Fréttablaðið - 10.02.2023, Page 12

Fréttablaðið - 10.02.2023, Page 12
Þegar ég var í námi, vann ég ýmiss­ konar verkamannavinnu á sumrin, fyrst í Reykjavík, en síðan í Hafnar­ firði. Í Reykjavík greiddi ég félags­ gjöld í Dagsbrún, en í Hafnarfirði í Hlíf. Var ekki alveg að skilja af hverju, hefði ætlað að hagsmunir verkamanna í Reykjavík og Hafn­ arfirði væru þeir sömu og raunar á landinu öllu. Var ekkert að spá í þetta frekar, en í núverandi samn­ ingalotu má helst skilja að félags­ mönnum í einu stéttarfélagi í Reykjavík beri að fá betri kjör en þjáningarbræður og ­systur t.d. á Akranesi. Kann að vera, hef ekki forsendur til að sannreyna það. En forvitni mín var vakin, mig langaði til að fræðast meira um stéttarfélög og starfsemi þeirra. Við lauslega yfirferð telst mér til að það séu eitthvað á annað hundr­ að stéttarfélög á Íslandi, mörg hver svæðisbundin eins og t.d. verkalýðs­ og sjómannafélög. Þannig virðist ekki vera sama hvort þú ert sjómaður í Ólafsfirði eða Grindavík, svo dæmi sé tekið. Semja Ólafsfirðingar betur fyrir sína félagsmenn en Grindvík­ ingar, eða öfugt? Sum félög eru stofn­ uð í kringum ákveðið verkefni, t.d. eins og að aka bíl. Þannig er a.m.k. 3 stéttarfélög bifreiðarstjóra: Frami, Sleipnir og Átak og svo eru nokkrir flutningabílstjórar í Eflingu. Sýnist að þeir sem eru í Sleipni séu aðallega rútubílstjórar, en leigubílstjórar í Frama. Allir félagsmenn þessara félaga með meirapróf, en ökutækið virðist ráða því í hvaða stéttarfélagi menn lenda. Velti fyrir mér, í þessu samhengi, að ef flutningabílstjóri í Eflingu ákveður að söðla um og fara að keyra rútu, þarf hann þá að skipta um stéttarfélag? Hvað ef hann keyrir rútu á daginn og leigubíl á kvöldin? Hjó líka eftir því að það er til Félag íslenskra leikara og Félag leikstjóra á Íslandi. Ef leikstjóri leikur jafn­ framt í verkinu sem hann leikstýrir, er hann þá í tveimur stéttarfélögum? Væntanlega ekki, hér ríkir jú félaga­ frelsi, eða hvað? Mörg stéttarfélög hafa kosið að mynda samband, sbr. Starfs­ greinasambandið (19 félög), Raf­ iðnaðarsamband Íslands (8 félög), Landssamband íslenskra verslunar­ Stéttarfélög Virk þátttaka Íslands í alþjóðasam­ starfi er mikilvæg og þar er til mikils að vinna. Við tökum þar þátt í að leysa alþjóðleg úrlausnarefni sem krefjast alþjóðlegrar samvinnu. Og þar getum við látið gott af okkur leiða með því að liðsinna í málum sem við höfum sérþekkingu á. Auk þess nýtist þátttakan til stuðnings íslenskum útflutningi. Aðild Íslands að EFTA (Fríversl­ unarsamtökum Evrópu) er vett­ vangur þar sem mikilvægt er að við leggjum okkar af mörkum. Frá stofnun hafa samtökin gert 29 fríverslunarsamninga við 40 ríki utan ESB. Þingmannanefnd EFTA fundaði í vikunni í Brussel og Genf og sóttu fjórir alþingismenn fund­ inn. Á fundinum fóru nefndar­ menn frá Íslandi, Liechtenstein, Noregi og Sviss yfir starfsemi EFTA og stöðu og þróun fríverslunar­ samninga og alþjóðaviðskipta í víðu samhengi. Áskoranir í alþjóðlegu samstarfi um utanríkisviðskipti eru marg­ víslegar um þessar mundir og fara Saman á útivelli Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálf- stæðisflokksins og situr í þingmanna- nefnd EFTA síst minnkandi. Þar má nefna afleið­ ingar innrásar Rússlands í Úkraínu, hækkandi orku­ og matvælaverð, alþjóðlega verðbólgu og viðbrögð seðlabanka, sem sé með hækkun stýrivaxta. Að auki hefur heims­ faraldur og aðgerðir vegna hans, einkum í Kína, enn áhrif á aðfanga­ keðjuna. Þessi viðfangsefni hafa opnað augu Evrópubúa fyrir stöðu frumframleiðslu innan álfunnar, eða öllu heldur skorti á henni, þótt ekki séu allir sammála um hvort eða hvernig bregðast eigi við. Þegar fulltrúar Íslands taka þátt í alþjóðasamstarfi er markmiðið auðvitað að standa vörð um hags­ muni lands og þjóðar. Það er því mikilvægt fyrir okkur sem störfum á vettvangi stjórnmálanna, oft á tíðum á öndverðum meiði, að snúa þar bökum saman. Við ættum að skilja innanlandsdeilur og pólit­ ískar þrætur eftir heima fyrir og vinna saman sem eitt lið á útivelli. Það mættu f leiri útverðir í hags­ munagæslu fyrir Íslands hönd hafa í huga. n manna (3 félög), Samiðn, samband iðnfélaga (6 félög) og Sjómannasam­ band Íslands (3 félög). Ekki rugla Sjómannasambandinu saman við Sjómannafélag Íslands! Og öll sam­ böndin hafa samningsrétt fyrir sín aðildarfélög, ef ég skil þetta rétt, en samt eru aðildarfélögin ekki bund­ in af því, sbr. Ef lingu í núverandi samningalotu, og