Fréttablaðið - 10.02.2023, Page 8

Fréttablaðið - 10.02.2023, Page 8
Það er engin tilviljun að við erum nánast endalaust nú að sjá storma sem gera mikinn usla. Halldór Björns- son, Veður- stofunni Fáar þjóðir ef ein- hverjar eiga meira undir því en Íslend- ingar að mannkynið geri sér grein fyrir hætt- unni sem fylgir auk- inni súrnun hafanna. Halldór Þorgeirs- son, formaður Loftslagsráðs Vísindamenn segja að heimurinn hafi misst af tæki- færinu til að hamla gegn því að hlýnun jarðar fari yfir 1,5 gráður. Fá lönd eru eins útsett og Ísland fyrir breytingunum vegna súrnunar sjávar sem ógnar fiskimiðum. Spáð er að hættuviðmiði verið náð eftir aðeins átta ár, árið 2031. Markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun loftslags undir 1,5 gráðum mun að óbreyttu ekki nást samkvæmt rannsóknarskýrslu 100 vísindamanna við Háskólann í Hamborg. Í fréttum erlendra fjölmiðla um skýrslu vísindamannanna hefur verið staðhæft að heimurinn hafi misst af tækifærinu til að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður. Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, sem var um langt árabil yfirmaður hjá Loftslagssamn- ingi Sameinuðu þjóðanna og vann meðal annars að Parísarsamkomu- laginu, segir að yfirlýsingin marki ákveðin tímamót. „Aðgerðaleysi okkar hefur leitt til þess að við erum komin mjög langt inn á hættusvæðið. Vísindamenn eru yfirleitt varkárir, það er ríkara í lífi vísindamanna að draga úr en ýkja, þannig að þessi yfirlýsing vís- indamannanna í Hamborg er mjög merk og mikilvæg,“ segir Halldór. Ísland ofurviðkvæmt Halldór segir að ef einhver hafi efast um að mikil alvara sé á ferðum þurfi ekki frekar vitnanna við. Áfram- haldandi notkun á kolum, olíu og jarðgasi muni hafa alvarlegar afleið- ingar. Ástandið sé ekki síst grafalvar- legt fyrir Íslendinga, þar sem fá lönd séu útsettari fyrir röskun á hitastigi. Þar vegi hæst súrnun sjávar sem haldist í hendur við hækkandi hita- stig. Áhrif á fiskimiðin gætu orðið verulega neikvæð í framtíðinni. „Það er mikið stökk frá bráðnun jökla yfir í súrnun sjávar,“ segir Hall- dór. „En fáar þjóðir ef einhverjar eiga meira undir því en Íslendingar að mannkynið geri sér grein fyrir hættunni sem fylgir aukinni súrnun hafanna.“ Hlýnun jarðar á krítískum punkti eftir átta ár LOFTSLAGSMÁL Hrönn Egils- dóttir, sviðs- stjóri hjá Hafrannsókna- stofnun Katrín Jakobs- dóttir, forsætis- ráðherra Árni Finnsson, Náttúruvernd- arsamtökum Íslands Lífæð Íslendinga, sjávarfang, er í óvissu vegna loftslagsbreytinga. Í Grindavík við Stað stendur til að Hafró rannsaki áhrif súrnunar sjávar á loðnu. Sviðsstjóri hjá Hafró segir mjög spennandi spurningu hvort loðnan, undirstaða þorsksins, muni þrífast í hlýrri og súrari sjó en dæmi eru áður um í veraldarsögunni. Tómas Árnason er hér að störfum á myndinni. Mynd/HiLMAr BrAGi BÁrðArSOn Halldór segir að Ísland þurfi „fram í rauðan dauðann“, eins og hann orðar það, að reyna að standa vörð um varnarlínuna, eina og hálfa gráðu. Aðeins ein sviðsmynd af sex sem IPCC, Alþjóðaráð um loftslagsmál, hafi sett fram, sýni að súrnun sjávar geti gengið til baka. Hlýnun hitastigs sé nú þegar orðin 1,2 gráður. Átta ár í óvissuna Spálíkan IPCC gerir ráð fyrir að hækkun hitastigs um 1,5 gráður gæti orðið á aðeins átta árum héðan í frá. Súrnun sjávar hefur eyðandi áhrif á þörunga, undirstöðu lífríkis hafanna og varpar óvissu á fram- gang lykilfiskistofna Íslendinga. Í