Fréttablaðið - 14.02.2023, Page 8

Fréttablaðið - 14.02.2023, Page 8
Fram undan eru nokk- uð róttækar breytingar til þess að efla stuðn- ingskerfi tónlistar. Lilja Alfreðs- dóttir, menning- ar- og viðskipta- ráðherra Við þurfum að gera miklu strangari kröfur til risanna í losun. Sigurpáll Ingi- bergsson, gæða- stjóri Afkoma stórra fyrirtækja úr bókinni „300 stærstu“. Tölur um losun fengnar úr sjálfbærniskýrslum fyrirtækjanna. Fyrirtæki Losun Kolefnisbinding Hagnaður fyrir skatt tonn af CO2 í tonnum í milljörðum kr. Alcoa 530.714 750 18.874 Norðurál 528.455 0 12.591 Icelandair 486.064 500 -16.524 Elkem 456.544 0 8.137 Isal 312.719 0 15.888 Samskip 297.900 0 713 Eimskip 296.684 0 7.909 HS-Orka 86.482 0 2.816 Brim 71.461 0 14.221 Síldarvinnslan 53.385 0 13.172 Orkuveita Rvk. 47.500 7.850 16.192 Landsvirkjun 40.249 34.400 28.748 Play 25.160 0 -3.618 Eskja 23.574 0 5.020 Fisk 21.234 0 4.531 SAmANtEKt: SIguRPáLL INgIBERgSSON Álver Alcoa Fjarðaáls mengar mest allra fyrirtækja hér á landi þegar horft er til losunar á kolefni. myNd/FjARðAáL Sérfræðingur segir sláandi að í mörgum tilvikum séu tengsl milli gróða fyrirtækja og mikillar losunar af þeirra völdum. Losun frá Icelandair varpar ljósi á hagsmuni sem ESB og Ísland berjast um vegna gjaldheimtu á losun frá millilandaflugi. bth@frettabladid.is LoftsLagsmáL Icelandair losaði árið 2021 um 486.000 tonn og má vænta þess að losun félagsins hafi enn aukist í fyrra með auknum far­ þegafjölda milli ára. Alcoa, Norður­ ál og Icelandair eru þau þrjú fyrir­ tæki sem menga mest hér á landi þegar horft er til losunar á kolefni. Icelandair er í þriðja sæti yfir mest mengandi fyrirtæki landsins. Stór­ iðjufyrirtækin raða sér í tvö efstu sætin. Alcoa losar mest, 530.000 tonn, Norðurál losar litlu minna, eða 528.000 tonn, Elkem er í 4. sæti á eftir Icelandair, losar 456.000. Næst á lista stærstu mengunar­ valda atvinnulífsins eru Ísal, Sam­ skip og Eimskip. Mörg stór sjávar­ útvegsfyrirtæki og orkufyrirtæki koma í næstu sætum. Landsvirkjun er eina fyrirtækið sem spyrnir verulega við fótum með kolefnis­ bindingu. Tvö fyrirtæki sem losa mikið vantar á þennan lista að sögn sér­ fræðings sem tók hann saman. Annað þeirra er Samherji,  hitt er PCC kísilverksmiðjan á Bakka. Sjálf­ bærniskýrslur þeirra, ef þær hafa verið gerðar, eru ekki opinberar og tölur um losun þeirra liggja því ekki fyrir. Sigurpáll Ingibergsson, tölvu­ fræðingur og gæðastjóri, hefur sinnt loftslagsútreikningum og hélt á dögunum erindi um þessi mál sem vakti athygli á Loftslagsfundi Festu og Reykjavíkurborgar. Sigurpáll las í allar sjálf bærn­ iskýrslur stærstu fyrirtækjanna sem eru opinberar og upplýsingarnar um mest mengandi fyrirtæki landsins eru byggðar á þeirri athugun. Hann hefur einnig tekið saman gróða fyr­ irtækjanna samkvæmt bók um 300 stærstu fyrirtæki landsins. Sláandi samband er að hans sögn í mörgum tilvikum milli mikillar mengunar og góðrar fjárhagslegrar afkomu. „Hér þarf að bregðast við, því mengun vegna losunar á CO2 er að ganga frá eðlilegu lífi á jörðinni. Hér er um líf eða dauða að tefla,“ segir Sigurpáll sem vitnar til málsgreinar úr bókinni Orsakir fyrir hruni vist­ kerfanna eftir Stefán Jón Hafstein. „Þar er rætt um fyrirtæki sem fylla banka reikn inga sína á sama tíma og þau tæma heim inn af gjöfum nátt­ úr unn ar.“ Að sögn Sigurpáls kom metnaðar­ leysi í sjálfbærnimálum hér innan­ lands honum á óvart. Á sama tíma og lista yfir kolefnislosun íslenskra fyrirtækja hafi vantað séu teknar saman nákvæmar upplýsingar um hagnað fyrirtækja og tekjuhæstu einstaklinga. Umhverfisstofnun haldi aðeins utan um losun atvinnu­ geira. „Losunarlistar eru nauðsynlegir. Þeir ættu að vera öllum aðgengilegir.