Fréttablaðið - 10.02.2023, Síða 27

Fréttablaðið - 10.02.2023, Síða 27
Það er byrjað að gerast að vinnustaðir eru byrjaðir að panta sér hópeflisferðir á þetta, sem er svolítið skemmtilegt. Þóra Karítas Árnadóttir Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival & Industry Days verður haldin í níunda sinn 23. mars til 2. apríl. Leikkonurnar Þórunn Lárus- dóttir og Íris Tanja Flygenring takast á sem yfirmaður og undirmaður í leikritinu Sam- drættir í Tjarnarbíói. Leikkonan Þóra Karítas Árnadóttir þreytir frumraun sína sem leik- stjóri með leikritinu Samdrættir sem frumsýnt er í Tjarnarbíói í dag, 10. febrúar. Verkið er skrifað af einu þekktasta leikskáldi og handrits- höfundi Bretlands, Mike Bartlett, og í aðalhlutverkum eru leikkonurnar Þórunn Lárusdóttir og Íris Tanja Flygenring. „Þetta er mjög sérstakt verk, það er svolítið háðskt í rauninni. Það er verið að pota í ýmsa þætti sam- félagsins og þetta er sett inn í sam- hengi fyrirtækjamenningar. Það er verið að nota fyrirtækjaorðaforða sem við könnumst öll við, árangur, þægindi og svoleiðis,“ segir Þóra. Fara óhefðbundna leið Verkið gerist á vinnustað þar sem gilda strangar reglur um að starfs- menn megi ekki eiga í kynferðisleg- um eða rómantískum samböndum sín á milli án þess að láta yfirmenn sína vita. Þegar skrifstofukonan Emma verður ástfangin af sam- starfsmanni sínum Darren sakar yfirmaður hennar hana um brot á starfsmannareglum og kallar hana á fund sinn. „Ég myndi segja að þetta væri að einhverju leyti um valdamisnotkun en þetta er í rauninni svolítið eins og málverk. Þetta er marglaga verk sem er svolítið túlkandans að setja í samhengi,“ segir Þóra. Verkið var upphaflega sett upp í Royal Court-leikhúsinu í London í óhefðbundnu rými til að líkja eftir skrifstofu. „Við förum pínu óhefðbundna leið að þessu, erum með skrifstofu- stóla og bjóðum áhorfendum að vera inni í sameiginlegu vinnu- rými á þessum vinnustað í salnum í Tjarnarbíói. Það eru allir á sviðinu, líka áhorfendur.“ Að sögn Þóru myndast mjög náin stemning með því að hafa áhorfend- ur á sviðinu með leikurunum sem getur þó orðið allt að því óþægileg. Misbeiting valds Verkið fjallar um eitraða vinnu- staðamenningu og að sögn Þóru fékk það nýtt samhengi eftir MeToo-byltinguna sem skók leik- listarheiminn f y rir nok k r um árum. Yfirmaðurinn, sem Þórunn Lárusdóttir leikur, stjórnar vinnu- staðnum harðri hendi. „Það er regla að þú mátt ekki eiga í rómantísku eða kynferðislegu sam- Fyndið og óþægilegt verk um eitraða vinnustaðamenningu Þóra Karítas Árnadóttir, leik- stjóri verksins, ásamt Þórunni Lárusdóttur leikkonu. Fyrir aftan þær glittir í andlit Írisar Tönju leikkonu á plakati. Fréttablaðið/ Valli bandi við vinnufélaga og ef það ger- ist þá ber þér skylda til að tilkynna það. Svo þegar Emma, starfsmaður- inn á skrifstofunni, tilkynnir að það sé staðan, þá byrjar bara að rúlla endalaus vitleysa og vandræði sem yfirmaðurinn setur reglurnar um hvernig hún leysir úr, hvað það þýði að hún sé búin að brjóta þessa reglu. Emma heldur að hún sé laus bara með því að tilkynna það og segja að þetta sé staðan en þá bregður yfir- maðurinn á alls kyns ráð. Þau eru f lutt sitt á hvorn vinnustaðinn og Emma heldur að það sé nóg en svo verður hún ólétt og þessi yfirkona heldur bara endalaust áfram að mis- beita valdi sínu,“ segir Þóra. Að sögn Þóru er um að ræða ádeilu á vinnualkamenningu og metorðagirni nútímasamfélagsins þar sem fólk hugsar ekki um annað en vinnuna. „Hún er vélræn þessi yfirkona og það er kannski ádeila á það að vélmennin séu að taka yfir ýmis- legt sem við erum að gera. Þá fyrir vikið víkur þetta manneskjulega og hlýja. Svo eru alls kyns aðrir punkt- ar í þessu. Þegar fólk er að ganga í gegnum erfiðleika í einkalífinu og á þá helst bara að drífa sig í vinnuna og halda áfram. Hvað verður um börnin í þessu samfélagi þar sem allir eru bara að hugsa um ferilinn? Hvað verður um fjölskyldulífið og einkalífið? Er það bara í þriðja eða tíunda sæti og ferillinn í fyrsta til tíunda sæti?