Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 16
Þröstur Leó Gunnarsson er einn ástsælasti leikari þjóðar- innar. Hann hefur glímt við mikinn kvíða eftir sjóslys sem hann lenti í árið 2015 en í slys- inu trúði hann því að hann myndi deyja. Þröstur hefur síðan þá lært að ná ákveðnum tökum á kvíðanum. Ég er frá Bíldudal og þar var frábært að alast upp. Þetta er góð stærð á stað og allir þekkja alla. Við vorum átta í mínum bekk, fjórar stelp- ur og fjórir strákar, algjör draumur,“ segir leikarinn Þröstur Leó Gunn- arsson. „Fólk á mínum aldri sem ólst upp í Reykjavík á minningar um nýbygg- ingar þar sem þau klifruðu og léku sér, við vorum skríðandi upp um fjöll og lékum okkur í sjónum. Ýttum okkur á ísjökum og stálum bátum til að róa út,“ segir Þröstur. „Mamma og pabbi voru bara í vinnunni og við gerðum alls konar svona hluti, það vissi enginn hvar við vorum þegar við vorum lítil og við vorum að róa út þegar það var brjálað veður, þetta hefði vissulega getað farið verr,“ segir hann og hlær. Þröstur var ungur þegar hann fór fyrst á sjóinn, síðan þá hefur sjó- mennska átt stóran þátt í lífi hans rétt eins og leiklistin. „Ég byrjaði á sjónum þegar ég var unglingur. Var í beitingum og svona og svo sumarið þegar ég var sextán ára var ég í sigl- ingum, ég sigldi til Hull.“ Hann segir að sér hafi liðið eins og hann væri orðinn fullorðinn þegar hann hóf að sigla. „Ég man að frændi minn var um borð og hann var bara fimmtán ára. Pabbi hans sagði við mig: Þú passar Sævar fyrir mig. Ég sagði bara já og gerði það eins og ekk- ert væri eðlilegra,“ segir hann. „Svo var svo geggjað að koma til útlanda. Þarna gat maður bara farið inn á bar og keypt sér bjór og fannst maður svo fullorðinn.“ Nýtur sín fyrir vestan Þröstur ólst upp með foreldrum sínum og fimm systkinum, fjórum bræðrum og einni systur. „Elsti bróð- ir minn dó þegar hann var 58 ára, hann fékk hrörnunarsjúkdóm svo nú erum við fimm eftir,“ segir hann. „Það var frábært að hafa eina stelpu, hún hjálpaði mömmu mikið að sjá um okkur strákana, það var svo næs. Hún hjálpaði mömmu að svæfa okkur á kvöldin og gefa okkur að borða og allt það,“ bætir Þröstur við. Móðir Þrastar var ljósmóðir og þurfti því oft að hlaupa til þegar konur voru að fæða á svæðinu. „Hún var kölluð út á öllum tímum sólarhringsins og var því ekki alltaf heima,“ segir hann. „Áður en hún lærði að vera ljós- móðir var engin ljósmóðir á svæðinu. Svo einn daginn kom einhver maður til afa í sveitina og spurði hvort hann ætti ekki stelpu sem gæti orðið ljós- móðir. Afi sagðist eiga nokkrar en benti manninum á að tala við þá sem væri að taka á móti lambi úti í fjárhúsi,“ rifjar hann upp. „Það var mamma og hún var til í þetta en var of ung til að fara í námið og þurfti að fá undanþágu. Hún var bara átján ára þegar hún kom úr náminu og ég held að hún sé yngsta ljósmóðir sem hefur útskrifast,“ segir Þröstur og aðdáunin leynir sér ekki. Hann lýsir því hvernig móðir hans þurfti að fara bæja á milli í hvernig veðri sem var. „Stundum þurfti hún meira að segja að fara á báti og eitt sinn strandaði báturinn í brjáluðu veðri og miklu myrkri á Þorláks- messu og það var ekkert víst að þau kæmust á leiðarenda, hún lenti í alls konar svona,“ segir hann. Móðir hans býr enn þá fyrir vestan og er