Vesturland

Volume

Vesturland - 01.12.1986, Page 21

Vesturland - 01.12.1986, Page 21
21 BARNAEFNI Jólaórói: Klippið út hjörtun eftir sniðinu úr rauðum kartonpappír, þræðið síðan hjörtun á band, hafið um 5 cm bil á milli hjartanna. Kartonpappír í ýmsum litum er klipptur út eftir sniðunum, síðan setjið þið bandspotta í fuglana og hengið á jólatréð. Sælgæti Rjómakaramellur: 11/2 dl rjómi 3 dl sykur 11/2 dl sýróp 25 gr smjör Allt sett í pott og soðið í loklausum potti í ca 40 mín. Hellt á vel smurða plötu, þegar massinn hefur kólnað dálit- ið er hann teygður með höndunum í fingurþykkar lengjur, sem síðan eru klipptar í bita. Alveg kælt og pakkað inn í glæran pappír eða álpappír. ☆ ☆☆☆☆☆☆☆ Súkkulaðikaramell- ur: 3 dl rjómi 3 dl sykur 1 dl sýróp 2 msk kakó 1 tsk edikssýra Blandið saman í pott rjóma, sykri, sýr- ópi og kakói. Soðið í ca 30 mín í lok- lausum potti. Setjið edikið út í á meðan á suðu stendur. Smyrjið mót ca 20x25 cm, hellið massanum síðan í mótið og kælið. Skorið í bita sem vafðir eru inni í glæran pappír eða álpappír. ☆ ☆☆☆☆☆☆☆ Hrísbollur: 75 gr kókósfeiti 2 pl suðusúkkulaði 3 msk mjólk eða kaffi 3 msk sykur 2 stk egg Bræðið súkkulaðið og kókosfeitina saman í potti, á meðan það bráðnar þá hrærið þið saman eggjunum og sykrin- um, síðan bætið þið súkkulaðinu og mjólkinni út í, að lokum látið þið hrísið út í eftir því hvað þið viljið hafa mikið súkkulaði í bollunum. Þegar þið eruð búin að hræra hrísið saman við, látið þið smá bollur á disk með skeið og látið kólna í 1 klst í ísskáp. ☆ ☆☆☆☆☆☆☆ Kókosbollur: Blanda saman; 1 dl af sykri 1 dl kókosmjöli 2 dl snöggsoðnum hafragrjónum 2 msk kakó 1 tsk vanillu Þessu hnoðað saman með 2 msk smjöri eða smjörlíki. Kælt síðan góða stund og hnoðað síðan í lengjur sem skornar eru í stykki. Úr stykkjunum eru mótaðar kúlur sem velt er upp úr kók- ósmjöli. ☆ ☆☆☆☆☆☆☆

x

Vesturland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.