Fréttablaðið - 10.02.2023, Síða 30

Fréttablaðið - 10.02.2023, Síða 30
Í byrjun hélt ég að maður kæmist kannski áfram svona einu sinni, tvisvar og ætlaði bara að sjá til hvað myndi gerast. Saga Ég ákvað bara að prufa að sækja um og vissi ekkert við hverju ég ætti að búast. Kjalar Í HELGARBLAÐINU Þetta hefur verið hark Vivian Didriksen Ólafsdóttir fer mikinn á hvíta tjaldinu þessa dag- ana í aðalhlutverki í Napóleóns- skjölunum sem byggð er á sam- nefndri bók Arnaldar Indriðasonar. Vivian fór ekki hefðbundna leið að markmiðinu enda einstæð fjögurra barna móðir sem stendur á fertugu þegar stóra tækifærið kemur. Mikilvægt að staldra við Vestmannaeyingurinn Unnar Gísli Sigurmundsson, betur þekktur sem Júníus Meyvant,  var kominn um þrítugt þegar fyrsta lag hans sló í gegn. Hann segist þakklátur fyrir að starfa við tónlistina í dag  en þó sé enginn botn á græðginni og markmiðin séu alltaf sett hærra. Kyn þátttakenda ekki það sem skipti máli Nóam Óli varð í fyrra fyrsta trans manneskjan til að keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegu íþróttamóti. Hann segist helst fá hrós frekar en fordóma og segir umræðu um þátttökurétt trans fólks oft þröngsýna. Ný Idolstjarna Íslands verður krýnd í kvöld þegar stjörnu- leit Stöðvar 2 lýkur með úrslitakeppni milli þeirra tveggja sem eftir standa; Sögu Matthildar og Kjalars. Bæði eru þau komin mun lengra en þau sáu fyrir sér og eru sérlega ánægð með að valið skuli að lokum standa milli þeirra. toti@frettabladid.is Stjörnuleit Stöðvar 2 lýkur í kvöld þegar Saga Matthildur Árnadóttir og Kjalar Martinsson Kollmar keppa til úrslita í Idolinu. Þau segj- ast bæði vera í góðum fíling og full eftirvæntingar. Stjörnuleit lýkur með vingjarnlegu einvígi Sögu og Kjalars „Ég get ekki beðið,“ segir Kjalar og bætir aðspurður við að hann hafi alls ekki séð fyrir sér að hann myndi ná þetta langt. Hann hafi ekki einu sinni búist við því að komast í beinu útsendingarnar. „Ég ákvað bara að prufa að sækja um og vissi ekkert við hverju ég ætti að búast og svo bara komst maður einhvern veginn alltaf áfram. En ég er ógeðslega ánægður með að vera kominn svona langt og sérstaklega með Sögu líka. Mér finnst frábært að hafa hana með mér í úrslitunum.“ Fjör á æfingum Saga Matthildur er á svipuðum nótum. „Bara rosa spennt og þreytt. Maður er bara að njóta,“ segir hún og hlær en hún gengur með laumu- keppanda sem er orðinn það umfangsmikill að hún hefur þurft að leggja gítarinn frá sér í bili. „Ég á ekki að eiga fyrr en í maí og hef ekki fundið fyrir barninu í útsendingu en á æfingum er þetta stundum svolítið bras. Svona: „Get- urðu aðeins tjillað hérna?“ Það var ekki draumurinn að þetta yrði sam- ferða en fyrst þetta er svona þá bara erum við að njóta.“ Góðir vinir Rétt eins og Kjalar segist Saga Matt- hildur ekki hafa búist við að komast alla leið í úrslitin. „Ég get nú ekki sagt það og svona í byrjun hélt ég að maður kæmist kannski áfram svona einu sinni, tvisvar og ætlaði bara að sjá til hvað myndi gerast. Og svo bara fór ég ekkert heim.“ Saga Matthildur tekur loka- andstæðingi sínum einn- ig fagnandi og ljóst að enginn rígur er milli þessara keppinaut a . „Við urðum s vo gó ði r vinir í gegn- u m þ e t t a ferli, sérstak- lega þessi átta sem komust í beinu útsendingarnar, þannig að það varð þannig lagað aldrei einhver svona samkeppni. Ég er löngu orðin sátt við minn árangur og Kjalar er náttúrlega bara sjúklega góður tónlistarmaður og ég er ánægð alveg sama á hvorn veginn þetta fer.“ Allt að gerast Það er ekki nóg með að Kjalar keppi nú til úrslita í Idolinu þar sem hann mun einnig blanda sér í Söngva- keppnina 2023 á næstu vikum ásamt tónlistarkonunni og lagahöf- undinum Silju Rós sem fékk hann til þess að syngja framlag hennar með sér. „Það var bara örugglega viku eftir síðustu prufurnar í Idolinu og ég fékk að vita að ég hefði komist áfram í beinu útsendingarnar sem Silja hefur samband við mig og býður mér að koma með. Þann- ig að þetta alveg kom mér mjög á óvart vegna þess að ég sendi ekki einu sinni lag í keppnina. En mjög gaman. Ég segi ekki nei við Söngva- keppninni.“ Þannig að sama hvernig fer þá er ljóst að árið 2023 ætlar svolítið að verða árið þitt í þessum efnum? „Já, allavegana fram í mars,“ segir Kjalar og hlær. Britney og Iris Saga og Kjalar syngja þrjú lög, hvort um sig, fyrir framan dómnefndina og áhorfendur, en þeim var meðal annars uppálagt að velja lag frá fæðingarári sínu. „Ég syng Hit Me Baby One More Time, með Britney Spears, frá 1999,“ segir Kjalar. „Það er aðeins öðruvísi en ég hef gert hingað til en ég er ógeðs- lega spenntur yfir því. Þetta er svo skemmtilegt lag og það hafa bara allir einhvern veginn gaman af því. Og líka bara gaman að prufa aðeins þennan popp- stjörnukarakter með þessu lagi,“ segir Kjalar. „Ég mun syngja Iris með Goo Goo Dolls,“ segir Saga sem hafði úr lögum frá 1998 að velja. Syngja sama lagið Þau fengu einnig að velja sér eitt lag alveg að eigin vali og þar segist Saga hafa ákveðið að fara langt aftur í tímann með A Change Is Gonna Come, eftir Sam Cooke. Kjalar ætlar hins vegar að vera á Háa C með uppáhalds hljómsveitinni sinni, Moses Hightower. „Svo syngjum við Saga bæði, sitt í hvoru lagi, lag sem var samið fyrir keppnina og úrslitakeppendurna sem myndu flytja það og gera svona aðeins að sínu. Þannig að þetta verð- ur í mismunandi útgáfum hjá okkur. En sama lagið,“ segir Kjalar. n 22 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 10. FeBRúAR 2023 fÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.