftana.
benediktarnar@frettabladid.is
hjáLparSTarf„Þetta er gríðarlega
erfitt ástand því það eru fæstir vanir
að takast á við neyðaraðgerðir af
þessum toga og svona hamfarir,“
segir Hrafnhildur Sverrisdóttir,
verkefnisstjóri hjá alþjóðasviði
Rauða krossins á Íslandi, um
ástandið í Tyrklandi og Sýrlandi.
Staðan í löndunum tveimur er afar
erfið í kjölfar jarðskjálfta sem ollu
gríðarlegu tjóni og mannfalli.
Hrafnhildur segir að alþjóða-
samfélagið reyni að aðstoða eftir
bestu getu með fjármagni, neyðar-
birgðum og mannskap.
„Það þarf alltaf að skipuleggja
aðgerðir gríðarlega vel og það tekur
tíma. Fyrstu dagana er þetta mikil
ringulreið en það kemst mynd á
þetta þegar á líður. Þá verður meira
skipulag hjá hjálparsamtökum sem
eru að vinna saman og hægt er að
samhæfa aðgerðir,“ segir Hrafn-
hildur.
Að sögn Hrafnhildar er mikil-
vægt að hlúa að innviðum lands
sem verður fyrir slíkum hamförum.
„Fólk verður oft án rafmagns,
síma og heilbrigðisþjónustu og
hefur það gríðarleg áhrif á líf fólks
í framhaldinu.“
Nýjustu tölur um fjölda látinna
nálgast samkvæmt erlendum miðl-
um 16 þúsund, en margt fólk er enn
fast undir rústum bygginga. Hrafn-
hildur segir að það sé mikilvægt
að hlúa bæði að þolendum ham-
faranna og sjálf boðaliðum sem
aðstoða við björgunaraðgerðirnar.
„Þetta er gríðarlega erfitt ástand
því það eru fæstir vanir að takast á
við neyðaraðgerðir af þessum toga,“
segir Hrafnhildur.
Rauði krossinn hóf neyðarsöfnun
í kjölfar hamfaranna í Tyrklandi og
Sýrlandi, en að sögn Hrafnhildar
hafa tæplega níu milljónir safnast á
rúmum þremur sólarhringum. Þrjá-
tíu milljóna króna fjárstuðningur
verður sendur til mannúðarað-
gerða Rauða hálfmánans og Alþjóða
Rauða krossins.
„Söfnunin hefur gengið gríðarlega
vel og við höfum líka geta nýtt fé frá
Mannvinum Rauða krossins, ásamt
mjög góðum stuðningi frá utanrík-
isráðuneytinu. Við erum virkilega
þakklát fyrir stuðninginn.“ n
Ástandið er gríðarlega erfitt
Nýjustu tölur um fjölda látinna nálgast um 16 þúsund. Fréttablaðið/Getty.
kristinnhaukur@frettabladid.is
STjÓrnmáL Landsþing Viðreisnar
hefst í dag á Reykjavík Natura Hotel
og lýkur á morgun.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður f lokksins, segir mikla
vinnu hafa átt sér stað fyrir þingið
innan málefnanefnda og sprett-
hópa. „Fólkið í f lokknum, gras-
rótin, ræður nú stefnunni til næstu
missera,“ segir hún. „Svo erum við
líka að koma saman og hafa svolítið
gaman.“
Evrópumálin verða á döfinni
en Þorgerður segir að efnahags-
málin verði einnig fyrirferðarmikil.
„Stöðugleikinn er ekki til staðar
og ríkisstjórnin kyndir bálið með
taumlausri útgjaldaþenslu,“ segir
hún. „Það eru blikur á lofti, eins
og við sjáum til dæmis á vinnu-
markaðinum. Því er aumt að sjá að
ríkisstjórnin horfist ekki í augu við
eigin gjörðir og bendir á alla aðra en
sjálfa sig.“
Þorgerður verður ein í framboði
til formanns. Að formannskjörinu
loknu verður varaformannskosn-
ing. Þeirri stöðu gegnir nú Daði Már
Kristófersson.
Viðreisn ætlar hins vegar að bæta
við sig embætti ritara sem verður
þá þriðja embættið í forystunni og
er ætlað að stækka flokkinn og efla
grasrótina. „Við getum kallað hann
stækkunarstjóra, eins og stækk-
unarstjóra ESB,“ segir Þorgerður. n
Fjölga í forystusveit á þingi Viðreisnar
Í mörgum löndum
OECD lækkaði þetta
hlutfall milli áranna
2007 og 2019, þvert á
það sem gerðist hér.
helgisteinar@frettabladid.is
efnahagSmáL Sigurður Hannesson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðnað-
arins, óttast að stýrivaxtahækkun
Seðlabankans muni leiða til sam-
dráttar í framkvæmdum og segir
að hækkunin muni koma illa við
fyrirtæki og almenning í landinu.
„Hættan er sú að hærri vextir
dragi úr framkvæmdum sem er
verulega slæmt mál. Rót verðbólg-
unnar sem við glímum nú við og
verðhækkanir á fasteignamarkaði
eru vegna þess að það var ekki nógu
mikið byggt. Það þýðir að ef illa fer
þá erum við komin í vítahring sem
gerir stöðuna verri.“
Hann segir það mikil vonbrigði
að verðbólgan sé þrálátari en Seðla-
bankinn áður taldi og að Seðla-
bankinn sé í raun að boða aðra
vaxtahækkun um leið og vextir eru
hækkaðir núna.
„Síðasta haust mátti skilja seðla-
bankastjóra þannig að síðasta
vaxtahækkunin væri komin. Skila-
boðin eru þannig misvísandi sem
er mjög slæmt vegna þess að í heimi
seðlabanka þá skiptir trúverðug-
leikinn öllu máli,“ segir Sigurður.
Hann segist aftur á móti ekki
áhyggjufullur og bendir á að þrátt
fyrir samdrátt á fasteignamarkaði
hafi hann verið á miklum yfir-
snúningi seinustu tvö árin. Þar að
auki hafi saga byggingariðnaðarins
undanfarna áratugi einkennst af
miklum sveiflum, en Sigurður segist
fylgjast grannt með þróun mála. n
Hækkun vaxta hindrar framkvæmdir
Sigurður
Hannesson,
framkvæmda-
stjóri SI
Aðeins níu félagslegar íbúðir verið
keyptar á þremur árum í Hafnarfirði
6 Fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 10. FeBRúAR 2023
FÖStUDAGUr