orðin 92 ára gömul. Þröstur heimsækir hana reglulega og nýtur þess að vera fyrir vestan. „Ég á lítið hús þarna, alveg niðri í fjöru og ég er mikið þar á sumrin, finnst það alveg frábært,“ segir hann. „Pabbi gaf mér þetta hús og þá Þröstur Leó fór með hlutverk Mikka refs í Dýr- unum í Hálsa- skógi árið 2003. Fréttablaðið/ÞÖK Hafði á tilfinningunni að eitthvað kæmi fyrir var það bara lítill kofi, bróðir hans málaði mikið af myndum þarna og annar bróðir hans bjó svo í húsinu, síðan stóð það autt þar til ég byggði ofan á það og stækkaði. Nú er það æðislegt.“ Slysaðist í leiklist Þegar Þröstur var aðeins 19 ára eignaðist hann sitt fyrsta barn, þá stundaði hann nám í Leiklistar- skólanum. Hvernig kom það til að sjómaður að vestan endaði í leiklist? „Ég ætlaði fyrst að vera bif- vélavirki og f lutti suður með vini mínum og fór í Iðnskólann, við gáf- umst þó upp eftir eina önn og flutt- um aftur vestur og ég fór á sjóinn. En mamma var alveg til í að losna við mig þarna og hvatti mig til að fara á leiklistarnámskeið,“ segir Þröstur. Hann hlu st aði auðv it að á mömmu sína og f lutti til Reykja- víkur þar sem hann leigði með bróður sínum og vann í skreið í Hafnarfirði en var á leiklistarnám- skeiðinu á kvöldin. „Þetta var nám- skeið hjá Helga Skúlasyni leikara. Allir hinir voru að fara að sækja um í Leiklistarskólann, þarna vissi ég ekki einu sinni að það væri til svo- leiðis skóli en Helgi hvatti mig til að sækja um og sagðist ætla að hjálpa mér,“ segir Þröstur. Í fyrstu leist honum ekkert á það, sagði nei við Helga, en eftir mikla hvatningu samþykkti hann að sækja um. „Það voru einhvern veginn allir að peppa mig í þetta og aðstoða mig, vildu að ég myndi prófa. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera, rataði ekki einu sinni á skrif- stofuna til að skila umsókninni en bróðir minn hjálpaði mér með það,“ segir hann og hristir hausinn. Þrátt fyrir mikla aðstoð og leið- Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is sögn frá Helga og bróður sínum bjóst Þröstur ekki við að komast inn. „Það hvarf laði ekki að mér,“ segir hann. Það fór þó þannig að hann komst inn og útskrifaðist árið 1985. „Ég eignaðist tvo góða vini í inntöku- ferlinu og við vorum alltaf saman. Fórum saman að sækja umslögin með svörunum um það hvort við kæmumst inn eða ekki. Það munaði reyndar litlu að ég hefði klúðrað því,“ segir Þröstur en þegar hann kom á skrifstofu skólans að sækja svarbréfið var ekkert bréf merkt með nafninu hans. „Ég skrifaði svo illa að ég klúðr- aði því næstum að komast inn í skólann. Það kom svo í ljós að það var umslag sem á stóð Þórður Gunn- arsson og það var mitt,“ segir hann. Hræðilegt flugslys Þremenningarnir opnuðu umslögin saman á tröppum Alþingishússins, Þröstur komst inn en vinir hans ekki. Þeir fóru síðar til leiklistar- náms í Bandaríkjunum en stuttu síðar lést annar þeirra í f lugslysi. „Það var alveg hræðilegt,“ segir Þröstur. „Þeir fóru þarna út og komu heim um sumarið. Hann hét Axel og bróðir hans var að flytja til útlanda. Fjölskyldan hans leigði flugvél til að koma honum í Norrænu, svo verður þetta slys þegar þau eru á leiðinni heim og þau komust aldrei á leiðar- enda. Þetta var virkilega sorglegt,“ segir Þröstur. 16 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.