Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 51
Yndislegi sonur okkar, bróðir og mágur, Pálmar Guðmundsson Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 10. febrúar, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 23. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Hrafnhildur Ingibergsdóttir Guðmundur R. Guðmunds. Dagný Björk Guðmundsdóttir Björn Reynir Halldórsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þórður Magnússon frá Djúpavík, Akurgerði 10, Akranesi, lést sunnudaginn 12. febrúar á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 23. febrúar klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju, www.akraneskirkja.is Guðmunda Björg Þórðardóttir Emelía Þórðardóttir Einar Ágúst Yngvason Sæmunda Fjeldsted Sigurgeir Már Sigurðsson afabörn og langafabörn Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Anna Ingibjörg Benediktsdóttir Dúfnahólum 4, Reykjavík, lést 28. janúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fór fram í kyrrþey að hennar ósk. Sigbjörn Jón Bjarni Jóhannsson Reynir Kristbjörnsson Anne Guðmunda Gíslad. Hrönn Fonseca Kristbjörnsd. José Manuel Duarte Da Fonseca Benedikt Á. Kristbjörnsson Sigríður María Eyþórsdóttir Katrín G. Kristbjörnsdóttir Ragnar Þorláksson Nói Jóhann Benediktsson Eygló Þorvaldsdóttir barnabörn og langömmubörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir, systir og tengdadóttir, Tinna Ósk Grímarsdóttir framkvæmdastjóri, Skagabraut 6, Akranesi, lést laugardaginn 11. febrúar á Krabbameinsdeild Landspítalans. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 24. febrúar klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju: www.akraneskirkja.is Axel Freyr Gíslason Díana Rós Axelsdóttir Grímar Dagur Axelsson Petrún B. Sveinsdóttir Grímar Teitsson Sveinn Rúnar Grímarsson Nanna Berglind Baldursd. Hjördís Dögg Grímarsdóttir Dagur Þórisson Steindór H. Grímarsson Margrét Rut Valdimarsd. Jórunn Sigtryggsdóttir Gísli Árnason Elskulegur faðir, afi, langafi og bróðir, Sigurður Guðmann Ólafsson sem lést sunnudaginn 12. febrúar að heimili sínu verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 11.00. Að lokinni jarðarför verður boðið upp á erfidrykkju í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Kl. 14.00 verður farið í Þykkvabæjarkirkjugarð þar sem jarðsetning mun fara fram. Halldóra Sigurðardóttir Andrea Rún Jóhannesdóttir Sindri Snær Oddgeirsson Soffía Fönn Sindradóttir Ágústína Ólafsdóttir Hugrún Ólafsdóttir Þorsteinn Óli Ágúst Ólafsson Sigurveig Andersen Ásmundur Þórir Ólafsson Súsanna Torfadóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, Ingibjörg Sigurðardóttir Kolbeins hjúkrunarfræðingur, Nýbýlavegi 60, Kópavogi, lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtudaginn 2. febrúar. Útförin fór fram í kyrrþey frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. febrúar. Guðbjörg Hildur Kolbeins Hilmar Thor Bjarnason Páll Kolbeins Sigurður Örn Kolbeins Aðalheiður Ingibjörg Kolbeins Hilmarsdóttir Móðir okkar, amma og langamma, Magnea Rósa Tómasdóttir lyfjafræðingur, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, lést á Minni-Grund í Reykjavík sunnudaginn 5. febrúar. Útför fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 13.00. Sigríður Erla Gunnarsdóttir Áslaug María Gunnarsdóttir Darri Gunnarsson Ívar Karl, Ægir Sindri, Óðinn Dagur, Iða Brá, Harpa Lind, Gunnar Dagur, Rósa Líf, Hilda Sól, Gottskálk Darri og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir, amma og langamma, Edda Bolladóttir Rjúpnasölum 14, Kópavogi, lést á líknardeild Landspítalans 1. febrúar. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fær starfsfólk krabbameinsdeildar og líknardeildar Landspítalans fyrir góða umönnun og hlýhug. Sigurður Ármannsson Sigrún Sigurðardóttir Árni Geir Sigurðsson Elva Björk Sigurðardóttir Sif Steingrímsdóttir, Saga Steingrímsdóttir, Sigurður Pétur Markússon, Hugrún Ósk Hákonardóttir og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Jónsdóttir Gógó frá Drangsnesi, Þrastarási 73, Hafnarfirði, lést þann 6. febrúar. Hún verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 15. Guðrún Ólafsdóttir Loftur Ingólfsson Jón Pétur Ólafsson Líney E. Jónsdóttir Erlingur Ólafsson Anna Björk Ólafsdóttir Snorri Dal Fréttablaðið tímamót 2718. Febrúar 2023 LaUGaRDaGUR arnartomas@frettabladid.is „Konudagurinn er yngri en bóndadag- urinn en hann er upphaf góu, rétt eins og bóndadagurinn er upphaf þorra,“ segir Helga Vollertsen, sérfræðingur í þjóðháttum við Þjóðminjasafn Íslands. „Það er talað um hann í kringum miðja nítjándu öld og hann hefur fylgt okkur síðan.“ Það eru ýmsar hefðir sem tengjast bóndadeginum, rétt eins og þegar bóndinn átti að hoppa á öðrum fæti í kringum bæinn til þess að bjóða þorr- ann velkominn. Hefðirnar í kringum konudaginn eru hins vegar eitthvað færri fyrir utan kannski að þá sé konum færð blóm í tilefni dagsins. „Þetta með blómin er eitthvað sem gerist á sjötta áratugnum eftir stríð á síðustu öld,“ útskýrir Helga. „Þá fóru blómasalar að auglýsa konudagsblóm og þannig hefur sú hefð komið til. Þetta var ansi góð markaðssetning.“ Helga segir að fyrr á öldum hafi verið minna af því að fólk gæfi hvort öðru gjafir en það hafi breyst upp úr alda- mótunum 1900. „Þegar trúlofanir fóru þá að vera algengar þá trúlofaði fólk sig oft á merk- isdögum, eins og afmæli og páskum og þá kom konudagurinn alveg líka til greina.“ Í tilefni dagsins verður Helga með leið- sögn um grunnsýninguna á Þjóðminja- safninu á morgun með áherslu á ástir og rómantík landans í gegnum aldirnar. „Við ætlum aðeins að þræða söguna og fjalla um hvernig hjúskaparhefðum er háttað, finna skemmtilega gripi þeim tengdum og segja frá siðum og venjum sem tengjast hjónaböndum,“ segir hún. „Ég ætla að segja aðeins frá Jóni Ara- syni biskup og fylgikonu hans, sem hét Helga eins og ég. Við ætlum líka að skoða drykkjarhorn, brúðarbekk, trúlofunar- hringi og aðra gripi.“ Leiðsögnin hefst klukkan 15 á morgun og fá allar konur rós í lok leiðsagnarinn- ar á meðan birgðir endast. n Markaðsdraumur blómasalans Helga Vollertsen er sérfræðingur hjá Þjóðminjasafninu. Þetta með blómin er eitthvað sem gerist á sjötta áratugnum eftir stríð á síðustu öld. Trafaaskja frá safninu þar sem má í fyrsta skipti sjá orðin „ég elska þig“ á grip.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.