Fréttablaðið - 14.02.2023, Side 27
Maður skellti upp úr
hvað eftir annað.
Útkoman var hreint út
sagt ógleymanleg
skemmtun.TónlisT
Don Pasquale
Sviðslistahópurinn Óður
Höfundur: Gaetano Donizetti
Leikstjórn: Tómas Helgi
Baldursson
Tónlistarstjórn og píanóleikur:
Sigurður Helgi
Leikarar: Ragnar Pétur
Jóhannsson, Áslákur Ingvarsson,
Sólveig Sigurðardóttir og Þórhallur
Auður Helgason
Þjóðleikhúskjallarinn
laugardagur 11. febrúar
Jónas Sen
Síðast þegar ég vissi var hraðmælt
asti maður heims John Moschitta
yngri. Á YouTube má sjá hann og
heyra fara með texta úr heilu lagi
eftir Michael Jackson á 20 sekúnd
um.
Hann er þó ekki hraðmæltari
en tveir söngvarar úr uppfærslu á
Don Pasquale eftir Donizetti sem
sviðslistahópurinn Óður frum
sýndi í Þjóðleikhúskjallaranum á
laugardagskvöldið. Söngvararnir
Áslákur Ingvarsson og Ragnar
Pétur Jóhannsson sungu dúett, og í
snilldarlegri þýðingu Sólveigar Sig
urðardóttur voru orðin svo mörg
að það þurfti nánast að skjóta þeim
út úr vélbyssu. Það gerðu söngvar
arnir með glæsibrag, og samt ótrú
lega skýrt. Áhorfendur veltust um
af hlátri.
Illgjarn karlskarfur
Don Pasquale er gamanópera og
fjallar um karlfausk sem ætlar að
gera frænda sinn arf lausan vegna
þess að honum líkar ekki við unn
ustu hans. Læknir karlsins, sem er
með frændanum í liði, setur þá af
stað farsakennda atburðarás sem
stigmagnast upp í ærandi hápunkt.
Búktal kemur þar mjög við sögu.
Nú kann einhver að spy rja
hvernig hægt sé að koma upp heilli
óperu með hljómsveit í þröngu
rými Þjóðleikhúskjallarans. Svarið
er að hljómsveitin var aðeins lítill
píanógarmur, ekki einu sinni f lyg
ill. Sigurður Helgi lék á píanóið, og
var jafnframt tónlistarstjóri. Hann
hélt vel um alla þræði. Píanóleik
urinn var í senn tær og glitrandi,
stórbrotinn og ástríðuþrunginn,
allt eftir því hvað við átti hverju
sinni. Prýðilegt f læði var jafnframt
í söngnum.
Auðvitað er smágert píanó ekki
jafnoki stórrar sinfóníuhljómsveit
ar, en það gerði ekkert til. Venjuleg
óperuuppfærsla getur ekki boðið
upp á aðra eins nálægð og maður
upplifði hér. Það var eins og að vera
þátttakandi í sögunni sem var svo
sannarlega ómetanlegt.
Góður leikur og söngur
Eins og áður sagði þýddi Sólveig
Sigurðardóttir óperuna y f ir á
íslensku. Textinn var drepfyndinn
og búktalið var stórkostlegt. Leikur
allra undir stjórn Tómasar Helga
Baldurssonar var sannfærandi,
ofleikurinn á réttu stöðunum sem
hæfði grínóperu var afar skemmti
legur án þess að fara yfir strikið.
Söngurinn var líka heilt yfir
góður. Ragnar Pétur Jóhannsson
var í hlutverki karlfausksins Don
Pasquale, söngur hans var þéttur
og áreynslulaus. Áslákur Ingvars
son var einnig framúrskarandi,
mjög öruggur og með blæbrigða
ríka raddbeitingu. Þórhallur Auður
Helgason var frændinn forsmáði
og söng oftast vel, átti marga f lotta
spretti. Og Sólveig Sigurðardóttir,
þýðandinn sjálfur, var dálítið óör
ugg fyrst, en svo héldu henni engin
bönd.
Á heimasíðu Þjóðleikhússins má
lesa að sviðslistahópurinn Óður
neitar að geyma óperur í glerköss
um. Hann vill nálægð við áhorfend
ur og að þeir skilji um hvað er verið
að syngja án þess að píra augun á
textavél einhvers staðar uppi í rjáfri.
Nálægðin á laugardagskvöldið gerði
að verkum að söngur allra var auð
skiljanlegur, og maður skellti upp
úr hvað eftir annað. Útkoman var
hreint út sagt ógleymanleg skemmt
un. n
niðursTaða: Drepfyndin ópera.