“ Sigurpáll segir að tveir tugir fyrir­ tækja beri ábyrgð á rúmlega 73 pró­ sentum af heildarlosun Íslands fyrir utan landnotkun. Samanlagður hagnaður þessara fyrirtækja hafi verið 136 milljarðar fyrir skatta 2021. „Ef þau yrðu skylduð til að kol­ efnisjafna losun og myndu greiða 20 evrur fyrir tonnið, um 3.000 krónur, yrði kostnaður af því rúm sjö prósent af hagnaði fyrir skatta. Það er nú ekki meira en svo,“ segir Sigurpáll. ETS, viðskiptakerfi ESB, heldur utan um iðnað, f lug og sjóf lutn­ inga. Þótt sérstakar reglur gildi um kerfið andar fólk að sér sama loft­ inu að sögn Sigurpáls. Í þessu ljósi má skoða þá hagsmuni sem eru undir í rimmu ESB og Íslands vegna skuldbindinga frá millilandaflugi þar sem EES­samningurinn er undir. „Við þurfum að gera miklu strang­ ari kröfur til risanna í losun. Þessi fyrirtæki þurfa í raun að gera neyð­ aráætlun vegna þess hve framtíðin er viðkvæm. Yfirvöld þurfa svo að sjá um að henni verði fylgt eftir.“ n Segir að miklu strangari kröfur þurfi að gera til helstu mengunarrisanna benediktboas@frettabladid.is tónList Lilja Alfreðsdóttir menn­ ingar­ og viðskiptaráðherra ætlar að setja nýja tónlistarmiðstöð á lagg­ irnar og sameina þrjá sjóði. Hún segir að þetta marki ákveðin vatna­ skil fyrir tónlistarlífið í landinu. „Fram undan eru nokkuð rót­ tækar breytingar til þess að ef la stuðningskerfi tónlistar á Íslandi og styðja við íslenskt tónlistarfólk í verkum sínum, bæði hérlendis og erlendis. Aukin fjárframlög hafa þegar verið tryggð til þess að inn­ leiða breytingarnar,“ segir Lilja. Miðstöðinni er ætlað að verða hornsteinn í íslensku tónlistarlífi og sinna uppbyggingu og stuðningi við hvers konar tónlistarstarfsemi. Inntón mun sinna fræðsluhlut­ verki og stuðningi við innlendan tónlistariðnað, Útón mun veita útf lutningsráðgjöf og styðja við útflutningsverkefni allra tónlistar­ greina og Tónverk mun svo sjá um skráningu, umsýslu og miðlun íslenskra tónverka. Nýr Tónlistarsjóður mun taka yfir hlutverk Tónlistar­, Hljóðrita­ og Útflutningssjóðs íslenskrar tón­ listar, að því er segir í tilkynningu frá ráðuneyti Lilju. n Lilja slær nýjan tón um íslenska tónlist benediktboas@frettabladid.is frakkLand Breskur maður um fimmtugt lést í skíðaslysi á sunnu­ dag. Lést hann eftir hátt fall sem endaði í grýttri brekku. Franska lögreglan ætlar að rann­ saka málið en samkvæmt upp­ lýsingum frá þeim sem breskir fjöl­ miðlar vitna til er talið að maðurinn hafi verið að skíða alltof hratt miðað við aðstæður. Slysið var í Saulire­héraði skammt frá bænum Meribel þar sem Heims­ meistaramótið í skíðum fer fram. n Lést í Ölpunum kristinnpall@frettabladid.is rússLand Sendiráð Bandaríkjanna í Moskvu sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem sendiráðið hvatti bandaríska ríkisþegna til að yfirgefa landið sem fyrst. Ástandið í landinu væri óöruggt og ekki væri hægt að tryggja að bandarískir ríkisþegnar yrðu ekki handteknir án gildrar ástæðu og því væri ekki öruggt að vera í Rússlandi. „Bandarískir ríkisþegnar búsettir eða á ferðalagi um Rússland ættu að yfirgefa landið sem fyrst. Verið á varðbergi vegna hættunnar á ólög­ mætum handtökum. Ekki ferðast til Rússlands,“ kom fram í yfirlýs­ ingunni og að það væru fordæmi fyrir því að rússnesk yfirvöld hefðu handtekið bandaríska ríkisþegna og dæmt þá án réttlátrar málsmeð­ ferðar. n Biðla til fólks að fara frá Rússlandi Bubbi Morthens með Dimmu á tónleikum. FRéttABLAðIð/SIgtRygguR Skíðasvæði í Ischl. FRéttABLAðIð/gEtty Antony Blinken, utanríkisráð- herra Banda- ríkjanna. gar@frettabladid.is moLdóva Maia Sandu, forseti Mol­ dóvu, sakar Rússa um að skipuleggja valdarán í Moldóvu. Rússar hyggist steypa af stóli stjórnvöldum í land­ inu sem vinveitt séu Evrópu með atbeina hermdarverkamanna sem dulbúi sig sem mótmælendur. Segir Sandu hermdarverkamenn­ ina vera með bakgrunn úr hernum en klædda borgaralegum fötum. Þeir eigi að stunda of beldisverk, ráðast að opinberum stofnunum og taka gísla. Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði á fundi með leiðtogum Evrópu­ sambandsins í síðustu viku að Rússar hygðust eyðileggja Moldóvu. n Moldóvar óttast valdarán Rússa Maia Sandu, forseti Moldóvu. 8 fRéttiR FRÉTTABLAÐIÐ 14. FeBRúAR 2023 ÞRiÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.