Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 59
Benedikt, Diljá, Celebs, Bragi og MÓA keyra Söngva- keppnina 2023 í gang í kvöld þegar þau mætast í fyrri und- anúrslitum og syngja fimm af þeim tíu lögum sem keppa um eftirsóttan keppnisrétt- inn fyrir Íslands hönd í Euro- vision í vor. toti@frettabladid.is Öll segjast keppendur kvöldsins vera æsispennt og í gúddí fíling enda andinn í hópnum góður þótt einhver þeirra muni þurfa frá að hverfa að leik loknum í Söngva- keppnishöllinni í Gufunesi. RÚV sýnir að sjálfsögðu beint frá keppninni þar sem Ragnhildur Steinunn, Unnsteinn Manúel og Siggi Gunnars verða kynnar og veislustjórar fyrir fullum sal af áhorfendum. Þau sem heima sitja geta síðan að sjálfsögðu tekið virkan þátt og reynt að hafa áhrif á úrslitin með því að styðja við bakið á sínu fólki í símakosningunni. n Keppendur byrja ballið í góðum fíling Tónlistin sameinar MÓA - Glötuð ást (900 9905) „Fílingurinn fyrir stóru stundina er fyrst og fremst tilhlökkun!“ segir Móeiður Júníusdóttir, MÓA, sem viðurkennir fúslega að hún er orðin mjög spennt fyrir að stíga á sviðið á laugardaginn. „Þetta ferli hefur sannarlega verið ævintýri af bestu gerð hingað til. Að upplifa alla þessa litlu þræði skríða saman, taka á sig mynd og vinna með öllu þessu hæfileikafólki,“ segir hún og bætir við að nóg sé af óvæntum uppákomum í kringum undirbúninginn allan saman. Hún nefnir sem dæmi að í vikunni hafi stór hópur nemenda í Kársnesskóla æft lagið hennar undir stjórn Þóru Marteinsdóttur og sungið það svo fallega í söngstund á sal. „Slíkt gerir mann meyran og minnir mann á aðalatriðið í þessu öllu saman, það er tónlistina sjálfa og hvernig hún sameinar fólk. MÓA segir undirbúninginn hjá henni ekki síst felast í því að vera dugleg að drekka vatn og anda djúpt. „Ég hef reyndar þurft að huga vel að rödd- inni vegna kvefs en hvítlaukur í nasir, innöndun á gufu yfir potti, hófleg æfing í ræktinni og auð- vitað göngutúr með hundinn gera gæfumuninn. Á borðstofuborðinu eru stuðningsplaköt sem yngri dóttir mín er að útbúa fyrir kvöldið, þannig að öll fjölskyldan tekur þátt í þessu með mér sem er lúxus. Síðast en ekki síst fæ ég nú loksins að draga fram kjólinn, sem ég ætla að vera í á laugar- daginn, úr fataskápnum og get ekki beðið eftir því að smeygja mér í hann og telja í lagið mitt fyrir þjóðina.“ Lag: Móeiður Júníusdóttir. Íslenskur texti: Móeiður Júníusdóttir og Guðrún Guðlaugsdóttir. Enskur texti, Lose this dream: Móeiður Júníus- dóttir. Getur ekki beðið 4 Bragi - Stundum snýst heimurinn gegn þér (900 9904) „Ég er rosalega spenntur fyrir kvöldinu. Ég hef aldr- ei komið fram á Íslandi þannig það verður gaman fyrir ættingja og vini að sjá mig á sviðinu,“ segir Bragi Bergsson. „Síðast þegar ég kom fram þá var það í Svíþjóð þegar ég keppti í Idolinu þar þannig að ég er smá stressaður en hlakka líka mikið til. Æfingarnar hafa gengið vel. Allt toppfólk sem er að vinna í þessu. Hinir keppendurnir eru líka rosalega flottir og góðir. Ég get bara ekki beðið eftir laugardeginum!“ Lag: Bragi Bergsson, Joy Deb, Rasmus Palmgren og Aniela Eklund. Íslenskur texti: Bragi Bergsson. Enskur texti, Sometimes the World´s Against You: Bragi Bergsson og Aniela Eklund. Eðlilega smá stressuð 3 Celebs - Dómsdags dans (900 9903) „Hvernig er fílingurinn fyrir stóru stundinni? Hann er alveg svakalegur! Það er búið að vera brjálað að gera við að undirbúa allt fyrir framkomuna,“ segja þau í Celebs. „Við erum hlaupandi frá æfingu yfir í fatamátun eða sviðsmyndasmíði og inn á milli heimsækjum við leik- og grunnskóla til þess að kynna lagið og æfa flutninginn. Spennan er í hámarki og stressið kannski smá líka, en það er í lagi að finna fyrir smá stressi, annað væri bara furðulegt.“ Lag og texti: Celebs. Enskur texti, Doomsday Dancing: Celebs. Draumur að rætast 2 Diljá - Lifandi inni í mér (900 9902) „Fílingurinn er góður! Það er allt að smella saman, stemningin í teyminu er stórkostleg og ég get eiginlega ekki beðið eftir deginum sjálfum. Æfingarnar hafa gengið vel og ég er afar þakklát teyminu frá RÚV,“ segir Diljá Pétursdóttir. „Laugardagskvöldið verður stór dagur fyrir mig vegna þess að það má í rauninni segja að þá rætist margra ára draumur – að taka þátt í Söngvakeppn- inni. Ég ætla að leggja allt sem ég á í flutninginn og njóta ferðalagsins.“ Lag og texti: Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Diljá Pétursdóttir. Enskur texti: Power. Kemur vonandi á óvart Benedikt - Þora (900 9901) „Ég er virkilega spenntur og ég hlakka til að stíga á stóra sviðið og sýna atriðið mitt á laugardaginn með frábæru dönsurunum mínum og vinum sem ég hef þekkt í mörg ár,“ segir Benedikt Gylfason sem hefur leika í fyrri undanúrslitunum í kvöld. „Síðustu dagar og vikur hafa verið annasamar en mjög skemmtilegar. Ég hef sungið í nokkrum leik- og grunnskólum og á balli í gamla menntaskólanum mínum, MH. Ég og teymið mitt höfum einnig verið að klára búningana en minn búningur mun vonandi koma mörgum á óvart. Þá höfum við líka verið að búa til myndbönd fyrir samfélagsmiðla. Ég hef passað mig að drekka nóg af vatni, dæla í mig C-vítamíni, borða hollt og anda að mér heitri gufu. Við keppendurnir hittumst formlega í fyrsta skipti við tökurnar á þættinum 12 stig sem var sýndur á RÚV um síðustu helgi og fórum í kjölfarið út að borða saman og áttum frábæra kvöldstund, enda mjög góð stemning í hópnum!“ Lag: Benedikt Gylfason og Hildur Kristín Stefánsdóttir. Íslenskur texti: Benedikt Gylfason, Hildur Kristín Stefánsdóttir og Una Torfadóttir. Enskur texti, Brave Face: Benedikt Gylfason og Hildur Kristín Stefánsdóttir. Fréttablaðið lífið 3518. Febrúar 2023 lAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.