Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 18
Það sem ég reyni að gera er að reyna að nota þína peninga rétt, gera flott brúð- kaup úr því „bud- geti“ sem í boði er. Fólk er að borga fyrir það að minnka stress, að hafa ein- hvern til að slökkva þessa elda sem geta kviknað og standa fyrir þeirra gildum. Alina Vilhjálmsdóttir hefur það að atvinnu að skipuleggja brúðkaup. Hún segir að æ fleiri séu tilbúnir til að greiða fyrir aðstoð við brúðkaups­ undirbúninginn og þannig minnka þá streitu sem getur fylgt stóra deginum. Við erum ekki mörg hér á Íslandi sem leggjum áherslu á innlendan markað,“ segir brúð­ kaupsskipuleggjandinn Alina Vilhjálmsdóttir. „Það er algengt að fólk komi hingað til Íslands til að gifta sig og mörg þeirra hafa þá brúðkaups­ planara en það hefur ekki verið eins algengt með Íslendinga en nú er það að breytast,“ segir hún. Alina vann lengi í tölvuleikjaiðn­ aðnum en þegar hún missti vinnuna árið 2020 ákvað hún að snúa blað­ inu við og gerast brúðkaupsskipu­ leggjandi. „Þarna var ég sjálf frekar nýbúin að gifta mig og ákvað að stofna mitt eigið fyrirtæki og helga mig þessu,“ segir hún en fyrirtækið hennar ber heitið Og smáatriðin. Nafnið segir hún hafa komið til þegar hún skipulagði sitt eigið brúð­ kaup og hugsaði út í hvert einasta smáatriði. „Um leið og ég og maður­ inn minn vorum trúlofuð fór ég að hugsa um það hvernig ég vildi hafa mitt eigið brúðkaup,“ segir Alina en hún er gift Þorvarði Bergmann Kjartanssyni. „Við vorum frekar ung þegar við giftum okkur en við höfðum verið saman lengi, alveg frá því að ég var 18 ára og hann 19,“ segir Alina sem verður þrítug eftir tvær vikur. „Við vorum saman í bústað að fagna fimm ára sambandsafmæl­ inu okkar og sátum í sófanum að gefa hvort öðru gjafir. Ég hafði verið að reyna að grenna mig, sem fylgir sögunni af því að ég gaf honum úr en hann gaf mér fullan kassa af nammi,“ segir Alina og hlær. „Ég var þarna líka búin að ákveða að hætta að kvarta og vera ánægð með það sem ég fékk og ég nennti alls ekki að rífast yfir þessu en svo þegar ég leit upp úr nammikassan­ um var hann með hringinn og bað mín,“ segir hún. „Ég sagði strax já en hann var greinilega ekki búinn að hugsa þetta til enda, veit ekki hvernig þetta hefði farið ef ég hefði orðið brjáluð yfir namminu,“ segir Alina og skellihlær. Með mótaðar hugmyndir Þorvarður og Alina giftu sig árið 2019 og líkt og hún segir einbeitti hún sér að hverju einasta smáatriði. „Ég var með mjög mótaðar hug­ myndir um það sem ég vildi og ég vildi að hvar sem einhver myndi taka mynd þá væri umhverfið fal­ legt, ég var mjög djúpt í svona pæl­ ingum,“ segir Alina. Hún segist hafa notið þess að skipuleggja brúðkaupið sitt sjálf og að þar hafi hún fengið áhuga á því að aðstoða fólk í sömu sporum. „En það var ekki bara það. Ég fékk aðstoð hjá stelpu sem þarna rak Iðnó þar sem við giftum okkur og ég hefði ekki getað gert þetta án hennar, ég hefði verið til í meiri aðstoð.