“ Fullkomin sýning fyrir fyrirtæki Þóra segir verkið eiga sér margar samsvaranir í okkar samfélagi og hvetur hún fyrirtæki til að gera sér ferð með starfsfólkið til að sjá sýn- inguna í Tjarnarbíói. „Ég er eiginlega bara að vonast til þess og það er byrjað að gerast að vinnustaðir eru byrjaðir að panta sér hópef lisferðir á þetta, sem er svolítið skemmtilegt. Það eru 40 sæti á sýningu, vanalega eru 180 sæti í Tjarnarbíói, en það eru bara 40 sæti og þess vegna sýnum við tvær sýningar á kvöldi. Þá getur í rauninni stór vinnustaður bara átt sýninguna, þannig að þetta er svo- lítið eins og að fara í hópeflishelgi. Þetta er algjörlega verk til að flissa yfir en er líka óþægilegt. Maður veit ekki hvort maður eigi að hlæja en stundum hlær maður af því þetta er bara of fáránlegt þegar þetta er sett í svona ýkt samhengi,“ segir hún. Þá segir hún samstarfið við þær Þórunni og Írisi Tönju hafa verið einkar gjöfult. „Leikkonurnar eru að standa sig mjög vel og það er búið að vera ógeðslega gaman hjá okkur í þessu ferli,“ segir Þóra og bætir því við að ljós og hljóð sýningarinnar myndi einnig sterka heild en Valgeir Sig- urðsson sér um tónlist og Ólafur Ágúst Stefánsson sér um lýsingu. n tsh@frettabladid.is Stockfisk-kvikmyndahátíðin óskar eftir innsendum tillögum að verk- um í vinnslu fyrir svokallaða Stock- fish Industry Days. Í tilkynningu frá Stockfish segir: „Með þátttöku gefst aðstand- endum kvikmyndaverka sem ekki eru tilbúin til sýningar einstakt tækifæri til að kynna verkefnin sín fyrir innlendum og erlendum fjöl- miðlum, framleiðendum sem og öðrum áhugasömum.“ Þá kemur fram að verkefnin sem verði fyrir valinu geti átt þess kost að fá aukna dreifingar- og kynn- ingarmöguleika bæði hérlendis sem og erlendis. Þeir sem verða valdir til þátttöku munu sýna 3 til 7 mínútna mynd- brot úr verkum sínum og taka við spurningum úr sal um verk sín að því loknu. Að sögn Stockfish hefur mikill áhugi myndast fyrir viðburðinum undanfarin ár hjá erlendum blaða- mönnum og listrænum stjórn- endum annarra kvikmyndahátíða. Þá er tekið fram að þetta sé kjörinn vettvangur fyrir kvikmyndagerðar- fólk víða að til að hittast og skapa tengsl. Opnað var fyrir innsendar til- lögur 8. febrúar og er hægt að senda inn verk til og með 1. mars á heima- síðu Stockfish. Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival & Industry Days verð- ur haldin í níunda sinn 23. mars til 2. apríl. Um er að ræða kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvik- myndabransanum sem er haldin árlega í Bíó Paradís í samvinnu við íslensk fagfélög í kvikmyndaiðnað- inum. n Stockfish kalla eftir verkum Frá Stockfish-kvikmyndahátíðinni árið 2020. Fréttablaðið/Valli Með Inga Bjarna leikur skandinavískur kvintett skipaður tónlistarmönnum sem hann kynntist í meistaranámi í Svíþjóð. Mynd/Kristian Millstein tsh@frettabladid.is Djasspíanistinn Ingi Bjarni Skúla- son sendir í dag frá sér plötuna Far- fuglar með nýjum frumsömdum tónsmíðum. Með Inga á plötunni leikur skandinavískur kvintett sem spilaði einnig með Inga á plötunni Tenging sem kom út 2019 og var til- nefnd til fimm verðlauna á Íslensku tónlistarverðlaununum 2020. Titill nýju plötunnar, Farfuglar, vísar bæði í ferðalag tónlistarmann- anna fimm og í eiginlega farfugla. „Það er vísun í að við erum fjöl- þjóðlegur kvintett og líka að maður getur einhvern veginn ferðast í gegnum músíkina. Þó það sé langt á milli þá getur maður samein- ast í músíkinni og farið í ferðalag. Titillagið samdi ég þegar ég heyrði í fuglum úti í garði og spilaði með þeim, það varð kveikjan að þessu,“ segir Ingi. Með Inga spila á plötunni norski trompetleikarinn Jakob Eri Myhre, eistneski gítarleikarinn Merje Kägu, sænski bassaleikarinn Daniel And- ersson og norski trommarinn Tore Ljøkelsøy. „Ég var í mastersnámi í Svíþjóð og þá kynntist ég þeim. Þetta er bandið sem ég spilaði með á útskriftartón- leikunum mínum,“ segir hann. Platan var tekin upp í Þýskalandi haustið 2021 og er gefin út á vegum NXN Recordings sem er undirforlag hinnar virtu þýsku útgáfu Naxos. „Það stóð til að taka upp plötuna 2020 en það var bara mjög erfitt út af Covid. Við vorum svo að túra í Þýskalandi 2021 og þá var ákveðið í kjölfarið að taka upp í Þýskalandi beint eftir túrinn,“ segir Ingi. Ingi Bjarni gerðist sjálfur farfugl nýlega og skellti sér til Kúbu. „Ég fór á námskeið í kúbanskri tónlist og það var bara mjög gaman. Áhugavert að koma líka til þessa lands þar sem fólk er kannski bara með 20 til 30 dollara í meðallaun á mánuði. Það var líka mjög áhuga- vert að fara í þessa tíma, maður þarf náttúrlega að vinna aðeins úr þessu núna, maður er ekkert orðinn ein- hver Salsa-Bjarni strax,“ segir Ingi. Farfuglar kemur út á geisladiski auk þess sem hún er fáanleg á öllum helstu streymisveitum frá og með deginum í dag. n Farfuglar himins og huga Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Fréttablaðið menning 1910. Febrúar 2023 FÖSTUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.