mörg stéttarfélög kjósa að starfa utan sambanda. Öll þessi sambönd eru svo aðilar að yfirsambandi, Alþýðusambandi Íslands, auk 5 félaga utan sambanda, e.k. sambandi sambandanna. Ég get ómögulega áttað mig á því hvað er unnið með því, nema ef vera skyldi aðgangur að hagfræðingi og verð­ lagseftirliti? Sumir verkalýðsforkólf­ ar hafa líka verið að velta þessu fyrir sér, ef marka má fréttir. ASÍ hefur jú ekkert samningsumboð, en þar vinna 22 starfsmenn við „fjölbreytt verkefni og margháttaða þjónustu“. Forystumaður ASÍ kallast forseti, en örvæntið ekki þótt hann forfallist, því ASÍ er með 3 varaforseta! Og þau eru fleiri samböndin, t.d. Bandalag háskólamanna (á ekki að breyta nafninu í Bandalag háskóla­ manneskja í samræmi við tíðarand­ ann?). Það eru 27 stéttarfélög aðilar að BHM. Það vekur athygli að þar eru fjögur félög háskólakennara: Félag akademískra starfsmanna við Háskólann í Reykjavík, Félag háskólakennara (við HÍ), Félag háskólakennara á Akureyri og Félag prófessora við ríkisháskóla. Í hvaða félagi ætli kennarar á Bifröst og Hólum séu? Fræðagarði, stéttar­ félagi háskólamenntaðra óháð starfsvettvangi eða sérhæfingu? Ég er ekki að plata, þetta stéttarfélag er til. Að öllu gamni slepptu, er ekki hægt að sameina þessi félög? Skil s.s. að prófessor vilji hærri laun en dósent eða lektor, en eru ekki verk­ stjórar með hærri laun en verka­ menn, sem undir þá heyra, en samt í sama stéttarfélagi? Bandalag starfsmanna ríkis og bæja er svo eitt sambandið enn. Það rúmar 20 aðildarfélög. Þar vekja m.a. athygli 3 félög starfsmanna í almannaþjónustu: FOSS, Kjölur og Sameyki. Hvað er málið? Eru ekki lögreglu­ og slökkviliðsmenn í almannaþjónustu? En þeir eru í sitt hvoru stéttarfélaginu. Bíðum við, svo er þar Félag starfsmanna Stjórnarráðsins, en innan BHM er Félag háskólamenntaðra starfs­ manna Stjórnarráðsins. Metum menntun til launa og allt það, en þurfa starfsmenn Stjórnarráðsins virkilega að vera í tveimur stéttar­ félögum? Og þá eru ótalin öll félög opinberra starfsmanna, nánast í öllum landshlutum, og félög starfs­ manna sveitarfélaganna. Og svo er félagið sem ég giska á að allir laun­ þegar vildu vera í, Samband lífeyris­ þega ríkis og bæja. Og ekki má gleyma Kennarasam­ bandi Íslands með 4 aðildarfélög. Allir kennarar eru háskólamennt­ aðir. Ef félög þeirra vilja vera í sam­ bandi, af hverju ekki BHM? Hjá KSÍ vinna ríflega 30 manns fyrir 4 félög, en bara 24 hjá BHM fyrir 27 félög. Að lokum eru hér svo nokkur félög til viðbótar, sem ég nennti ekki að kanna nánar: Félag hár­ snyrtisveina, Félag íslenskra fótaað­ gerðafræðinga, Félag lykilmanna (stéttarfélag stjórnenda og sér­ fræðinga), Berg (félag stjórnenda á Norðurlandi eystra), Brú (félag stjórnenda), Félag íslenskra síma­ manna og Póstmannafélag Íslands. Velti óneitanlega fyrir mér, hvort félög sem kenna sig við Ísland eða íslenskt ríkisfang séu opin nýbúum? Fær pólskur símamaður t.d. aðild að Félagi íslenskra símamanna? Hvað er símamaður? Öll þessi félög eru með starfs­ menn á skrifstofu, framkvæmda­ stjóra og/eða formann, stjórn, ráð og nefndir, að maður tali nú ekki um aðstöðu og starfs­ mannahald sambandanna. Væri ekki ráð að hagræða, sameina þau félög, sem eru að berjast á sama vettvangi? Sameina kraftana. Yfirbyggingin minnkar og félagsmönnum fjölgar. Fleiri félags­ menn og minna umfang, því lægri félagsgjöld. Það ætti að kæta félags­ menn. En hvað eiga forystu­ og starfsmenn allra þessara félaga og sambanda að taka sér fyrir hendur, ef farið væri í sameiningar? Það er nú það. Nú segja sjálfsagt einhverjir að mér vær nær að halda kjafti. Ég hafi ekkert vit á kjarabaráttu og hags­ munir félagsmanna í öllum þessum stéttarfélögum séu svo mismunandi að þeir rúmist alls ekki í samskonar félögum í öðrum landshlutum, hvað þá innan höfuðborgarsvæðis­ ins. Kann að vera, en þá má á móti benda á að mörg stéttarfélög starfa á landsvísu og að Ef ling varð til við sameiningu sex stéttarfélaga, svo dæmi séu tekin. Reyndar var ég stærstan hluta minnar starfs­ ævi utan stéttarfélags og plumaði mig ágætlega. Ég var sjálfstæður atvinnurekandi lengst af, sk. auð­ vald, og var með 10 manns í vinnu, þegar best lét. Þessir 10 starfs­ menn voru í fimm stéttarfélögum, svo kjarabarátta er mér ekki alveg ókunnug. n Dr. Ari Sæmundsen líffræðingur 12 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 10. FeBRúAR 2023 FÖsTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.