“ Alina segist eftir brúðkaupið hafa getað hugsað sér að vinna við að aðstoða fólk við brúðkaupsplön. „Það er svo gott fyrir fólk að geta fengið aðstoð og að það sé einhver sem grípur boltann ef það klikkar eitthvað,“ segir hún og tekur dæmi úr sínu eigin brúðkaupi. Það var planið að athöfnin færi fram utandyra í Heiðmörk. Þar átti að setja upp stóla fyrir gestina og píanó. „Svo kom bara rigning sem varði allan daginn, eða þangað til athöfnin átti að hefjast. Það var ekkert hægt að setja neitt upp svo við þurftum bara að breyta öllu,“ segir hún. Langar að bæta brúðkaupsbransann Alina segir algengast að fólk greiði sjálft fyrir brúð- kaupið sitt, hér sé ekki algengt að foreldrar brúðarinnar eða brúðgumans greiði fyrir brúðkaupið. Fréttablaðið/ sigtryggur ari Alina og Þorvarður giftu sig árið 2019. Mynd/El PhotograPhy Alina leggur mikla áherslu á öll smáatriði. Mynd/El PhotograPhy Þarna segir Alina hafa verið mjög gott að vera með aðstoðarmann­ eskju. „Hún bara græjaði þetta. Ég og vinkonur mínar vorum á efri hæðinni í Iðnó að taka okkur til. Hún fann bara annan stað fyrir okkur, skellti upp stólum og græjaði allt.“ Spurð að því hvort að fólk sé til­ búið að greiða fyrir þá þjónustu sem hún veiti segir Alina svo vera. „Það er alltaf að verða algengara og algengara,“ segir hún. „Fólk er að borga fyrir það að minnka stress, að hafa einhvern til að slökkva þessa elda sem geta kviknað og standa fyrir þeirra gildum,“ segir hún. „Á brúðkaupsdaginn sjálfan er ég nánast bara klón af brúðhjónunum. Ég geri það sem þarf að gera og tala máli brúðhjónanna svo þau geti bara mætt og skemmt sér, þurfi ekki að vera gestgjafar í sínu eigin brúð­ kaupi. Það er svo leiðinlegt að þurfa að vera að huga að öllu sem getur komið upp á af því þetta líður svo hratt og brúðkaup kosta auðvitað mikið,“ segir Alina. Dýrt að gifta sig Spurð að því hversu mikið brúð­ kaup getur kostað segir Alina það afar misjafnt. Kjörið væri þó fyrir fólk að safna sér þremur millj­ ónum fyrir deginum. Hún segir að það dýrasta við brúðkaupið séu gestirnir. „Það segir sig sjálft að ef þú átt kannski milljón til að halda brúðkaup þá munar mikið um hvort hún deilist niður á 100 gesti eða 200 gesti,“ segir hún. „Ég veit að mann langar að bjóða öllum, en ef „budgetið“ er ekki mikið þá mæli ég með því að fækka gestunum,“ bætir hún við. Hún segir töluna fljóta að hækka með hverjum gesti. Áætla megi í það minnsta tvo til fjóra drykki á mann, matur kosti um 5.000­7.000 kr. á mann að meðaltali og bara blóma­ skreytingar geti hæglega farið upp í 200­400 þúsund. „Ég veit um dæmi þar sem fólk var með opinn bar og reikningurinn fór upp í tvær milljónir,“ segir hún. Alina segir þó hægt að skipuleggja brúðkaup út frá fjárhag hvers og eins. Hún bjóði upp á ólíka pakka við skipulagninguna, allt frá því að fylgja brúðhjónunum frá fyrsta degi og sjá um allt frá a­ö til þess að leiðbeina þeim sem vilja að mestu skipuleggja brúðkaupið sjálf. „Það sem ég reyni að gera er að reyna að nota þína peninga rétt, gera flott brúðkaup úr því „budgeti“ sem í boði er. Kannski leigja hluti í stað þess að kaupa þá, nota kerti í staðinn fyrir blóm eða hvað sem er. Bara hjálpa þér að móta þína sýn og uppfylla,“ segir hún. „Svo er ég fljótlega að fara af stað með brúðkaupsnámskeið þar sem fólk getur komið og fengið tólin til að gera þetta sjálft,“ segir Alina, sem einnig er með hlaðvarp þar sem hún ræðir við fjölbreytt fólk í brúðar­ bransanum og hin ýmsu brúðhjón. „Markmiðið mitt frá því að ég hóf þetta ferðalag hefur alltaf verið að lyfta upp þessum bransa og gera hann eins geggjaðan og hann getur verið og ég er spennt að fá tækifæri til að gera það áfram,“ segir Alina. „Mig langar að gera brúðkaups­ bransann betri,“ segir hún að lokum. n Birna Dröfn Jónasdóttir birnadrofn @frettabladid.is 18 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 18. FeBRúAR 2023 lAUgARDAgUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.