Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.02.2023, Blaðsíða 2
Einu sinni kom kona og gaf mér konfekt- kassa. Allir að fylla á tankinn Mikil örtröð hefur skapast á bensínstöðvum víða um landið vegna fyrirhugaðs verkfalls olíuökumanna sem fer á stað á miðvikudag. Verkfallið mun fyrst og fremst hafa áhrif innan höfuðborgarsvæðisins, en mögulega gætu afleiðingarnar teygt sig á landsbyggðina. Þórður Guðjónsson, forstjóri Skeljungs, segir að fólk verði að tryggja að bensíntankurinn sé fullur þegar verkfallið brestur á, en hann segist hafa meiri áhyggjur af atvinnulífinu. Fréttablaðið/Sigtryggur ari Guðmundur á ferð sinni um Laugarnesið, en grannar hans dást að dugnaði hans. Sjálfur er hann lítillætið uppmálað og þverneitaði að sitja fyrir á mynd í tilefni umfjöllunarinnar. MyND/aðSeND. Íbúar í Laugarnesi bera mikinn hlýhug til gamla loftskeytamannsins í hverf- inu sem heldur því hreinu með gönguferðum sínum um hverfið, vopnaður rusla- pokum og griptöng. ser@frettabladid.is samfélag Guðmundur Daníelsson hangir ekki inni í sófa á gamals aldri, en þessi aldni loftskeytamaður, sem búið hefur í Laugarnesinu í Reykja- vík um langt árabil, fer svo til daglega út að tína upp draslið í hverfinu. „Ætli ég hafi ekki verið að dunda við þetta í fimmtán ár, sem sýnir hvað maður er að verða hundgam- all,“ segir Guðmundur í samtali við Fréttablaðið en hann er fyrir löngu orðinn að samfélagshetju í hverfinu sínu fyrir þennan starfa. „Fólk stoppar og þakkar mér fyrir. Það er nóg fyrir mig,“ segir Guð- mundur og vill sjálfur gera lítið úr því sem hann er að gera á tíðum ferð- um sínum með ruslapokann. „Einu sinni kom kona og gaf mér konfekt- kassa, svo þakklát kvaðst hún vera í minn garð,“ rifjar hann upp. En hann lætur ekki Laugarnesið nægja í hreinsunarstarfinu, því ef þokkalega viðrar fer hann líka dag- lega út á hafnarsvæðið á Granda og tínir þar upp allt það rusl sem hann kemur auga á. „Þar er líka þúfan mín,“ segir hann bókstaflega, enda hreinsar hann listaverkið Þúfuna í þessum ferðum sínum út á Granda. Höfnin er honum nefnilega hug- leikin eftir langa starfsævi sem loft- skeytamaður til sjós, fyrst á síðutog- urum en seinna meir á farskipum Sambandsins, svo sem á olíuflutn- ingaskipinu Hamrafelli. Hann kveðst lengi hafa þráast við að f lytja í bæinn, enda borinn og barnfæddur Borgfirðingur sem ól manninn lengst af á Hreðavatni, og það sé erfitt fyrir náttúrubarn að slíta tengslin við sveitina, já og roll- urnar. En hann hefur heldur betur fund- ið fjölina á mölinni og þrífur hana eins oft og veður leyfir. Og finnur svo til allt á ferðum sínum með ruslapokann í hendi. „Já, blessaður vertu. Mest er þetta þó plastdrasl, en svo er óttalega mikið af sígarettu- stubbum og tóbakspúðum innan um sprautunálar og annan óþverra. En ég tíni þetta samt allt upp,“ segir hann. Eitt það óvenjulegasta sem hann hefur fundið er ómerkt umslag með 300 dollurum sem hann fór með á lögreglustöðina. Hann grennslaðist fyrir um það seinna hvort eigandi fjárins hefði fundist, en löggan sagði svo ekki vera. „Hvað verður þá um peninginn? spurði ég, og komst að því að löggan ætlaði bara að halda honum eftir. Ég er því ekkert viss hvað ég geri næst þegar ég finn ómerkt umslag með fullt af seðlum,“ segir Guðmundur Daníelsson. n Finnur ótrúlegustu hluti í hreinsunarferðum sínumser@frettabladid.is fiskeldi Jón Kaldal, talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins, segir að skýrslan um sjókvíaeldi sé svo afgerandi að ekki sé annað hægt en að hafa trú á því að staðan breytist. „Helstu hagsmunaaðilar hafa tekið undir að það þurfi að breyt- ast,“ segir Jón í samtali við Frétta- vaktina á Hringbraut. Jón bætir því við að meginorsök núverandi stöðu felist í andvaraleysi þingsins og fram- kvæmdavaldsins. „Eitt dæmi, sem sýnir að þetta er ekki bara vandi núverandi stjórnar- flokka, er löggjöf sem var samþykkt haustið 2018. Þá hafði úrskurðar- nefnd umhverfismála numið úr gildi tiltekin sjókvíaeldisleyfi fyrir vestan vegna þess að þau voru ekki veitt með lögmætum hætti,“ segir Jón. „Á Alþingi voru samþykkt sérstök lög á tveimur sólarhringum sem tóku úrskurðinn úr sambandi og fólu Kristjáni Þór Júlíussyni heimild til að gefa út bráðabirgðaleyfi þvert á þennan úrskurð.“ n Trúir því að staðan í laxeldi breytist Jón segir að sér heyrist að fólk sé sam- mála um að staðan sé óviðunandi. helgisteinar@frettabladid.is   samfélag „Ég var þarna í skjóli fyrir aftan hvítan bíl sem var beint fyrir aftan þennan sem sprakk og það var eiginlega hann sem bjargaði því að bíllinn minn stórskemmdist ekki. En það skaust einhver skrúfa eða hlutur, sem ég veit ekki alveg hvað var, en það var bara eins og byssukúla hefði farið í framrúðuna hjá mér,“ segir Hörður Harðarson, eigandi Verslun- ar Guðsteins Eyjólfssonar, en hann var að taka bensín og tala við konu sína í símanum þegar sprengingin átti sér stað á Olís í Álfheimum. Tveir voru f luttir á bráðadeild Landspítalans eftir að gaskútur í svörtum Land Cruiser sprakk við bensínstöðina. Bíllinn stóð við met- andælu bensínstöðvarinnar við hlið tveggja annarra bíla þegar kúturinn í honum sprakk. Sprengingin er til rannsóknar hjá lögreglu og Vinnu- eftirlitinu. „Það var óhugnanlegur kraftur í þessu. Ég sat inni í bíl og var með tónlist á og að tala í símann en ég er samt enn með suð í eyranu. Ég fékk líka bara höggbylgju á mig. Þetta var svakalegt,“ segir Hörður. n Líkt og byssukúla hafi farið í rúðuna Einn vegfarandi sagði Glæsibæ hafa nötrað. Fréttablaðið/Sigtryggur 2 FréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 14. FeBRúAR 2023 ÞriÐJUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.