vísindaskýrslu Veðurstofunnar um loftslagsbreytingar frá 2018 segir að súrnun sjávar sé mikil ógn við lífríki Norður-Atlantshafsins. Halldór Björnsson, höfundur skýrslunnar, segir að skógrækt og aðgerðir til að nema koltvísýring til baka úr andrúmsloftinu séu til skoðunar. „Hnattrænt séð hefur hlýnað álíka og ég bjóst við frá þeim tíma sem ég skrifaði þessa skýrslu,“ segir Halldór. „En það kemur á óvart hve mikill losarabragur hefur orðið síðan á veðri. Það er miklu erfiðara að sjá fyrir tíðni storma nú en var, miklu meira er af óveðrum, stormar eru öðruvísi en þeir voru, það er engin tilviljun að við erum nánast endalaust nú að sjá storma sem gera mikinn usla,“ segir Halldór. Hafró sýrir loðnu Hrönn Egilsdóttir, sviðsstjóri umhver f issv iðs hjá Haf rann- sóknastofnun, segir að áhrif súrn- unar sjávar séu óljós, óvissa sé um hvort fiskar geti aðlagast breyttu umhverfi. „Vandinn er að við þekkjum áhrif hlýnunar ágætlega en ekki afleið- ingar af súrnun sjávar,“ segir Hrönn. Íslensk útgerðarfélög hafi að nokkru leyti tekið mið af breyttu hitastigi sjávar en Hrönn segir að frekari rannsóknir þurfi um sam- spil hlýnandi sjávar og aukinnar súrnunar. Í þeim tilgangi er verið að reisa rannsóknarstöð í Grinda- vík þar sem segja má að loðna verði súrsuð í hlýjum sjó. Ef loðnan þolir ekki breytingarnar er fæðu- öflun þorsks í hættu, einnar helstu undirstöðu íslensks efnahagslífs. „Það eru ákveðin teikn á lofti um að við þurfum að taka þessi mál mjög alvarlega,“ segir Hrönn. Gagnrýnir stjórnvöld Árni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands, segir graf- alvarlegt fyrir efnahag Íslendinga ef hlýnunin fari yfir eina og hálfa gráðu. „Framt íðarhor f u r nar verða slæmar, einkum hvað varðar fisk- veiðarnar. Þetta markmið með eina og hálfa gráðu er því mjög mikilvægt fyrir Ísland,“ segir hann. Árni gagnrýnir íslensk stjórnvöld og segir þau ekki standa sig sem skyldi í að hamla gegn losun hér á landi. Koma þyrfti á úreldingar- gjaldi til að losna við gamla dísil- bíla af götum og vegum. Ekki fari að öllu leyti saman hljóð og mynd hjá ríkisstjórninni sem stæri sig af markmiðum á sama tíma og beinar aðgerðir skorti. Áhrif á atvinnu skoðuð Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra og formaður VG, segir að hraði og þungi viðbragða Íslands gegn loftslagsvánni hafi margfaldast í tíð ríkisstjórnarinnar. „Raunar svo mikið að á síðasta kjörtímabili áttfölduðum við fram- lög til loftslagsmála,“ segir Katrín. Í Fréttablaðinu í gær var fjallað um  bréf Katrínar til Evrópusam- bandsins um  að Ísland  sleppi við  íþyngjandi  losunarskatt sem ESB hyggst koma á  vegna milli- landaflugs. „Við höfum sett fram og upp- fært í tvígang sjálfstæð markmið Íslands um 55 prósenta  samdrátt á losun fyrir 2030 og höfum gengið svo langt að lögfesta markmið um kolefnishlutleysi eigi síðar en 2040,“ segir Katrín. Um súrnun sjávar vill Katrín ekki segja annað en að vinna stjórnvalda og atvinnulífs standi yfir um sam- drátt í losun og hvaða aðgerðir þurfi til að ná þeim markmiðum. „Ég held að við munum aldrei sjá algjört hrun í sjónum, en loðnan er gríðarlega mikilvæg tegund, lykil- fæða fyrir þorskinn og uppspretta orku,“ segir Hrönn Egilsdóttir hjá Hafró. n Björn Þorláksson bth @frettabladid.is 8 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 10. FeBRúAR 2023 fÖStUDAGUr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.