Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 20
Markaðsöflin vinna gegn heilbrigði barna Vísindaritið The Lancet birti í byrjun febrúar þriggja greina úttekt á markvissum aðgerðum þurrmjólkur- framleiðenda til að sporna gegn brjóstagjöf og sannfæra nýbakaða foreldra um að þurrmjólk sé hin fullkomna næring fyrir barnið þeirra. Rannsóknir hafa sý nt fram á heilsufarslegan ávinning brjóstagjafar fyrir bæði mæður og börn, en þrátt fyrir þá vitneskju sýna tölur Alþjóðaheil- brigðisstofnunar að minna en 50 prósent barna fá að njóta móður- mjólkur. Samkvæmt greinaröðinni hafa þurrmjólkurframleiðendur sér- hannað markaðsaðgerðir til að kynda undir ótta n ý b a k a ð r a f or eld r a , og þannig skapað milljarða doll- ara iðnað úr næringu ung- og smá- barna, iðnað sem skapar þeim 55 milljarða dollara í tekjur ár hvert. Í greinunum er farið í saumana á því hvernig fyrirtækin hafa notað markvissar og skilvirkar aðferðir til að ná til foreldra, heilbrigðisstarfs- fólks og yfirvalda. Ungbörn undir 12 mánaða aldri og börn frá 12 til 36 mánaða aldri eru líklegust til að lifa, stækka og þroskast eðlilega með því að fá brjóstamjólk sem næringu, bæði vegna hins kraftmikla og gagn- virka eðlis brjóstagjafar og hinna einstöku eiginleika brjóstamjólkur. Brjóstagjöf stuðlar að heilbrigð- um þroska heila og er mikilvæg til að sporna gegn vannæringu, smitsjúkdómum og dánartíðni. Eins hefur verið sýnt fram á að brjóstagjöf minnkar líkur á offitu og krónískum sjúkdómum síðar á ævinni, jafnt í lágtekju- sem hátekjulöndum. Brjóstagjöf hefur einnig marga kosti fyrir móður. Þegar barn er á brjósti losnar um hormóna hjá móður sem koma í veg fyrir egglos og stuðla þannig að því að lengra verði á milli barna. Brjóstagjöf stuðlar líka að vörn gegn krónísk- um sjúkdómum, svo sem krabba- meini í brjóstum og eggjastokk- um, sykursýki 2 og hjarta- og æðasjúkdómum. Hundruð milljarða tap Þessi jákvæðu áhrif brjósta- gjafar fyrir móður, barn, fjölskylduna í heild og sam- félagið allt eru viðvarandi út æviskeiðið og skapa mikinn efnahagslegan ávinning. Áætlað er að 341,3 millj- arðar Bandaríkjadala tapist á heimsvísu á hverju ári vegna óinnleysts ávinnings af brjósta- gjöf fyrir heilsu og þroska vegna ófullnægjandi fjárfestingar í vernd, kynningu og stuðningi við brjóstagjöf. A lþjóða hei lbr igðisstof nu n mælir með því að þegar aðstæður leyfi séu börn eingöngu á brjósti fyrstu sex mánuði ævi sinnar, þá séu börn kynnt fyrir fæðu en brjóstagjöf sé þó haldið áfram minnst fyrstu tvö árin. Þrátt fyrir þessi tilmæli upplifa mæður um allan heim, sem geta og vilja hafa börn sín á brjósti, hindranir á fjölmörgum sviðum. Hindranirnar tengjast kynjamis- rétti, skaðlegum menningarlegum viðmiðum í tengslum við næringu ungbarna, tekjuaukningu og þétt- býlismyndun, markaðsaðferðum fyrirtækja, pólitískri stefnu sem veikir umræðuna um brjóstagjöf og vinnumörkuðum sem endurspegla kynjamisrétti auk lélegrar heil- brigðisþjónustu sem heldur áfram að grafa undan brjóstagjöf. Mikilvæg en á erfitt uppdráttar Í greininni „Breastfeeding: crucially important, but increasingly chal- lenged in a market-driven world“ sem gæti útlagst: Brjóstajöf: afar mikilvæg en sífellt erfiðari í mark- aðsdrifnum heimi, má finna eftir- farandi lykilatriði. n Þurrmjólkurformúlur geta ekki líkt eftir eðli brjóstamjólkur né þeim mannlegu samskiptum sem verða milli móður og barns meðan á brjóstagjöf stendur. Einstakir og óviðjafnanlegir eiginleikar brjóstagjafar stuðla bæði að heilsu og þroska barns til skemmri og lengri tíma. n Aðeins helmingur nýfæddra barna eru lögð á brjóst á fyrstu klukkustund