Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 18.02.2023, Blaðsíða 41
Betri líðan á breytingaskeiði er ný bók eftir Severine Menem sem er sérfræðingur um tíðahvörf. Í bókinni fjallar hún um mataræði og lífsstíl kvenna ásamt því að gefa uppskriftir að hollum og góðum réttum. Severine hvetur konur til að huga að mataræði sínu þegar þær fara á breytingaskeiðið. Hægt er að lágmarka einkenni og hámarka lífsgæði með réttu mataræði. Í bókinni er að finna sérsniðna ráð- gjöf um næringu og lífsvenjur sem koma jafnvægi á hormónin, styrkja bein og vöðva og hafa jákvæð áhrif á geðheilsuna. Severine er næringarfræðingur og heilsuþjálfi. Hún vill opna umræðu um breytingaskeiðið og bendir á margar lausnir fyrir konur til að auka kvenhormón sín. Sjálf hefur hún gengið í gegnum breytingaskeið og fann fyrir þyngdaraukningu, uppþembu, kvíða, liðverkjum, þurrum augum og nætursvita. „Sannleikurinn er sá að þetta eru algeng einkenni sem tengjast tíðahvörfum, hinn raunverulegi sökudólgur er nátt- úruleg hormónabreyting,“ segir hún. „Með því að gera sérstakar breytingar á mataræði og lífs- stíl bætti ég (eða losaði mig við) þessi einkenni, án þess að grípa til hormónameðferðar og lyfja. Það var sannarlega hugljúft,“ segir hún enn fremur. Vantar fróðleik Í bókinni segir Severine að flestar konur kjósi náttúrulegar leiðir fremur en hormónameðferð til að draga úr einkennum. En þeim finnst fróðleikur um þær leiðir oft vera af skornum skammti og erfitt að nálgast hann, þess vegna verður hormónameðferð oft þrautalend- ingin. Fjölmörg náttúruleg úrræði geta dregið úr ýmsum einkennum breytingaskeiðsins. „Sem næringarþerapisti með sérhæfingu í breytingaskeiðinu get ég aðstoðað konur á miðjum aldri við að bæta heilsuna, fækka auka- kílóum og milda einkenni breyt- ingaskeiðsins. Næringarþerapía miðar að því að bæta heilsuna með því að huga að mataræði og lífsstíl á heildrænan og einstaklingsmið- aðan hátt. Með því að vera vakandi fyrir mataræði, svefnvenjum, líkamlegu formi og streitu verður heilsan betri,“ segir hún. Gott að undirbúa sig Sjaldan heyrist að konur geti siglt létt í gegnum breytingaskeiðið; þó hafa rannsóknir leitt í ljós að sú er raunin um eina af hverjum fjórum konum. Því fyrr sem konur undirbúa sig, þeim mun líklegra er að þær fari létt eða léttar í gegnum þessi ár. Ef ástandið er ekki gott fyrir eru allar líkur á að það versni á breytinga- skeiðinu en ef gripið er tímanlega í taumana og lífsstíllinn tekinn í gegn verður árangurinn eftir því. Það er aldrei of seint að snúa til betri vegar. „Matur er lífið sjálft og ég vona að þið munið njóta litríku og bragðgóðu uppskriftanna sem eru innblásnar af ferðalögum mínum víða um heim. Breytingaskeiðið getur verið afar ánægjulegt tíma- bil, við þurfum aðeins að finna út hvað gerir okkur sjálfum gott,“ segir Severine. Breytingaskeiðið er náttúrulegt umbreytingaferli í lífi kvenna. Almennt er það skilgreint þannig að ekki hafi verið blæðingar í tólf mánuði samfleytt en aðdragandi tíðahvarfa er aftur á móti langur, getur jafnvel varað árum saman. Skilningur á því ferli sem á sér stað í hormónabúskap líkamans á þessu skeiði, líklegum einkennum og bjargráðum, getur orðið hvati að heilsusamlegum lífsstíl sem eykur lífsgæði hvort sem er á breytingaskeiðinu eða eftir að því lýkur. Misjafnlega langur tími Hvað gerist við tíðahvörf? Estrógenframleiðsla verður flöktandi eftir 35 ára aldur þar til verulega dregur úr henni við tíða- hvörf. Þá verður vart við einkenni á borð við hitakóf, nætursvita, skapsveiflur og leggangaþurrk. Minnkandi framleiðsla estrógens eykur hættu á hjarta- og æðasjúk- dómum og hefur enn fremur áhrif á það hvernig líkaminn bregst við insúlíni svo erfiðara verður að