Búktalandi óperusöngvari
og farsakennd atburðarás
Gamanóperan Don Pasquale eftir Gaetano Donizetti er sett upp af sviðslistahópnum Óður í Þjóðleikhúskjallaranum. Mynd/AðSend
tsh@frettabladid.is
Íslenski dansflokkurinn tilkynnti
fyrir skemmstu að hin vinsæla
danssýning BALL muni flytja yfir á
stóra svið Borgarleikhússins í mars.
„Við erum virkilega spennt að
færa BALL yfir á stóra sviðið í Borg
arleikhúsinu og halda áfram að
leiða saman þennan hæfileikaríka
og fjölbreytta hóp dansara,“ segir
Ásrún Magnúsdóttir, einn af dans
höfundum verksins.
BALL er lýst sem einstökum dans
viðburði sem býður dansunnendum
á öllum aldri, með ólíka líkama,
mismunandi bakgrunn og reynslu
að stíga upp á svið og dansa saman.
BALL hlaut fjórar tilnefningar til
Grímuverðlaunanna 2022 og hefur
verið mikil aðsókn á sýninguna.
„Á BALL bjóðum við öllum að
koma saman og fagna fegurð og
krafti dansins,“ segir Erna Ómars
dóttir, listdansstjóri Íslenska dans
flokksins. „Þessi sýning hefur verið
algjör „hittari“ fyrir okkur og er
sannur vitnisburður um kraft
dansins og getu hans til að leiða fólk
saman.“
Í tilkynningu frá Íslenska dans
f lokknum segir að á sýningunni
komi fram atvinnudansarar sem
og áhugadansarar. Breikdansari frá
níunda áratugnum, ballerína á eftir
launum, samkvæmisdansstjarna,
freestylegoðsögn, Bollywood
dansari, streetdansari, dansarar
Íslenska dansflokksins, gógódans
ari, dansnemandi og nútímadansari
sem elskar að dansa við Bob Marley.
Það sem þau eiga öll sameiginlegt er
ást þeirra á dansi.
Í viðtali við Fréttablaðið í apríl
2022 sagði Ásrún að sýningin fylgdi
ekki neinni sérstakri narratífu held
ur tæki mið af mörgum ólíkum stíl
um og dönsurum. „Við köllum þetta
ball af því að alls konar dansar geta
gerst á böllum, og alls konar getur
gerst á böllum. Áhorfendur sitja
síðan og horfa á þetta ball gerast
fyrir framan sig.“ n
Ball flytur á stóra sviðið
Á sýningunni BALL koma fram atvinnudansarar og áhugadansarar, þar á
meðal breikdansari frá 9. áratugnum. Mynd/Hörður SveinSSon
Þessi sýning hefur
verið algjör „hittari“
fyrir okkur og er sann-
ur vitnisburður um
kraft dansins
Erna Ómarsdóttir
tsh@frettabladid.is
Vordagskrá Listasafns Sigurjóns
Ólafssonar hefst í kvöld kl. 20.00
með tónleikum Hlífar Sigurjóns
dóttur fiðluleikara og Povl Balslev
orgel og píanóleikara, sem nefnast
Hrosshár á strengi og holað innan
tré − brot úr sögu klassísks fiðluleiks
á Íslandi.
Á tónleikunum verður meðal
annars fjallað um Þórarin Guð
mundsson (1896−1979) sem fyrstur
Íslendinga hélt utan til að læra
klassískan fiðluleik og hafði fiðlu
leik og kennslu að aðalstarfi. Leikin
verða lög frá hans tíð og eftir hann,
sum hver á fiðlu sem Þórarinn lék
sjálfur á.
Samstarf Hlífar og Povls hófst
fyrir sjö árum og hafa þau haldið
tónleika á Íslandi og í Danmörku,
bæði sem fiðlu og píanódúó og
einnig með samleik fiðlu og orgels,
nú síðast í Eyrarbakkakirkju og
Grafarvogskirkju í febrúar.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
tók upp þá nýbreytni síðastliðið
haust að standa fyrir reglulegum
menningarviðburðum, svo sem
tónleikum, f lutningi hljóðrita og
kynningum á sögulegu efni, í sal
safnsins á Laugarnesi. Fest voru
kaup á vönduðum hljómf lutn
ingstækjum og myndvarpa í þeim
tilgangi. Viðburðirnir eru í anda
sumartónleikanna, fara fram á
þriðjudagskvöldum kl. 20.00 og eru
um klukkustundarlangir. Boðið
er upp á kaffi í kaffistofu safnsins
á eftir þar sem rabba má við f lytj
endur. n
Hlíf og Povl koma
fram í Listasafni
Sigurjóns
Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari
kemur fram ásamt Povl Balslev,
orgel- og píanóleikara. Mynd/AðSend
FréttaBLaðið menning 2314. FeBrúar 2023
ÞRiÐJUDAgUR