lífs síns, og um þriðjungur barna í lág- og meðaltekjulöndum fá eins konar formjólkurfóður sem er aðallega vatn og dýramjólk, áður en þau eru lögð á brjóst móður. Þetta formjólkurfóður er sterklega tengt við seinkun upphafs brjóstagjafar. n Algeng hegðun ungbarna á meðan þau venjast lífi utan móðurkviðar, eins og grátur, óróleiki og stuttar svefnlotur á nóttu, er oft misskilin sem merki um fæðuvandamál. Markaðsaðferðir þurrmjólkur- framleiðenda ýta undir og auka á þessar ranghugmyndir með órökstuddum fullyrðingum um að þurrmjólk geti bætt þessa hegðun. n Nærri helmingur mæðra á heimsvísu segja ástæðu þess að þær kynntu börn sín fyrir þurrmjólk fyrstu mánuðina og hættu of snemma með þau á brjósti, vera að þær fram- leiddu ekki næga mjólk. En slíkum vanda er oftast hægt að mæta og leysa með viðeigandi stuðningi. n Þörf er á frekari fræðslu fyrir heilbrigðisstarfsmenn, fjöl- skyldur og almenning til að upplýsa um eðlilegan þroska ungbarna, þar á meðal grát- mynstur og stuttan nætur- svefntíma, til að koma í veg fyrir óþarfa notkun þurrmjólkur og að mæður hætti brjóstagjöf of snemma. Brjóstagjöf er ekki aðeins á ábyrgð móðurinnar. Rannsóknir hafa sýnt að með sameiginlegri samfélagslegri nálgun næst bestur árangur. Fleiri fá þurrmjólk en áður Í greininni „Marketing of commerci- al milk formula: a system to capture parents, communities, science and policy,“ eða Markaðssetning þurr- mjólkur til að fanga foreldra, sam- félög, vísindi og opinbera stefnu, má finna eftirfarandi lykilatriði. n Markaðssetning þurrmjólkur til notkunar fyrstu þrjú árin hefur haft neikvæð áhrif á næringu ungbarna. Sala þurrmjólkur nálgast 55 milljarða Bandaríkja- dala árlega. Nú til dags fá fleiri ungbörn unna þurrmjólk en nokkurn tíma fyrr. n Markaðssetning þurrmjólkur er margþætt, öflugt og úthugsað kerfi sem skapar eftirspurn og sölu vara á kostnað heilsu og réttinda fjölskyldna, kvenna og barna. Stafrænir vettvangar og notkun gagna fyrir sérsniðna og markvissa markaðssetningu hefur aukið umfang og áhrif þessa kerfis verulega. n Með markaðssetningu ofurein- falda þurrmjólkurframleiðendur uppeldisáskoranir í röð vanda- mála og þarfa sem hægt væri að leysa með ákveðnum vörum. Til þess hagnýta þeir tilfinningar, væntingar og vísindalegar upp- lýsingar með það að markmiði að endurmóta viðmið einstakl- inga, samfélagsins og læknis- fræðinnar. n Markaðssetning þurrmjólkur beinist að heilbrigðisstarfsfólki og vísindastofnunum með fjár- hagslegum stuðningi, vísindum studdum af fyrirtækjum og læknavæðingu næringar ung- barna. Hagsmunaárekstrar ógna heilindum og hlutleysi heil- brigðisstarfsfólks. n Sífellt er brotið gegn alþjóð- legum reglum um markaðssetn- ingu vara sem koma eiga í stað brjóstamjólkur. Reglurnar lýsa sameiginlegum vilja Alþjóða- heilbrigðisþingsins (WHA) og brjóta þurrmjólkurframleið- endur meðvitað og reglulega gegn þeim. n Ríkisstjórnum ber skylda til að tryggja aðgengi þegna sinna að hlutlausum upplýsingum varð- andi næringu ung- og smábarna og virkja reglugerðir sem eru lausar við hverslags viðskipta- hagsmuni. Það er samfélagsleg ábyrgð að tryggja fullan rétt kvenna og barna heima fyrir, á vinnustöðum, í opinberu rými og í heilbrigðisþjónustu. n Markaðssetning þurrvöru ætti að vera bönnuð. Þörf er á rammasamningi þar sem réttindi barna og kvenna eru í forgrunni, til að vernda foreldra og samfélög gegn markaðs- setningu matvæla til barna yngri en þriggja ára. Þannig væri markaðssetning varanna takmörkuð en ekki sala þeirra. n Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is 20 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.