hafa stjórn á blóðsykri og þar með aukast líkur á að fá sykur- sýki. Minna estrógen hefur einnig áhrif á beinþéttni og eykur hættu á beinþynningu í kjölfar breytinga- skeiðs. Einkenni breytingaskeiðsins geta varað allt frá fáum mánuðum upp í nokkur ár. Þau byrja í aðdrag- anda tíðahvarfa og konur finna fyrir þeim að meðaltali í fjögur til átta ár, en hjá sumum konum standa þau yfir mun lengur. Um 20% kvenna finna fyrir vægum eða engum einkennum. Um 80% kvenna finna fyrir einkennum og þar af 25% fyrir miklum ein- kennum. Þegar líður að miðjum aldri og breytingaskeið hefst hjá konum er mataræðið mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Samspil hormónabreyt- inga og öldrunar er krefjandi fyrir líkamann og því er mikilvægt að huga vel að næringarforða. Maturinn skiptir máli Góð næring er lykillinn að því að takast á við áskoranir breyt- ingaskeiðsins. Skortur á grunn- næringarefnum þegar komið er á miðjan aldur getur að auki ýtt undir einkenni breytingaskeiðsins svo þau verða meira íþyngjandi. Bætiefni geta hjálpað til. Í bókinni er farið nákvæmlega yfir næringu og hvers líkaminn þarfnast á breytingaskeiðinu auk fjölmargra spennandi uppskrifta. Þær eru flokkaðar í morgunverði, aðalmáltíðir, létt millimál, eftir- rétti og kökur auk drykkja. Hver máltíð er samsett úr próteinum og fitu auk kolvetna. Að borða svipaðar máltíðir reglulega yfir daginn fremur en að byrja á léttum morgunverði og enda á viðamikl- um kvöldverði heldur blóðsykri í jafnvægi, auðveldar meltingu og er tilvalin leið til þyngdarstjórnunar á breytingaskeiðinu. Hér kemur spennandi uppskrift úr bókinni, sem Vaka-Helgafell gefur út. Bókin kom fyrst út hjá breska útgáfufyrirtækinu Dorling Kindersley. Kjúklingur með grænum ólífum Uppskriftin miðast við fjóra. Undirbúningur er 5 mínútur og eldunartími ein klukkustund. 3 matskeiðar ólífuolía 4 kjúklingalæri (læri og leggur) 1 laukur, fínt saxaður 3 hvítlauksrif, sneidd 1 teskeið engiferduft 1 teskeið túrmerik 500 ml beinasoð (sjá bls. 216) 25 g kóríander, saxað 25 g flatblaða steinselja, söxuð 100 g grænar ólífur, steinlausar 1 sítróna, skorin í 8 hluta sjávarsalt nýmalaður svartur pipar basmati-hrísgrjón eða kínóa sem meðlæti n hefur róandi áhrif n bætir svefn n styrkir ónæmiskerfið Dekkri hlutarnir af kjúklingakjöti gefa af sér bestu örnæringarefnin fyrir ónæmiskerfið. Kvöldverður með kjúklingi getur bætt svefninn þar sem í honum er amínósýran trýptófan, sem er forefni svefn- hormónanna serótóníns og mela- tóníns. Hitið eldfastan steikarpott á meðalhita, setjið ólífuolíuna í pottinn og steikið kjúklinginn svo hann brúnist. Takið upp úr pottinum og leggið til hliðar. Steikið því næst laukinn í u.þ.b. 5 mínútur, eða þar til hann er orðinn glær. Bætið hvítlauknum og kryddinu út í og steikið í 3-5 mínútur í viðbót, hrærið í á meðan svo kryddið brenni ekki við. Setjið kjúklinginn aftur í pottinn, bætið við beinasoði og látið suðuna koma upp. Bætið kryddjurtunum út í, ólífunum og sítrónunni, ásamt salti og pipar. Látið blandast vel saman og malla í u.þ.b. 45 mínútur, eða þar til kjötið losnar vel frá beinunum. Berið fram með basmati-hrís- grjónum eða kínóa. n Betri líðan á breytingaskeiði Kjúklingur með grænum ólífum er heilsusam- legur og góður réttur. MYND/Luke ALbert Bókin er afar fróðleg með miklum upplýsingum um breytingaskeiðið en auk þess eru fjölmargar spennandi uppskriftir sem henta vel fyrir heilsu og líðan. Severine Menem, nær- ingarfræðingur og heilsuþjálfi, er höfundur bókarinnar um breytinga- skeiðið en hún er sérfræðingur á því sviði. MYND/ heiMAsíðA höfuNDAr/severi- NeMeNeM.coM ALLT kynningarblað 5LAUGARDAGUR 18. febrúar 2023
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.